Leita í fréttum mbl.is

Græna snaran

Sá eða þeir sem hentu grænni snöru inn í garðinn minn í dag geta sótt hana að skrifstofu Frjálslynda flokksins að Skeifunni 7 á morgun eftir kl. 8 í fyrramálið. Það er engin notkun á svona grip á þessu heimili.

Ég reikna að vísu ekki með að sendingin hafi verið af hugulsemi en hvað sem því líður þá getur eigandinn eða eigendurnir vitjað þessarar eignar sinnar eins og áður sagði á skrifstofu Frjálslynda flokksins að Skeifunni 7 í fyrramálið eftir kl. 8.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Græn snara? 

Hvað á það að tákna?

Umhverfisvænt  hatur á málflutningi FF?

Þetta er ekkert nema morðhótun. Sýnir málefnalegan málflutning andstæðinga flokksins.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.4.2007 kl. 19:42

2 identicon

Af hverju heldur fólk að í þessu hafi falist eitthvað slæmt gagnvart Jóni? 

Getur ekki verið að viðkomandi hafi haldið að Jóni veitti ekki af snörunni í baráttunni? Til að snara strauminn?

Segir allt sem segja þarf um stuðningsmennina?

Spurning hvert sé vandamálið, þið snillingarnir eða milljónirnar sem hingað streyma, með sín eigin tungumál og ég veit ekki hvað .. jedúddamía. 

Kári G. Bjarnason (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég verð að segja að ég hefði ekki húmor fyrir þessu. Þessu er ætlað að hrella Jón hvort sem það er gert í gríni eða ekki. Smekklaus verknaður á alla lund.

Held ég samt að Jón yrði frekar hissa ef beiðni hans um vitjun yrði sinnt! 

Haukur Nikulásson, 10.4.2007 kl. 01:18

4 Smámynd: Jónbjörg Þórsdóttir

Afskaplega óþroskað, þeir aðilar sem hafa þetta fólk til að vinna fyrir sig er ekki öfundsvert frekar lítilslækkandi fyrir þeirra h0nd.

En hann Jón er ýmsu vanur og er maður til að taka svona húmor

Jónbjörg Þórsdóttir, 10.4.2007 kl. 01:37

5 identicon

 

Ljótt mál og sýnir við hverju má búast af hálfu öfgafullra græningja, sem ég geri ráð fyrir að beri ábyrgð á þessu.

Annars rakst ég á áhugaverð "comment" við eina færslu hér, e. Sigurð J. sem græningjum hugnast eflaust ekki. 

Bjarni M. (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 03:56

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er ónotarlegt og ég tel að þeir stjórnmálamenn sem hafa verið snúa út úr og persónugera mjög þarfa og málefnalega stjórnmálaumræðu um viðkvæm málefni útlendinga ættu nú að hugsa sinn gang s.s. Svanfríður Jónasdóttir ofl.

Sigurjón Þórðarson, 10.4.2007 kl. 10:59

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ótrúlegt að sjá hvernig hægt er að afbaka og snúa út úr umræðu sem á fullan rétt á sér.  Þetta snörudæmi er andstyggilegt og sýnir bara hvernig fólk getur brugðist við þegar það skortir málstaðinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2007 kl. 11:44

8 identicon

Er engum sem dettur í hug að hér hefðu getað verið krakkar að leik, sem hefðu einfaldlega tapað snörunni í ókunnugum garði, ekki vitað hver býr þar eða búist við neinum eftirmálum ?

Þegar ég var barn þá var maður ekkert ófeiminn að fara með hlutverka og ævintýaraleikina sína og leynifélagafundina sína inn í annarra manna garða án þess að gera mér neina grein fyrir hvers konar fólk þar bjó.

Guðný (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 12:04

9 identicon

Ég hef nú aldrei séð neinum krökkum bregða fyrir sem leika sér með snörur - sem betur fer.  

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 12:19

10 Smámynd: Hjördís Erlingsdóttir

Vonandi bara leikur barna eins og Óskráð Guðný bendir á, en frekar langsótt samt.

Til að snara með ( hemja) já kannski. ( ss til að Jón geti snarað málefnin )

Hótun ?  Nei varla, eða hvað

Allavega finnst mér að viðkomandi aðili ætti að hafa dug í sér til að koma fram með skýringu, ef ekki vill betur þá undir dulnefni eins og flestir þeir sem eru með óvönduð skilaboð á blogginu. 

Hjördís Erlingsdóttir, 10.4.2007 kl. 12:22

11 Smámynd: Jón Magnússon

Mér datt það í hug að það gætu verið börn að leik og vil trúa því þó það sé ólíklegt. Hefði mér fundist ástæða til að taka þetta sem alvarlega hótun þá hefði ég kært málið til lögreglunnar.  Hafi þetta ekki verið börn sem ég  þó vona  þá lít ég  á að þessi gjörð sé sú að koma skilaboðum á framfæri. Slíkt er slæmt.

Jón Magnússon, 10.4.2007 kl. 15:04

12 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Þetta eru ógeðfelld skilaboð  sem ber að fordæma. Ég vona að menn séu ekki farnir að höggva mann og annann þó þeim líki ekki við málfluttninginn þinn, sé er í besta falli ógeðfeldur.

Hlynur Jón Michelsen, 11.4.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 651
  • Sl. sólarhring: 686
  • Sl. viku: 5590
  • Frá upphafi: 2426224

Annað

  • Innlit í dag: 603
  • Innlit sl. viku: 5157
  • Gestir í dag: 569
  • IP-tölur í dag: 540

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband