Leita í fréttum mbl.is

Undarlegra en skáldsaga

Bók Eggerts Skúlasonar "Andersen skjölin", er á köflum eins og æsispennandi reyfari. Lykilmenn hittast á bílastæði Árbæjarkirkju í skjóli nætur og stjórnarformaður FME biður leigubifreiðastjóra að vera vitni þegar hann afhendir mikilvægt bréf um miðja nótt.

Rakið er hvernig veist var að einstaklingum með algerri valdníðslu og einstaklingar sviptir lífsviðurværi og virðingu samfélagsins að ástæðulausu. 

Þáttur fjölmiðlana er líka eftirtektarverð einkum fjölmiðilsins sem höfundur er nú ritstjóri hjá. Fjölmiðlamenn og  álitsgjafar bregðast og samsama sig ógnarherferð og hatri, fólk eins og t.d. Egill Helgason og Ingi Freyr Vilhjálmsson.

Háskólamenn bregðast og taka þátt í þessum sama hatursleik og samkvæmt bókinn þá skora þeir hæst í því efni prófessor Þorvaldur Gylfason og Vilhjálmur Bjarnason nú alþingismaður.

Á sama tíma er athyglsvert að lesa umfjöllun um fjölmiðlamann sem stendur upp úr í þessum hremmingum en það er Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastljóss. Í bókinni er aðkoma hans að því að leiða ákveðinn sannleika í ljós rakin og á Sigmar og fréttastofa RÚV heiður skilið fyrir að hafa hvergi hvikað í að bera sannleikanum vitni hvað þetta varðar.

Þó mörgum bregði vafalaust við margar þær opinberanir sem fram koma í bókinni þá þarf fólk að lesa bók eins og þessa til að átta sig vel á því hve eisntaklingurinn má sín lítils og hvað það eru í raun fáir sem eru tilbúnir til að leggja einhverja lykkju á leið sína í andrúmslofti glæpavæðingar til að gæta mannréttinda samborgara sinna. En á sama tíma margir sem vilja leiða saklaust fólk á höggstokkinn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hér fóru fram nornaveiðar af verstu gerð og þar sem engar sannanir lágu fyrir voru þær bara spunnar upp. Þessi bók er nú a náttborðinu þar sem bók Björns Jóns var fyrir helgi. Þær ásamt Icesave bók Sigurðar Más verða uppflettirit næstu ára.

Ragnhildur Kolka, 29.4.2015 kl. 19:28

2 Smámynd: Jón Magnússon

Báðar bækurnar Ragnhildur eru gott innlegg í samtímasöguna. Í báðum tilvikum er bent á hræðileg mistök og óafsakanlegar aðfarir gagnvart einstaklingum sem höfðu ekkert til saka unnið.

Jón Magnússon, 29.4.2015 kl. 22:16

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég tek undir hvert orð hjá þér kæri Jón.

Það var fyrirlitlegt óþverra- og löðurmannslegt neðanbeltishögg hvernig farið var að því að „taka niður“ alsaklausan mann sem hafði ekkert sér til saka unnið, annað en kannski vera af röngu ætterni og stjórnmálaskoðunum sem ekki hentaði valdhöfum, en hafði unnið vinnuna sína með lofsverðum hætti á skelfilegum tímum alþjóðlegs bankahruns sem og í aðdraganda þess.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.4.2015 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 272
  • Sl. sólarhring: 767
  • Sl. viku: 4093
  • Frá upphafi: 2427893

Annað

  • Innlit í dag: 253
  • Innlit sl. viku: 3789
  • Gestir í dag: 248
  • IP-tölur í dag: 237

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband