Leita í fréttum mbl.is

Crimes against logic.

Í bók sinni Crimes against logic fjallar Jamie Whyte um ýmis efni m.a. í einum kafla um erfðabreytt matvæli og meginskoðanir vinstri manna. 

Þar segir hann m.a. að margir hafi ákveðnar skoðanir í pólitík ekki vegna þess að þeir haldi endilega að þær eigi rétt á sér heldur vegna þess að þeim líki félagsskapurinn. Hann bendir síðan á að það sé einskonar plastpakka stefna fyrir ungt vinstra fólk. Það sé á móti frjálsu markaðskerfi, berjist fyrir umhverfisvernd, dreifingu fjármuna, femínisma og réttindum dýra. Ég gat ekki að mér gert að brosa út í annað þegar ég las þetta því að þetta virðist eiga við flesta sem nefndir hafa verið til sögunnar í forustu Íslandshreyfingarinnar.

Var einhver að tala um hægri græna?  Kemur þetta hægri e.t.v. í gegn um fyrrum frambjóðendur Vinstri grænna sem ætla nú að leiða framboðslista fyrir Íslandshreyfinguna. Spurning er hvort að nafnið á bók Jamie Whyte smellpassar ekki fyrir Íslandshreyfinguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Blessaður Jón. Áhugaverðar hugmyndir þínar og seint verður þú sakaður um hugleysi. FF er mikill hugmyndahvati í íslenskri pólitík nú um stundir. Ég tek undir teoríuna um plastbakkastefnu sem verður til af því að það er svo gaman að vera í réttum félagsskap!

Talandi um réttan félagsskap þá er kristið þjóðmálaafl að blogga og hér er slóðin www.krist.blog.is en síðan er lokuð fyrir athugasemdum. Þú verður að vita af þessum mönnum. Kveðja 

Guðmundur Pálsson, 6.4.2007 kl. 01:13

2 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Er ekki hægt að segja það sama um ykkur? Nema hvað þið eru gömul og pínu úrelt. 

Að vísa í eina bók er athyglisverð röksemdarfærsla. :)

Marvin Lee Dupree, 6.4.2007 kl. 09:40

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Tjah... Ég myndi nú ekki kasta vinstri grænum múrsteinum úr glerhúsi Marvin. Vinstri Grænir eru gerræðissinnaður pakkaflokkur. Ég fylltist viðbjóði af yfirlýstum vilja VG til þess að skipta sér af persónufrelsinu og því söðlaði ég um...

Þó að þú málaðir dráttarvélarkommúnismann grænan og fjarlægðir hamrinn úr sovétfánanum er kommúnismi samt kommúnismi...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.4.2007 kl. 14:17

4 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég veit ekki hvort innflytjenda umræða Frjálslyndaflokksins á neitt við hugrekki að gera. Mér finnst umræðan vera orð í tíma töluð.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 6.4.2007 kl. 16:05

5 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég ætla nú að leyfa mér að benda á þessa færslu mína á vísisblogginu.

Magnús Þór Hafsteinsson, 6.4.2007 kl. 16:59

6 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Bíddu nú við. Er ég strax orðinn Vinstri Grænn, minn kæri? Þú veist bara ekkert um mínar stjórnmálaskoðanir. Fagur orð duga þó ekki. Hehe, vá lógíkin hérna fer með mann.

Marvin Lee Dupree, 9.4.2007 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 441
  • Sl. sólarhring: 650
  • Sl. viku: 4955
  • Frá upphafi: 2426825

Annað

  • Innlit í dag: 412
  • Innlit sl. viku: 4600
  • Gestir í dag: 401
  • IP-tölur í dag: 377

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband