Leita í fréttum mbl.is

Tryggjum öryggi borgaranna.

Á sunnudaginn  upp úr kl. 18 var ráðist á fatlaðan mann á Lækjartorgi með fólskulegum hætti. Fatlaði maðurinn sem ferðast um á rafknúnum hjólastól var barinn og rændur. Þetta gerðist um hábjartan dag í miðborg Reykjavíkur.

Þegar svona er komið er mikið að í þjóðfélaginu. Hvers konar siðferði er það að ráðast á fatlað fólk og ræna það? Þjóðfélagið verður að bregðast. Fordæming árásar sem þessarar er eitt en viðbrögð til að koma í veg fyrir að svona óhæfa endurtaki sig er annað. Í fyrsta lagi verður að þyngja refsingar yfir þeim sem sýna af sér algjöran siðferðisbrest gagnvart samborgurum sínum eins og í þessu tilviki. Í öðru lagi er nauðsynlegt að samtök sem starfa í almannaþágu, stjórnmálasamtök sem og önnur sameinist um að gengist verði fyrir fræðslu og áróðri fyrir virðingu og gildi einstaklingsins þar sem rækilega verði undirstrikað hvað það er alvarleg aðför að einstaklingsfrelsi og mannréttindum að ráðast á fólk og veita því líkamlega áverka. Efling löggæslu er auk þess nauðsynleg á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar glæpamenn víla ekki fyrir sér að ráðast á fatlað fólk í miðbæ Reykjavíkur um hábjartan sunnudag þá er ljóst að löggæslu verður að efla.  Vegna aukinnar glæpatíðni sérstaklega líkamsárása og nauðgana er brýnt að efla lögreglu höfuðborgarsvæðisins verulega. Misyndismenn mega ekki koma í veg fyrir að fólk geti gengið öruggt um götur borga og bæa á Íslandi.

Við skulum ná götunum okkar aftur úr höndum misyndismanna hvað sem það kostar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Æ Jón Kristófer. Nú fórstu yfir strikið karlinn minn..... Er ekki allt í lagi hjá ykkur Vinstri Grænum þarna fyrir norðan?

Magnús Þór Hafsteinsson, 4.4.2007 kl. 10:21

2 Smámynd: Jón Magnússon

Mér finnast þessi skrif þín Jón Kristófer dæmi um þá siðferðilegu hningnun sem hefur komið fram á síðustu árum hjá vinstri mönnum í Evrópu. Þú reynir að afsaka það að öryrki í hjólastól sé laminn með skírskotun til einhvers annars sem þér finnst  slæmt. Við getum öll haft okkar skoðanir á þjóðfélagslega óæskilegu athæfi en eitt þjóðfélaglega óæskilegt athæfi getur ekki afsakað annað. Ég hefði búist við því af þér að þú værir sammála mér um að fordæma þessa fólskulegu árás í stað þess að reyna að slá kjánalegar keilur á fölskum forsenum. Mér finnast þetta sorgleg skrif ágæti nafni og vil að þú takir þessa afstöðu þína til endurskoðunar og takir undir með mér um fordæmingu á þessu athæfi. Við verðum að tryggja öryggi fólks á götum borga og bæa í landinu. Ertu ósammála því.

Jón Magnússon hrl.

Jón Magnússon, 4.4.2007 kl. 10:34

3 identicon

Miklir eru bjákarnir sem byrgja Dharma sýn. Í máli hans/hennar skína einmitt í gegn fordómar, öfgar, hræðslueldi og þröngsýni. Auk þess mætti skilgreina tilhneigingu hans/hennar til að stinga höfðinu í sandinn sem einangrunarhyggju. Hafa Frjálslyndir gerst sekir um að ýta undir ofbeldi??? .  

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 12:12

4 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Jón Kristófer þessi ummæli þín dæma sig sjálf og sýna okkur að heiftin getur borið menn yfirliði. þú ert ávalt að væna Frálslynda flokkinn um fordóma að vísu án rökstunings sem mér finnst að þú ættir að beina þér að í rýkara mæli en ekki ráðast að öryrkjum með þessum hætti.Þetta eru að mínu mati ekkert annað en fordómar í sinni ljótustu mynd og það í garð öryrkja og ættir þú ef þú telur þig fordómalausann mann að byðja öryrkja almennt afsökunar á þessum orðum þínum. 'Eg þekki marga öryrkja sem stutt hafa V.G. ég er ekki viss um að þeir brosi breytt eftir þessa kveðju þína þeim til handa 

Grétar Pétur Geirsson, 4.4.2007 kl. 15:53

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Hvað er að í íslensku samfélagi? Jón Kristófer minn kæri þú ert bæði læs og skrifandi maður, hvenig er hægt að halda svona löguðu fram.

Þú þarft að kynna þér málin betur, er það ekki?

Manneskju sem kallar sig Dhrama er ekki hægt að svara enda er slík manneskja trúlega í mkllum vanda að þora ekki að standa undir nafni. Hvað er óhreint í pkahorninu hjá slíku fólki????

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.4.2007 kl. 16:03

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jón Kr, og Ðarma. Ef Frjálslyndi flokkurinn væri í alvörunni gerræðishyggjuflokkur í anda Sovéska Kommúnistaflokksins eða NSDAP, eða þeirra hérlendis sem vilja skipta sér að því hvað fullorðið fólk stundar sín á milli á hótelherbegjum útí bæ, þá væri búið að senda ykkur bæði/báða á Íslenskunámskeið vegna bágs lesskilnings.

Það hefur enginn verið að ala á fordómum, við höfum verið frekar að beita okkur fyrir því að hér myndist ekki lágstétt influtts vinnuafls sem verður ekki mælandi á íslenska tungu, getur ekki bjargað sér sjálft og þekkir lítið til réttinda sinna og skyldna og þarf því ekki að leggjast útí glæpi eða verða fyrir barðinu á alvöru fordómapésum og kynþáttahöturum.

Þið vitið hvað fordómar eru. Það að dæma fyrirfram. Eins og þið hafið gert gegn FF án nokkurs rökstuðnings eða hyggilegs málflutnings...


Nú þekki ég Kristján ágætlega og ég er vægast sagt reiður yfir þessu atviki. Það að borgarar séu ekki óhultir fyrir ofbeldismönnum hér í borg er vissulega dapurlegt og veldur mér mikilli reiði.

Ég er ekki viss um að hækkaðar refsingar skili miklu, en það þarf að breyta áheyrslum í löggæslu hérlendis og taka harðar á þeim glæpum sem fólk fremur gegn öðru fólki en þeim sem það fremur gegn sjálfum sér. Það að menn geti þurft að sæta lengri dómum fyrir að reykja hass en að berja konur, börn og fatlaða er einfaldlega röklaust og óréttlætanlegt, en slíkt er dómskerfi forræðishyggjunnar sem við búum við í dag.

Það tók lögregluna 30 mínútur að bregðast við kallinu. Ég er ekki einusinni það lengi að labba frá Hverfisgötu við Hlemm að Lækjartorgi, þó ég taki 1 skref afturábak fyrir hver tvö sem ég tek áfram.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 4.4.2007 kl. 17:05

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er kannski ekki skrítið að menn þori ekki að koma fram undir nafni þar sem engin málefnalega umræða fer fram heldur bara sleggjudómar og upphrópanir.  Það er alveg satt að stórfeldur innflutningur á fólki skapar vandamál vegna þess að þar mætast ólík gildi og sýn á umhverfið og þess vegna þarf að fara varlega.  Það er er líka satt að það er óþarfi að kynda undir fordómum hvort sem er hjá innfæddum eða aðfluttum.

Varðandi boð, bönn, refsingar og aukna löggæslu þá held ég að ekkert af þessu komi í stað umburðalinds uppeldis þar sem mönnum er kenndur munurinn á réttu og röngu.  Og einnig að taka tilit til þess að allar skoðanir eru jafn réttháar og allir eiga rétt á að setja þær fram án þess að eiga það á hættu að vera ausnir óhróðri og auri.

Einar Þór Strand, 4.4.2007 kl. 18:05

8 Smámynd: Haukur Kristinsson

en fatta ekki þessa færslu, eru útlendingar eitthvað viðriðnir þetta mál?? annars gott mál að vekja athygli á þessu ofbeldi sem er að aukast mjög mikið, verðum að fá varalið lögreglunar til að taka á þessu

Haukur Kristinsson, 5.4.2007 kl. 03:05

9 identicon

Gott innlegg J.E.V. Bjarnason Maack. Því er við að bæta að ég geng þessa leið tvisvar á dag - tekur 15 mínútur ef maður er á rólegum Spaziergang .

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 17:01

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ekki kominn tími til þess að hugsa eins og Bandaríkjamenn, sem trúa þ´vi að glæpamenn eigi að vera í fangelsum, þar sem þeir taka út refsingar, ekki félagsmálaskóla. Til hvers eigum við að leysa út íslenzkan byssubófa úr bandarísku fangelsi ? Eru Bandaríkin villimannaland eða land sem tekur á glæpamönnum ef kerfið nær að koma höndum yfir þá? Er ekki altalað að það seú einhverjir 300 manns sem fremja flesta glæpina á landinu ? Sama fólkið nánast.

Halldór Jónsson, 11.4.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 493
  • Sl. viku: 4056
  • Frá upphafi: 2426900

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 3766
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband