Leita í fréttum mbl.is

Hver talar illa um trúarbrögð?

Það hefur komið fram í nokkrum tilvikum hjá þeim sem sett hafa fram athugsemdir við bloggfærslur mínar að mér farist ekki þetta eða hitt þar sem að ég tali illa um önnur trúarbrögð t.d. Íslam. Þetta er alrangt. Ég hef aldrei talað illa um Íslam. Ég hef sagt að ég vilji ekki fá hingað öfgafulla Múslima sem ég hef kallað "Syni Allah" sbr. tilvísun í Ítölsku blaðakonuna Oriana Fallaci og ég hef notað hugtakið "Bræðralag Múhammeðs" með vísan til samtaka sem voru á sínum tíma stofnuð í Egyptalandi og hafa beitt sér fyrir hryðjuverkum m.a. morðinu á Anwar Sadat fyrrum Egyptalandsforseta og morðárásum á vestræna ferðamenn í Egyptalandi ásamt mörgu öðru. Þegar ég segist ekki vilja fá þessa öfgamenn til landsins þá er ekki verið að tala niður til Íslam. Slíkt er jafn fjarstæðukennt og halda því fram að með því að tala illa um nasista sé verið að tala illa um Þýsku þjóðina.

Þvert á móti tala ég af virðingu um öll trúarbrögð og virði trúarskoðanir annarra. Þegar vinstri ímyndarafræðingarnir fara á stað þá getur hins vegar verið erfitt að koma því rétta og skynseminni til skila því þeirra sannleikur er þeirra óháð því hvort hann er eins og þeir segja eða eitthvað allt annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já maður hefur nú séð undanfarna mánuði hverjir eru "rasistarnir" í þessu landi.  Þeir eru ansi kræfir að reita æruna af fólki sem er að benda á hluti sem virkilega þarf að taka á og ræða fordómalaust. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2007 kl. 11:07

2 identicon

Hvað með "kristna vesturevrópubúa" sem þú talaðir um að væru allt annað mál? Eru þeir allir sem einn saklausir af glæpum, eða eru þeir það frekar heldur en múslimar?

Það er líkt og með berklana og dópið -ég vil ekki fá slíkt til landsins frekar en hryðjuverk. En að setja það í samhengi við það sem þið kallið "flæði" innflytjenda er ekkert annað en hræðsluáróður og það væri gaman að sjá þig reyna að neita því.

Að auki vil ég árétta að þó ég hneigist til vinstri er ég ekki ímyndarfræðingur heldur almennur kjósandi í landinu með skoðanir. Og ég má til með að taka upp hanskann fyrir hófsama hægrimenn. Ég þekki fjölmarga úr þeirra röðum sem fordæma málflutning þinn og annarra í þínum flokki í garð innflytjenda, trúarhópa og þjóða í Austur-Evrópu. Það er ansi hart af þér ef þú heldur því fram að það séu einungis vinstrimenn sem hafi eitthvað við hann að athuga.

hee (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 11:32

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Eftir að ég fór að fylgast með hér heima Íslandi eftir nokkura ára fjarveru og þá sérstaklega með FF þá undrast ég snilli manna að snúa út úr og rangtúlka og jafnvel þykast lesa eitthvað milli línanna(eins og sumir kalla það)allt sem frá FF kemur.Það má ekki orða það að taka vel á móti fólki öðruvísi en út úr því væri snúið.Ég vil að öllum líði vel sem búa löglega á Íslandi,hvort það er til tímabundinnar vinnu eða til langframa.En ég vil ekki sjá svipað ástand og ég sá í Svíþjóð þar sem þetta er fyrir löngu komið úr böndunum.Með fleiri hundruð manns sem fer það huldu af því að það er búið að vísa því(einhverrahluta vegna)úr landi.Og ég vil ekki þann tvískinnung sem er þar í Þessum málum .Þar sem sagt er út um vinstra munnvikið er annað en sagt er út úr því hægra.Lifðu heill og gleðilega rest

Ólafur Ragnarsson, 9.4.2007 kl. 11:35

4 Smámynd: Jón Magnússon

Takk Rilo.

Hildur Edda "kristnir vesturlandabúar" talaði ég ekki um sem allt annað mál. En þetta er dæmi um útúrsnúninga. Ég benti á til að undirstrika að spurningin væri um fjölda innflytjenda hverju sinni en snérist ekki um trúarbrögð eða kynþátt að mér væri sérlega hlýtt til t.d. dana, norðmanna og Svía en ég vildi samt sem áður ekki fá hingað tugi þúsunda frá þessum löndum.  Út úr þessu er reynt að snúa og fólk má svo sem leika sér að því. En mergurinn málsins Hildur er að við erum aðeins 300 þúsund og við sem nú gerum kröfu um að Ísland stjórni landamærum sínum gerum það af því að við viljum búa við traust velferðarkerfi og geta búið öllum sem hér eru líka þeim sem komið hafa hingað upp á síðkastið velferð og mannréttindi. Skylda okkar er við fólkið í landinu ekki þá sem ef til vill koma hingað síðar. Þetta er mergurinn málsins. Varðandi berklana þá hef ég ekki rætt þá sérstaklega en tek undir það af því að fólk í heilbrigðisþjónustunni hefur sagt mér að það skipti máli að fá upplýsingar um þá sem hingað koma til að geta brugðist við. Við erum í fullum rétti bæði til að fá upplýsingar um heilsufar og brotaferil þeirra sem vilja koma hingað. Af hverju ættum við ekki að fá þær upplýsingar. Er það betra eða verra fyrir yfirvöld að fá þessar upplýsingar eða fá þær ekki. Er það betra eða verra fyrir þann fjölda sem koma hingað til lands að þessar upplýsingar séu gefnar eða ekki. Í báðum tilvikum þá er betra fyrir yfirvöld og þá sem hingað koma að þessar upplýsingar séu gefnar.

Jón Magnússon, 9.4.2007 kl. 11:59

5 identicon

Þú talar eins og markmið innflytjenda sem hingað koma sé að vera ómagar á þeim sem fyrir eru og séu byrði á okkur. Staðreyndin er hins vegar sú að atvinnuþátttaka er með eindæmum mikil hjá innflytjendum hér á landi og þeir borga skatta eins og við hin. Þótt við séum 300.000 talsins þýðir fleira fólk ekki bara fleiri munnar að metta heldur líka fleiri hendur að framleiða. Ég verð annars að segja, að fyrst þú talaðir um syni Allah í merkingunni öfgasinnaða múslima, þá væri kannski ekki úr vegi að þú nefndir fleiri öfgasamtök hverra meðlimi þú vilt ekki hafa nálægt þér frekar en aðrir. Það má nefna Ku Klux Klan, ég geri ráð fyrir því að þú myndir ekki vilja fá meðlimi þeirra til landsins, er það? En þótt maður sé ekki hrifinn af slíkum öfgasamtökum þýðir það ekki að maður þurfi að berjast gegn fjölgun innflytjenda til landsins.

Það er eins með hryðjuverkin, berklana, dópið og almennt ofbeldi. Það vill enginn verða fyrir slíku, en það er ekki þar með sagt að það sé sjálfssagt mál að halda því fram að þeir sem vilji frjálslyndi í garð innflytjenda séu ekki mótfallnir öllu ofangreindu.  Hvað næst? Fer einhver í Frjálslynda flokknum að jesúsa sig yfir því að hafa verið á ferðalagi erlendis og séð innflytjendur frá Tyrklandi, Grikklandi og fleiri löndum selja kebab?

Varðandi berklana, er það þá þannig að ykkur er sama hversu margir koma til landsins svo lengi sem hægt er að grípa til viðeigandi meðferðar ef þeir eru með berkla? Þannig að þetta hefur ekkert með réttlætingar á því stefnumáli ykkar, að takmarka innflutning fólks frá Evrópusambandslöndunum, að gera? Ég hef hingað til upplifað þetta sem ómálefnalegan hræðsluáróður, alveg eins og málflutningur þinn og fleiri varðandi öfgasinnaða múslima, ofbeldisverk innflytjenda og lygi Valdimars Leós á þingi um meinta hryðjuverkamenn á Keflavíkurflugvelli.

hee (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 56
  • Sl. sólarhring: 962
  • Sl. viku: 3337
  • Frá upphafi: 2448304

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 3107
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband