Leita í fréttum mbl.is

Af stjórnarlaunum hins íslenska aðals.

Margir hafa brugðist ókvæða við samþykkt aðalfundar HB Granda um að hækka tjórnarlaun í fyrirtækinu um rúm 33% á sama tíma og launafólki sem vinnur hjá fyrirtækinu er boðið upp á rúmlega 3% hækkun launa. Fyrirtækið hefði ekki getað valið verri tíma til að hækka laun stjórnarmanna jafn myndarlega og raun ber vitni.

Prósentu- eða hundaraðstala er eitt og heildarlaun eru annað. Málið hefur verið til ítrekaðrar umræðu á Alþingi þar sem fordæmingarnar og formælingarnar hafa hrotið af vörum ýmissa helstu stjórnmálaforingja í landinu í garð stjórnarmanna HB Granda og einn af fáum verkalýðsleiðtogum  landsins sem stendur undir nafni Vilhjálmur Birgisson hefur vísað með dramatískum hætti til samlíkinga úr Íslandssögunni. Vissulega má taka undir þann hluta orðræðunnar þar sem vísað er til að þetta sé vondur tími til að hækka stjórnarlaun svo myndarlega. En er Grandi að greiða há stjórnarlaun eftir hækkunina?

Eftir því sem komið hefur fram í fjölmiðlum þá eru stjórnarmenn í Granda að fá um 200 þúsund krónur í stjórnarlaun á mánuði eftir hækkun. Í sjálfu sér myndarleg þóknun og vel í lagt greiðsla fyrir hverja unna vinnustund. Samt sem áður er þetta lág stjórnarlaun fyrir fyrirtæki af sömu stærð og mun lægri en stjórnarlaun í ýsmum opinberum og hálfopinberum fyrirtækjum.

Mér er sagt að stjórnarlaun í Seðlabankanum séu yfir milljón á mánuði auk þess sem dæmi eru um að Seðlabankin greiðsi ferðakostnað stjórnarmanna landa og heimsálfa á milli. Stjórnarlaun í Granda mundu þurfa að hækka um nokkur hundruð prósent til að ná stjórnarlaunum þeirrar ríkisstofnunar. Af hverju tala stjórnmálaleiðtogar ekki um þessa ósvinnu og atlögu gegn launafólki.

Hvað skyldu svo vera stjórnarlaun í Landsvirkjun, Orkustofnun og Landsbanka Íslands allt fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins. Skyldu stjórnarlaun í HB Granda vera hærri eða lægri en stjórnarlaunin sem stjórnmálaleiðtogarnir í öllum flokkum hafa samið um að skuli greiða til hins íslenska aðals sem skipaður er í stjórnarsæti þessara stofnana af þingflokkunum.

Eða eins og kerlingin sagði þeir sletta skyrinu sem eiga það og kasta líka steinum úr glerhúsi. 

Hvernig er hægt að ætlast til þess að óbreytt alþýðufólk sætti sig við að fá þriðjung launa stjórnarfólks í ríkisfyrirtækinu Seðlabanka Íslands fyrir dagvinnu í heilan mánuð. Hvað skyldi munurinn á tímakaupinu vera í því tilviki í prósentum talið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Fallega sagt og ótrúlegt úr munni Sjálfstæðismanns, þaðan sem svona orð eiga ekki í þeirra tilfelli (og SA) að koma.

Frábært, Jón - Þú sérð þó ljósið.

Már Elíson, 16.4.2015 kl. 18:08

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Rétt hjá þér klri Jón.

Það heyrist lítt af ræðustólsferðum Sigríðar Ingibjargar næstumþvíformanns einsmálslandssölufylkingarinnar til lýsa stjórnarlaunum sínum um árabil í Seðlabankanum. Skyldi hún vera hneyksluð á þeim launum sem hún þáði - eða aðrir vinir hennar á vinstri væng stjórnmálanna ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.4.2015 kl. 19:00

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka góðan pistil.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.4.2015 kl. 19:29

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Már en af hverju er það svona ótrúlegt úr munni Sjálfstæðismanns. Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma undir kjörorðinu "Gjör rétt. Þol ei órétt."

Jón Magnússon, 16.4.2015 kl. 22:59

5 Smámynd: Jón Magnússon

Já athyglisvert Prédikari að hún skuli ekki tjá sig um stjórnarlaun í Granda og bera þau saman við sína eigin reynslu.

Jón Magnússon, 16.4.2015 kl. 23:00

6 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Heimir.

Jón Magnússon, 16.4.2015 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.2.): 8
  • Sl. sólarhring: 239
  • Sl. viku: 1593
  • Frá upphafi: 2489238

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1433
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband