Leita í fréttum mbl.is

Á að banna plastpoka?

Íslendingar eru í fremstu röð þjóða sem þykir vænt um plastpoka og notar þá gjörsamlega úr öllu hófi. Þessi mikla notkun plastpoka er umhverfisfjandsamleg. Það er því löngu tímabært að berjast gegn þessari miklu notkun.  Við sem erum í alvöru græn verðum að huga að því í okkar daqlega lífi hvernig við getum hvert og eitt reynt að draga úr mengun en stuðla þess í stað að vistvænni heimi. Plastpokarnir skipta þar máli. Hvað viljum við gera í því.

Burðarpokarnir sem boðið er upp á í verslunum eru mjög mengandi en kaupmenn halda þeim að neytendum vegna þess að þeir fá álitlega fjárhæð í sinn vasa af sölu hvers plastpoka og svo leggja þeir í sameiginlegan sjóð sem "pokasjóð" sem þeir úthluta úr árlega. Allir kaupmenn selja plastpokann á sama verði og Samkeppnisstofnun fellst ekki á að þetta sé samráð samt sem áður.

Nú er spurning hvort að ríkisvaldið, stjórnmálamenn vilja móta ákveðna stefnu í þessu máli sem og öðrum sem varða okkar nánasta umhverfi og er til þess fallið að draga úr mengun. Í sumum tilvikum hefur sú leið verið farin að banna plastpoka. Ég er ekki hrifin af þeirri leið. Notkun plastpoka getur átt rétt á sér. Hins vegar kemur til álita að skattleggja notkunina í því skyni að leggja skattféð sem þannig fæst til að vinna gegn skaðsemi af notkun plastefna og hins vegar til að draga úr notkuninni. Einnig  verður að gera þá kröfu til kaupmanna að þeir bjóði upp á plastpoka sem hafa ekki eins mengandi áhrif eins og þeir sem nú eru í boði.

Höfuðatriðið er að minnka notkun plastpoka og gefa netyendum sem vilja nota plastpoka kost á að nota framleiðslu sem er vistvænni en sú sem kaupmenn bjóða nú upp á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég er sammála þér Jón, við verðum að taka upp annars konar "tuðrur" fyrir neysluvörur okkar. Þær þurfa þá að vera aðgegnilegar, eins og til dæmis léreftspokar eru ekki óalgegnir í nágrannalöndum okkar. Þar sem að þjóðin sveiflast mikið með tískunni þurfa þær "tuðrur" að komast í tísku.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 9.4.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Er ekki hægt að búa til "plastpoka" úr einhverju einnota efni? -eða efni sem má endurnýt - nota í matinn eða hakka niður og nota sem áburð í garðinn, eða leysa upp í vatni og skola niður í vaskinn sem fiskafóður?

Kjartan Eggertsson, 9.4.2007 kl. 13:10

3 identicon

Það er hægt að framleiða poka úr kartöflusterkju, þeir eyðast þá upp á 6 mánuðum. Gallinn við það að það þarf að auka mikið framleiðslu á kartöflum og undir það fer mikið af landi oft mjög dýru. Bréfpokar hafa eru í umferð og þá úr endurunnum pappír,en það er mjög orkufrekt að framleiða þá. 

Plastpokar er ekki svo slæmir , þar sem litla orku þarf til framleiðslu, eru framleiddir úr endurunnu plasti, það sem þarf að gera að að nýta þá betur, þ.e.a.s nota þá oftar.

Það eru til hentugri pokar en notaðir eru hér. Eru þynnri og sterkari, notaðir allsstaðar í heiminum nema hér. það er eitthvað tregðuvandamál hjá kaupmönnum að nota þá, kannski af því þeir fá þá minna af hverjum poka í sinn vasa? 

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 16:03

4 identicon

Hvað með einnotableyjurnar?.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 388
  • Sl. sólarhring: 876
  • Sl. viku: 3669
  • Frá upphafi: 2448636

Annað

  • Innlit í dag: 370
  • Innlit sl. viku: 3422
  • Gestir í dag: 365
  • IP-tölur í dag: 353

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband