Leita í fréttum mbl.is

Heimsmethafinn í skattahækkunum lofar skattalækkun

Sjálfstæðisflokkurinn á heimsmetið í skattahækkunum á tímabilinu 1995-2004 miðað við verga landsframleiðslu. Sem dæmi má nefna að aukin skattbyrði á Íslandi á tímabilinu var 9.8% á meðan hún var 3.8% í Noregi og 3.3.% á Spáni. 

Skattleysismörk hafa ekki fylgt breytingum þá hefur kaupmáttaraukning orðið óveruleg í lægri tekjuhópum og misskipting aukist í þjóðfélaginu. Ekki kemur fram í fréttinni að Sjálfstæðismenn hyggi lagfæra þetta.

Við Frjálslynd krefjumst þess að velferðarhallinn sem orðið hefur í tíð ríkisstjórnarinnar verði lagfærður og þeir tekjulægstu og bótaþegar fái lagfæringar til sín en ekki bara þeir sem best hafa kjörin eins og raunin hefur orðið í tíð ríkisstjórnarinnar. Við viljum hækka skattleysismörk í allt að 150 þúsund krónur og leyfa frítekjumark fyrir alla bótaþega. Okkar leið í skattamálum er leið velferðar hinna mörgu. Leið Sjálfstæðisflokksins er sérstök skattalækkun fyrir hina fáu útvöldu.

Það verður að breyta því í næstu kosningum og rétta af velferðarhallann. Tekjulágum, öldruðum og öryrkjum til hagsbóta.

Annars er það spurning hvernig eyðsluflokkur eins og Sjáflstæðisflokkurinn ætlar sér að draga saman ríkisútgjöldin til að mæta skattalækkunum? Vill einhver svara því hvað ríkisútgjöldin hafa aukist mikið í stjóranrtíð Sjálfstæðisflokksins? Var einhver að tala um báknið burt? Það á alla vega ekki við um efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur stefnir að frekari skattalækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta hefur greinilega komið við kaunin Dharma að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn er hástökkvari í skattahækkunum en lofar á kosningarári bót og betrun.  Ekki í fyrsta skipti. Varðandi skilning á EES samningnum þá er allt í lagi með þann skilning. Eða trúir þú Samfylkingarbullinu?

Jón Magnússon, 9.4.2007 kl. 16:19

2 identicon

Hvar viltu vera Jón?

Með þeim sem halda þér á floti fjárhagslega eða okkur sem viljum lækka skatta og setja frjálslynda hugsun skör hærra en Samfylkingarfólk?

Þú neyddist út í þetta samflot með Frjálslyndum vegna þess að þú fékkst ekki brautargegni í Sjálfstæðisflokknum.

Jakob Frímann neyddist út í samflot með íslandshreyfingunni vegna þess að hann fékk ekki brautargegni í Samfylkingunni. Báðir eruð þið ótrúverðugir málsvara almennings því þið hafið  lifibrauð ykkar af auðvaldinu sem hér stundar hringamyndun af verstu gerð. Um þá hringamyndun og valdaíhlutun ræðið þið ekki, því þið getið það ekki. Hvaða stjórnmálamenn eru það?

Á virkilega að taka marka á ykkur þegar þið talið um skattamál? Skattamál auðmanna bera ekki á ykkar góma í það minnsta!

Nei Jón, haltu þig við að verja Baugsmiðlana, það fer þér betur en stjórnmálin.

kær kveðja

jónína 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 17:25

3 Smámynd: Jón Magnússon

Jónína þú ættir að kynna þér málin betur áður en þú setur fram fullyrðingar. Ég neyddist ekki út í samflot með Frjálslyndum. Þá fékk ég brautargengi innan Sjálfstæðisflokksins meira en ýmsir aðrir. Var m.a. formaður Heimdallar, SUS, varaþingmaður og sat um árabil í miðstjórn flokksins auk ýmissa annarra trúnaðarstarfa. Ég fór úr flokknum Jónína þegar þeir innvígðu og innmúruðu tóku við stjórn hans.

Sjálfstæðiskona eins og þú Jónína getur reynt að fara með umræðuna út um holt og móa til að komast hjá því að ræða staðreyndirnar varðandi skattahækkanir Sjálfstæðisflokksins. Fyrst þú minnist á Baug þá veltu því fyrir þér hvort að aðgerðir Sjálfstæðisflokksins í skattamálum hafi gert meira fyrir Jón Ásgeir vin þinn eða kassadömuna í Bónus.

Jón Magnússon, 9.4.2007 kl. 17:52

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Enn sannast það sem ég hef bent á áður að það þýðir ekkert að ræða skattamál við ofsatrúarmenn úr Sjálfstæðisflokknum.

Þórir Kjartansson, 9.4.2007 kl. 18:35

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Dharma, þú geislar af einhverjum óskilgreinanlegum pólitískum sjarma. En þetta hlýtur nú að vera frekar vond mynd af þér. Vel á minnst: Hver er hann þessi "forveri og hverjir forverar" sem þú minnist á?

Þetta fyrirlitlega úlendingahatur er misskilningur en það er ekki þér að kenna. Það hefur einhver skrökvað þessu að þér. Þú verður að þroskast og átta þig á að það er fullt af fólki sem leikur sér að því að láta einfeldninga hlaupa með fréttir sem það hefur skrökvað upp.

Árni Gunnarsson, 9.4.2007 kl. 20:04

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Frjálslynd krefjumst þess að velferðarhallinn sem orðið hefur í tíð ríkisstjórnarinnar verði lagfærður og þeir tekjulægstu og bótaþegar fái lagfæringar til sín en ekki bara þeir sem best hafa kjörin eins og raunin hefur orðið í tíð ríkisstjórnarinnar. Við viljum hækka skattleysismörk í allt að 150 þúsund krónur og leyfa frítekjumark fyrir alla bótaþega. Okkar leið í skattamálum er leið velferðar hinna mörgu. Leið Sjálfstæðisflokksins er sérstök skattalækkun fyrir hina fáu útvöldu.

Góði Jón, segðu okkur hvað þetta kostar í krónum og hvar þú ætlar að fá aurana. Hjá mér og öðrum elligullfuglum þessa lands ? Nú ætlum við sjálfstæðismenn að senda þeim sem svikust um að borga í lífeyrissjóðina á sínum tíma, þeir skiptu þúsundum, og stungu því í vasann,  og fá því engar greiðslur úr lífeyrissjóðum, þessu fólki ætlum við að senda 25.000 kall úr ríkissjóði.

Bíð eftir tölum frá þér.          

Halldór Jónsson, 15.4.2007 kl. 23:23

7 Smámynd: Halldór Jónsson

ég vil verða bloggvinur þinn, hvað geri ég ?

Halldór Jónsson, 15.4.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 458
  • Sl. sólarhring: 535
  • Sl. viku: 5397
  • Frá upphafi: 2426031

Annað

  • Innlit í dag: 427
  • Innlit sl. viku: 4981
  • Gestir í dag: 417
  • IP-tölur í dag: 398

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband