Leita í fréttum mbl.is

Innflytjendur skilja umræðuna.

Ég er ánægður með að hópur innflytjenda sem hér hefur búið til lengri og/eða skemmri tíma hefur sett sig í samband við mig og tjáð mér þá skoðun sína að framsetning mín og umræða í innflytjendamálum væri eðlileg og því fari fjarri að þar væri um útlendingaandúð eða rasisma að ræða. Aðallega hafa þetta verið innflytjendur frá gömlu Júgóslavíu og Póllandi. Þetta hefur verið kærkomið einkum miðað við hvernig rétttrúnaðarmenn íslenskir túlka skynsamlega framsetningu okkar í þessum málum.

Þessir vinir mínir sem hafa flust til landsins á síðustu árum. Segja öll að það þurfi að auka íslenskukennslu og fræðslu um íslenskt samfélag. Þeim líst vel á stefnu Frjáslynda flokksins í þeim efnum. Þá segja þau líka öll að það sé mikilvægt fyrir Ísland að takmarka aðstreymi fólks til landsins.

Af hvaða hvötum hafa þessir nýju vinir mínir sett sig í samband við mig. Jú vegna þess að þeim finnst ómaklega á okkur ráðist og það sé verið að snúa út úr umræðunni. Þessir vinir mínir benda líka á að það sé oft verið að fara illa með útlendinga og hafa áhyggjur af því að slíkt aukist fjölgi innflytjendum til muna í landinu. Þá hafa þeir líka áhyggjur af því að vinsamlegt þjóðfélag geti breyst ef umræða og aðlögun hefur ekki forgang.

Stundum er sagt að glöggt sé gests augað. Þessir vinir mínir komu hingað sem gestir en ætla sér að verða góðir og gegnir borgarar í þessu landi. Þeir eiga virðingu skilið og ég þakka þeim fyrir þann skilning sem þeir sýna. Skilning sem virðist hulin vinstri háskólaelítunni sem hefur komið sér svo þægilega fyrir á fjölmiðlum og mismunandi háskóladeildum og sveipar um sig fræðimannsstimplum en fer í umræðuna á grundvelli öfga og mistúlkana. Mér finnst vinur minn frá Serbíu sem hringdi í mig í gærkvöldi hafa mun betri skilning á þessum málum og skilgreina þau betur en þeir "fræði"- og fljölmiðlamenn sem eru í rógsherferð gagnvart okkur Frjálslyndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Nú þurfið þið að útskýra fyrir kjósendum hvernig þið ætlið að "takmarka aðstreymi fólks til landsins" þegar það er orðið alveg ljóst að það er ekki hægt að hætta við eitt freslið af svokölluðu fjórfrelsi ESB sem við gengum undir við upptöku EES samningsins. Árni Páll fór ágætlega yfir þetta á heimasíðu sinni -- það eru engar undanþágur við frjálsri för vinnuafls á innri markaði ESB.

Hvað ert þú þá að tala um? að draga okkur út úr EES samstarfinu?  

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 5.4.2007 kl. 11:00

2 Smámynd: Jón Magnússon

Spurningin er alltaf um h agsmuni þjóðarinnar af fjölþjóðlegu samstarfi. Verði það ekki í samræmi við heildarhagsmuni þjóðarinnar að vera í EES samstarfi þá hættum við því. Verði heppilegra að hafa svipaðan hátt á og Svisslendingar þá gerum við það. Við höfum ekki afsalað okkur fullveldinu. Síðan væri þér hollara að kynna þér t.d.  hvað Stefán Már Stefánsson prófessor hefur um þessi mál að segja en það er t.d. vitnað í hann í Blaðinu í dag. Hann er fræðimaður  en það sama verður ekki sagt um vasaútvörpin hennar Ingibjargar Sólrúnar, Árna Pál og félaga.

Jón Magnússon, 5.4.2007 kl. 12:08

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Eiríkur Bergmann er líka fræðimaður, og hefur réttilega bent ykkur á að það eru engar undanþágur undan einu af fjórfrelsinu -- það er allt eða ekkert í innri markaði ESB. Stefán Már bendir á að ef við reynum að beita einhverjum tímabundnum ákvæðum, þá fáum við gagnákvæði á móti okkur.. hart móti hörðu, og því líklegra að við setjum EES sáttmálann í uppnám frekar en að fá einhverju framgengt þar sem EES er alls ekki heilagur hlutur og í raun litinn hornauga innan ESB.

Það tók Sviss 8 ár að gera tvíhliða samning við ESB, og samt sitja þeir í miðjunni á Evrópu. Því er sú leið ekki raunhæfur möguleiki, og auk þess enginn vilji til þess hvorki hjá ESB né almenningi eða atvinnulífinu hér að minnka samstarfið við Evrópuríkin.  

Mér þykir mjög leitt að þú grípir til þess ráðs að tala niður til flokksfélaga minna, en með málstað eins og þinn þá er það kannski það bara þægilegasti mátinn í rökræðum.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 5.4.2007 kl. 13:47

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég er mjög ánægð með að frjálslyndir skuli hafa dug til að ræða mál innflytjenda, veit um nokkra sem hafa ákveðið að gefa þeim umboð sitt í næstu kosningum.  Það verður að taka á þessum málum með opnum huga og víðsýni, annars endum við hér í þjóðfélagi sem sundrung ríkir í.

Ester Sveinbjarnardóttir, 5.4.2007 kl. 15:20

5 identicon

Það þarf bara að taka atvinnurekendurna í gegn. Það eru þeir sem eru að brjóta á innflytjendum og um leið Íslendingum í sömu störfum, þeir halda launum niðri og pumpa upp vinnutímann í hámark þess sem nokkur maður lætur bjóða sér. Þeir þræla liðinu út og hóta svo öðrum sem láta ekki bjóða sér skítalaun og 80 tíma+ vinnuviku að þeir ráði þá bara pólverja í staðinn.

Þetta er vandamálið, ekki einhverjir evrópusamningar, það er auðvelt að þykjast vera vitur og tala eins og einhver bjúrókrati. En þið breytið því ekki að íslenskir verktakar og atvinnurekendur eru velflestir skíthælar og hika ekki við að stunda hálf- þrælahald. Ég hef upplifað þetta og séð first hand... 

Hrafn (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 15:41

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég er sammála Jóni Magnússyni og F-flokknum.  Taka verður verulega hart á þessu vandamáli og láta hart mæta hörðu.  Viagra style.  Ég tek það skýrt fram að ég er ekki razisti.  Vonandi verður Jón innflytjendaráðherra.

Björn Heiðdal, 5.4.2007 kl. 15:42

7 Smámynd: Andrés.si

Það eru ekki bara Frjálslyndir sem vilja takmarka þetta mál með ínnflytjendum. Sjálfur kom ég til Íslands  1988. Sem sagt. Hópur sem ég umgengist eru bæði íslendingar og einhverjir útlendingar. 

Allir við erum sammála þessu, því það er augljóst að hér eru í siðastliðnum árum mjög margir ínnflytjendir. Þetta getur tekið með sér slæmar afleyðingar fyrir þjóð, eða samfélag alment svo sem fyrir útlendinga.

Oft hef ég spurð mig hvort það var kannski viljandi gert af ríkistjórninu hálfu, einfaldlega vegna þess að hér þarf augljóslega að blanda bloðinu töluvert. 

En miðað við þróun í heiminum alment tel ég að hér  verður mikið meira eftyrspurn eftyr dvalar og atvínnuleyfum.  Skal ekki fara í það nánar því alt getur gerst í þessum tíma, því kæri Íslendingar. Passið eftyr fölsun af isl. vegabréfum.

kv: Andrés -- íslenskur útlendingur    

Andrés.si, 5.4.2007 kl. 17:05

8 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

"Eiríkur Bergmann er líka fræðimaður", skrifar ungkratinn Jónas Tryggvi.

HÓST HÓST.......Ö hömm........

Magnús Þór Hafsteinsson, 5.4.2007 kl. 17:31

9 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Það er skrýtinn partur af því að verða fullorðinn, það hvað maður verður oft fyrir miklum vonbrigðum með háttarlag sumra þeirra sem eiga að teljast til fullorðinna manna.

Þó þið séuð síendurtekið að reyna sverta mannorð þeirra sem tala gegn ykkar málstað, þá þýðir það ekki á nokkrun hátt að þið hafið meira rétt fyrir ykkur.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 5.4.2007 kl. 18:32

10 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Það kemur alls ekki á óvart að fjölmargir innflytjendur skuli fagna þeirri umræðu um innflytjendamál sem Frjálslyndi flokkurinn stendur fyrir. Við urðum vör við það strax í fyrra þegar frumvarpið um frjálsa för launafólks frá nýjum löndum EES var til umræðu, að fólk af erlendu bergi brotið hér á landi var ekki hrifið af því að opna ætti fyrir allar gáttir frá þessum löndum Mið og Austur Evrópu.

Það skynjanði stöðuna þannig að ef útlendingum myndi fjölga hér mjög snögglega þá gæti það leitt til aukinnar samkeppni um störf sem bjóðast erlendu fólki. Innflytjendur sem við töluðum við höfðu einnig áhyggjur af því að snögg fjölgun myndi valda spennuástandi í þjóðfélaginu sem aftur myndi koma niður á innflytjendum almennt. Bæði þeim sem væru nýkomnir og líka þeim sem væru búnir að vera lengi. Þannig má segja að frjálst og óhindrað flæði frá 470 milljóna íbúa löndum EES til örríkisins Íslands með sína 300.000 íbúa, væri óhagstætt bæði fyrir innfædda Íslendinga en líka þá aðfluttu.

Svo má líka benda á eitt sem ekki hefur farið hátt en það er að eftir að frjálsa flæðið frá EES tók gildi fyrir tæpu ári, þá hefur verið nær ógjörningur fyrir fólk frá ríkjum utan EES að fá að setjast hér að. Stefna stjórnvalda veldur þessu. Þau opna bara fyrir EES íbúa inn en hinir eru ákveðið fyrir utan. Það er heldur ekki tekið á móti neinum flóttamönnum. Óbeint má segja að það sé stefna ríkisstjórnarinnar nú að nær einungis Evrópubúar innan EES fá að koma til Íslands.

Hvar er allt vinstra rétttrúnaðarsófakommaliðið í VG og Samfylkingu sem nú gapir í allar áttir og eys svívirðingum yfir Frjálslynda, til að mótmæla þessari flokkun ríkisstjórnarflokkanna?

.....þetta er svona ein hliðin á þessum margbrotna tening sem innflytjendamálin eru og við bentum á þetta í umræðum strax í fyrra. Það er: Snögglega aukið og stjórnlaust innstreymi fólks eykur mjög hættuna á því að kjör þeirra innflytjenda sem fyrir eru í landinu versna.

Þó nokkrir innflytjendur eru á framboðslistum Frjálslynda flokksins. Af hverju skyldi það nú vera?

Magnús Þór Hafsteinsson, 5.4.2007 kl. 18:56

11 identicon

Áhugavert að þú skulir hrauna yfir fræðimenn í bloggfærslunni og réttlætir svo skoðanir þínar með því að einn slíkur hafi haldið einhverju fram í dagblaði. Mér finnst algjört lágmark að vera samvkæmur sjálfum sér í þeirri gagnrýni sem maður lætur út úr sér.

Eða er kannski ekki öfgakennt að vilja segja sig úr EES?

Hafsteinn (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 19:41

12 identicon

Áhugavert að þú skulir hrauna yfir fræðimenn í bloggfærslunni og réttlætir svo skoðanir þínar með því að einn slíkur hafi haldið einhverju fram í dagblaði. Mér finnst algjört lágmark að vera samvkæmur sjálfum sér í þeirri gagnrýni sem maður lætur út úr sér.

Eða er kannski ekki öfgakennt að vilja segja sig úr EES?

Hafsteinn (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 19:41

13 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Heyrðu Magnús, þú þarft aðeins að skoða hlutina betur. Frjáls för vinnuafls innan ESB hefur verið hér síðan við samþykktum EES samninginn -- það eru nýju aðildarríkin sem byrjuðu að geta komið hingað nýlega en fram að því gátu íbúar allra aðildarríkja ESB sest hér að, alveg eins og við getum flutt þangað án vandkvæða.

Ég er samt farinn að skilja betur ruglinginn á ykkur fyrst þú blandar þessu öllu saman; Ísland gat, eins og þú ert að vitna til, beitt tímabundnum sérákvæðum gegn íbúum nýrra aðildarlanda ESB í Austur Evrópu en kaus að gera það ekki. Hinsvegar getum við alls ekki sett almennar reglur um að vinnuafl megi ekki flytjast hingað, því það er eitt af fjórfrelsi innri markaðar ESB sem við erum aðilar að gegnum EES.
Ríkistjónin hefur ekkert val: þetta er eitt atvinnusvæði samkvæmt skilgreiningu. 

Ég get hinsvegar alveg tekið undir það með þér að það eru alltof ströng skilyrði fyrir þá sem búa utan ESB og vilja flytja til Íslands.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 5.4.2007 kl. 19:56

14 Smámynd: Jón Magnússon

Dharma. Þetta er fólk sem flutti hingað til landsins og á ætt og uppruna aðllega í Póllandi og gömlu Júgóslavíu.  Ég var ánægður með þau viðbrögð vegna þess að við Frjálslynd viljum  bregðast við svo einfalt mál verði ekki að vandamáli. Svo einfalt er það. Þeir sem vilja kaffæra umfjöllun og aðgerðir bera mikla ábyrgð.

Jón Magnússon, 5.4.2007 kl. 22:52

15 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ekkert að umræðu, en þessar aðgerðir sem þið leggjið til eru ekki mögulegar. Nú bíður maður eftir því að heyra hvaða raunhæfu "aðgerðir" þið viljið grípa til... þrátt fyrir að ég sjái ekki vandamálin sem þiði eruð að reyna að laga.

Ég hef prófað að vera "innflytjandi" sem háskólanemi í Austurríki, Danmörku og Kanada og sú lífsreynsla mín mótar mjög mikið skoðun mína á stefnu ykkar. Þar komst ég að því að Evrópa er upp full af leiðindar fordómum gagnvart útlendingum á meðan manni leið eins og maður væri alltaf velkominn í Kanda. Talsmáti ykkar gagnvart innflytjendum hér er nákvæmlega það sem fór í mig í Evrópulöndunum; Ísland á að vera frjálslyndara land en að sporna gegn fólki sem vill koma hingað og hvað þá búa hérna.

Enginn af "innflytjenda" vinum mínum á Íslandi er hrifinn af stefnunni ykkar.. ég held að þið ættuð að fara varlega í að fullyrða að þið séuð með þann hóp bakvið ykkur, þar sem það þarf ekki annað en skoðanakönnun til að kaffæra ykkur ef þið hafið ekki rétt fyrir ykkur með það.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 6.4.2007 kl. 00:24

16 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Sorrí en það eru engin rök í málinu hvers lenskir þeir menn eru sem eru ykkur sammála. Ekki frekar en þeir séu úr Þingeyjarsýslu eða undan Eyjafjöllum. Þetta eru bara argumentum ad hominem Jón sem ábyggilega hefur verið fjallað um í bókinni sem þú hefur verið að lesa ef hún hefur eitthvað að gera með "informal logic". því glægur á hendur henni er meðal annars téð argumentum. Og mæltu þú manna heilastur Jónas Tryggvi!

Pétur Tyrfingsson, 6.4.2007 kl. 00:29

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sumir vilja endalaust berja hausnum við steininn og hafa örugglega ekki lesið málefnahandbók okkar eða kosningabæklinginn.  Þar er ekki orð að finna um sennan svokallaða rasisma.  Hér eru öfgamenn á ferð, sem reyna að draga góða umræðu niður á plan þeirra sjálfra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2007 kl. 11:34

18 Smámynd: Hjördís Erlingsdóttir

Spurningin er ekki hvað stendur í hvaða bók eða hver kenningin sé. Það er kynning á málum innflytjenda sem gilda í þessari umræðu, umræða sem hefur verið í Evrópu um langt skeið, það sama og verið er að segja hér núna umvandamál sem upp koma hjá innflytjendum vegna skorts á upplýsingum um land og þjóð. Ég hef ss búið erlendis og þá var mikið spurt um innflytjendamál á Íslandi og ég var stolt þá að geta sagt að tekið væri á málum flóttafólks af mikilli visku, tekið væri á móti þeim með alúð þeirra sem bjuggu í viðkomandi bæjarfélagi, þeim stæði til boða að fá innsýn í íslensku og aðstoð við að komast út á vinnumarkað/skóla/námskeið osfrv enda eru þetta innflytjendur dagsins í gær sem eru vel máli farnir og kynna sér stöðu sína hverju sinni.

Stolt mitt gagnvart innflytjendum dagsins í dag er ekkert, finnst illa staðið að því sem að þeim snýr, enda er sjálfstæðisflokkurinn við völd, flokkur atvinnurekenda, sem njóta góðs af lítilmagnanum í þessum málum, enda ekki hrifnir af umræðunni um að ná áttum í þessu máli, hef reyndar líka heyrt í innflytjendum dagsins í dag og útskýrt málefni Frjálslynda flokksins fyrir innflytjendur, þeir hafa bara góðan skilning á þessu og vilja styðja þetta þarfa málefni

Hver af ykkur sem eruð á móti þessu þekkja til innflytjenda sem búa við illar aðstæður og eru með lágmarkslaunataksta eftir 3-4 ár í vinnu hjá sama vinnuveitenda ? Þau sem ég þekki eru vinnuþjarkar og gera það sem þau eru beðin um, en að hækka laun samkvæmt getu og vilja er ekki gert þar sem ég þekki til. 

Hjördís Erlingsdóttir, 6.4.2007 kl. 13:46

19 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Allt má afbaka, svo sem vilja Frjáslyndra að hafa hemil á innflytjendaflæðinu með velferð innflytjenda í huga. Ég er kanski ekki svona frjálslynd eins og Frjálslyndir,. Ég hef á síðastliðnum áratugum ferðast um heiminn vítt og breitt og kinnst mörgum. Ég vil að Ísland verði eingöngu fyrir innfædda Íslendinga og við ráðum hverjir vinni hérna og búi. Punktur.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 6.4.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 495
  • Sl. sólarhring: 528
  • Sl. viku: 5009
  • Frá upphafi: 2426879

Annað

  • Innlit í dag: 459
  • Innlit sl. viku: 4647
  • Gestir í dag: 441
  • IP-tölur í dag: 417

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband