Leita í fréttum mbl.is

Jesus Christ Superstar

Ég fór til Hveragerðis í gær til að sjá uppfærslu Leikfélags Hveragerðis á rokkóperunni "Jesus Christ Superstar"  Ég hef séð þennan söngleik fjórum sinnum áður tvisvar hérlendis og tvisvar erlendis. Ég hugsaði með mér á leiðinni að það væri fróðlegt að sjá hvort að Leikfélag Hveragerðis við fátæklegar aðstæður og húsnæði gæti skilað þessu verki sómasamlega í höfn fyrir áhorfendur.

Þrátt fyrir fátæklegan umbúnað og erfiðar aðstæður þá var sýningin skemmtileg og leikgleði og einfaldleiki bætti upp það sem á vantaði um ríkmannlegri umbúnað. Allir aðalsöngvarar verksins stóðu sig vel. Einfaldleikinn var líka skemmtileg tilbreyting. Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá hvað við eigum mikið af hæfileikaríku fólki. Mér finnst að það eigi að leggja meiri áherslu á að styðja við einstaklings- og félagsframtakið í leiklist og menningu í landinu. Það skilar meiru  hundruða milljóna sóun á ári í útþennslustefnu ríkissjónvarpsins.

Hvað sem því líður þá er sýning Leikfélags Hveragerðis hin besta skemmtun og Leikfélaginu og leikurum til mikils sóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Þú ert minn Jesus Christ Superstar kæri Jón.  En þú átt ekki heima á Alþingi heldur krossinum.  Megi guð vera með þér og gefa þér styrk.

Björn Heiðdal, 7.4.2007 kl. 12:16

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Já... í guðanna bænum Jón, í ljósi þess að þú sért Jesús hans Björns skaltu varast það að láta hann krossfesta þig.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 7.4.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 303
  • Sl. sólarhring: 766
  • Sl. viku: 4817
  • Frá upphafi: 2426687

Annað

  • Innlit í dag: 281
  • Innlit sl. viku: 4469
  • Gestir í dag: 277
  • IP-tölur í dag: 267

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband