Leita í fréttum mbl.is

Lausnir eða viðvarandi vandamál.

Einhvern veginn hefur sá hópur sem hefur hæst vegna stefnu Frjálslynda flokksins varðandi innflytjendur algjörlega komið sér hjá að gaumgæfa að í stefnumörkun okkar er sérstaklega talað um rétt innflytjenda og að þeir verði að hafa möguleika til að aðlagast þjóðfélaginu sem fyrst. Við viljum hins vegar hafa stjórn á því hvað margir koma á hverjum tíma til að við getum tekið vel á móti þeim sem hingað koma og látið þá njóta allra réttinda svo sem þeim ber.

Upphrópanir um útlendingaandúð eru úr lausu lofti gripnar. Það er engin útlendingaandúð og um það snýst málið ekki. Það snýst um virðingu fyrir fólki og það snýst um að við höldum áfram að lifa hér sem þjóð sem býr vel að borgurum þessa lands. Baráttan snýst líka um að við höldum því velferðarkerfi sem við höfum og gætum réttar þeirra sem hingað eru komnir. Stjórnmálamenn bera skyldur við allt það fólk sem hér er. Annað gildir um fólk sem hugsanlega vill koma hingað. Það er alvarlegt þegar menntaðir einstaklingar reyna að rugla umræðuna með upphrópunum um annað en það sem við erum að benda á.

Síðan gleymist það í urmæðunni og er alvarlegt sérstaklega fyrir þá stjórnmálamenn sem hafa kvatt sér hljóðs. Að við erum að benda á mál sem þarf að taka ýmsar ákvarðanir í t.d. varðandi íslenskukennslu og aðra fræðslu. Það þarf að taka á vandamálum sem hafa orðið vegna þess að ýmsir sem hingað koma njóta ekki eðlilegs atlætis eða réttinda. Þau vandamál verður að leysa. Af hverju má ekki ræða það. Þetta eru þó mál sem koma öllum útlendingum sem hingað eru komnir vel.

Það fólk sem neitar að ræða málefnalega um hlutina en fer í fyrirfram ákveðna andstöðu á grundvelli mistúlkana og útúrsnúninga er ekki líklegt til að geta leyst þau vandamál sem steðja að þjóðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 173
  • Sl. sólarhring: 836
  • Sl. viku: 4687
  • Frá upphafi: 2426557

Annað

  • Innlit í dag: 156
  • Innlit sl. viku: 4344
  • Gestir í dag: 155
  • IP-tölur í dag: 153

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband