Leita í fréttum mbl.is

Glæsileg frammistaða Magnúsar Þórs.

Magnús Þór Hafsteinsson sat fyrir svörum hjá Agli Helgasyni í þætti hans í dag og gerði þar skilmerkilega grein fyrir sjónarmiðum Frjálslynda flokksins í tilefni auglýsingar sem birtist í Fréttablaðinu í dag. 

Sumir halda því fram að þau vandamál sem tengjast miklu aðstreymi innflytjenda séu þeirri umræðu að kenna sem við Frjálslynd höfum vakið máls á. Það er mikill misskilingur. Umræðan er vegna vandamála sem aðstreymið hefur valdið. Við höfum m.a. bent á að brotin séu mannréttindi á innflytjendum. Okkar málflutningur er ekki útlendinga- eða innflytjendafjandsamlegur heldur teljum við ekki hægt fyrir litla þjóð að taka við of mörgum á stuttum tíma. Okkar málflutningur lítur líka að því að gera þá sem hingað koma að íslendingum. Við höfum sett fram þá stefnu að þeir sem hér vilja búa fái 500 tíma í íslenskunámi og 300 tíma í námi um íslenska samfélagið. Okkar stefna er aðlögun og velferð einstaklinga og þjóðar.

Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar og andvaraleysi veldur því að vandamál hefur skapast. Hefði verið farið að varnaðarorðum Frjálslyndra á Alþingi fyrir ári síðan og hefði ríkisstjórnin ásamt Vinstri grænum og Samfylkingunni verið tilbúin til að taka á málum eins og við Frjálslynd þá væri hér ekkert um að tala. Það verður að hafa í huga hver ber ábyrgð á ástandinu. Það er rangt að skjóta sendiboðann eða þá sem segja sannleikann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mun verða gerð sama krafa á íslendinga í kunnáttu á íslensku og "íslensku samfélagi"? Og hvað mun verða kennt í þeim tímum? 

 Ég sá eina grein þína hér svolítið seint og vill endilega að þú svarir spurningu minni þar ef þú hefðir tíma til þess. Hér er slóðin á þá færslu. Takk fyrir.

http://jonmagnusson.blog.is/blog/jonmagnusson/entry/152069/#comments 

Logi B (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 14:13

2 Smámynd: Jón Magnússon

Logi B ég átta mig ekki allskostar á hvað þú ert að spyrja um. Það sem þú vísar til er blogg mitt um Monu Sahlin formann sænskra sósíaldemókrata.

Varðandi kennslu í íslensku samfélagi þá er ég þér sammála um að það þarf að efla og auka íslenskukennslu og kennslu um íslenska samfélagið almennt. Láttu mig vita hvað það er sem þú ert að spyja um.

Jón Magnússon, 1.4.2007 kl. 14:58

3 identicon

Ég sé það að spurningin er ekki mjög skýr. Ég skal skýra það betur í þeirri færslu.

En hvað er það sem á að kenna um "íslenskt samfélag" að ykkar mati? Og hvaða kröfur verða gerðar til útlendinga, nýbúa og innfædda íslendinga í þeim efnum? 

Logi B (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 15:11

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er ekki að finna upp hjólið í þessu. Þetta er svona í Noregi. Hvað nákvæmlega er kennt veit ég ekki. Get auðveldlega áttað mig á því hvað varðar tungumálið og tel það ekki þurfa skýringa við. Varðandi fræðsluna þá er m.a. spurning um fræðslu um réttindi og skyldur einstaklinga m.a. réttindi í sambandi við vinnu og laun og stjórnmálaleg réttindi. Einnig viðskipti við fjármálastofnanir og viðsktipi við aðra einstaklinga. Það er ekki flókið að fylla út í 300 tíma. Sjálfur kenndi ég í rúm 10 ár þjóðfélagsfræði í framhaldsskóla og þau höfðu tvímælalaust gagn og gaman að því að fá þá fræðslu.

Jón Magnússon, 1.4.2007 kl. 15:38

5 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll Jón.

Ég deili nú ekki aðdáun þinni á framistöðu Magnúsar Þórs. Vissulega kom hann vel fyrir eins og venjulega, en málflutningurinn var sorglegur að mínu viti. Enn lengra en áður gengið á þeirri braut að ala á fordómum og ótta í garð útlendinga.

Meira að segja gekk hann svo langt að halda því fram að hingaðkoma erlendra starfsmanna hafi aukið á þensluna og gaf þannig í skin að jafnvel ójafnvægið í efnahagsmálunum væri af þeirra völdum.

Allir sem eitthvað vita um efnahagsmál vita að erlent vinnuafl hefur í raun bjargað því sem bjargað varð í þeirri miklu þenslu sem verið hefur. Án þess hefði hagvöxturinn orðið minni, verðbólgan og þenslan mun meiri og líklega hefði hér orðið yfirhitnun hagkerfisins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Þensla verður þegar eftirspurnin er meiri en framboðið, en á íslenskum vinnumarkaði hefur það einmitt verið raunin og því hefur fólk streymt hingað til lands í vinnu.

Veit Magnús Þór etv ekki að atvinnuleysi á Íslandi er nánast ekkert ?

Ég vona að þú sért mér amk sammála um það, að þarna hefur Magnúsi skjöplast ílla í hagfræðinni. Ég vona amk að það sé skýringin á málflutningnum, frekar en þetta sé sagt gegn betri vitund.

Bk.

Hrannar Björn Arnarsson, 1.4.2007 kl. 18:18

6 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Veit Hrannar ekki að koma erlends vinnuafls hefur komið í veg fyrir launaskrið iðnaðarmanna og verkamanna og með þeim hætti komið í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins?

 Þannig að í raun hafa þessir hópar þ.e. verkafólk og iðnaðarmenn setið eftir í góðærinu og borgað brúsann, eins og alltaf.

Þóra Guðmundsdóttir, 1.4.2007 kl. 20:10

7 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæl Þóra.

Þetta er akkúrat það sem ég var að benda á - erlent vinnuafl hefur að hluta til svarað þeirri eftirspurn sem verið hefur eftir vinnufúsum höndum á Íslandi og þannig dregið úr þenslu og verðbólgu. Vegna þeirra höfum við haft mannskap í að vinna úr þeim tækifærum sem hér hafa boðist og komið á sama tíma í veg fyrir ofhitnun.

Magnús Þór hélt hinsvegar hinu gagnstæða fram - að erlent vinnuafl hafi aukið þensluna. Hann benti hinsvegar einnig á sama punkt og þú varst með - en þetta tvennt fer ekki saman.

Magnús Þór þarf eigilega að velja hvort hann telur rétt.

bk

Hrannar Björn Arnarsson, 1.4.2007 kl. 20:44

8 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég benti í þættinum í dag á þessa grein eftir Kristinn H. Gunnarsson, - og geri það aftur hér og nú.

SMELLIÐ HÉR!

Magnús Þór Hafsteinsson, 1.4.2007 kl. 21:26

9 identicon

Ef aukinn fjöldi erlendra verkmanna er slíkur happadráttur fyrir íslenskt efnahags-og þjóðlíf og sumir halda, hvers vegna fundu menn ekki upp þessa töfralausn fyrir aldarfjórðungi síðan? Vandinn er auðvitað sá að við hrun Járntjaldsins blöstu við fátæktarbæli kommúnismans og allt það fátæka fólk sem einhver dugur var í vildi freista gæfunnar í frjálsa heiminum. Atvinnurekendur Vesturlanda fundu auðvitað gullið tækifæri; ódýrt vinnuafl. Sá sem þetta skrifar leggur til að atvinnufyrirtækin verði skattlögð um 2.000.- kr. á mánuði fyrir hvern erlendan starfsmann sem þau hafa í þjónustu sinni. Þannig mætti afla fjár til þess að vinna markvisst að því að aðlaga útlendinga íslensku samfélagi, hafi þeir á annað borð hug á því að setjast hér að til langframa. Það er engin ástæða til þess að íslenskir skattgreiðendur beri einir hinn samfélagslega kostnaði af gróðasókn atvinnulífsins.

Gústaf Níelsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 00:00

10 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæl aftur.

Grein Kristins er vissulega athyglisverð lesning. Ég leyfi mér hinsvegar að fullyrða að engann fáið þið hagfræðinginn til að skifa uppá að þær kenningar sem Kristinn setur þarna fram minnki verðbólgu eða komi þjóðinni til góðs með einhverjum hætti.

Þarna er lögmálum hagfræðinnar beinlínis snúið á haus !

Skortur á vinnuafli leiðir til hærra verðs á vinnuafli. Hærra verð á vinnuafli leiðir til hærra verðs á framleiðslu, vörum og þjónustu. Hærra verð á vinnuafli, vörum og þjónustu leiðir síðan til hærri verðbólgu. 

Við höfum reyndar gengið í gegnum slíkst ástand undanfarin ár og vitum nokkurnvegin hvar slíkt ástand kemur fyrst niður. Sjúkrahúsin, leikskólarnir, fiskvinnslurnar, grunnskólarnir, öldrunarstofnanirnar og yfir höfuð sú starfsemi sem ekki hefur svigrúm eða möguleika til að hleypa hækkun launa beint út í verðlagið tapa í samkeppninni og lamast. Það sem hefur bjargað þessari starfsemi hingað til eru innflytjendur.

Þetta viðurkenna allir sem vit hafa á.

Ég velti því hinsvegar fyrir mér, hvort "skorts-stefnan" sem Kristinn leggur til og Magnús virðist hafa gert að sinni í tilfelli innflytjenda, eigi að verða grundvöllur Frjálslyndaflokksins almennt. Mega kjósendur t.d. eiga von á sambærilegri lausn á vanda landbúnaðarins á Íslandi ?

Mun Jón Magnússon leggja til að innflutningur á matvælum verði heftur svo íslenskur landbúnaður fái "eðlilegt" verð fyrir afurðir sínar án utanaðkomandi samkeppni ? Er ekki eðiliegt að kjöroðin "Ísland fyrir Íslendinga" eigi við um bændur eins og aðra ? Er ekki líka rétt að "draga úr þennslunni" með því að takmarka möguleika almennings á matarkaupum með hækkandi verði matvæla ? Mér er spurn!

Um eitt get ég þó verið sammála Kristini og líklega Frjálslyndaflokknum, að á endanum munu öll þjóðfélög sem vinna eftir þeim "hagfræðikenningum" sem Kristinn boðar, enda án þenslu. Þau munu brotlenda eða öllu heldur brenna upp í óðaverðbólgu og óhagkvæmni. Slíkt Ísland hygg ég að fáir vilja byggja eða heimsækja en etv finnst Frjálslyndaflokknum slík framtíð hugnanlegri en ef hér væri blómlegt atvinnulíf sem laðaði að landinu einstaklinga og fyrirtæki erlendis frá. Ef svo er, þá er "skorts-stefna" Kristins vissulega málið !

bk.

Hrannar Björn Arnarsson, 2.4.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 516
  • Sl. sólarhring: 576
  • Sl. viku: 5455
  • Frá upphafi: 2426089

Annað

  • Innlit í dag: 477
  • Innlit sl. viku: 5031
  • Gestir í dag: 463
  • IP-tölur í dag: 444

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband