Leita í fréttum mbl.is

Milljón krónur á fjölskyldu

Kristinn H. Gunnarsson gerir grein fyrir athygliverđum stađreyndum í grein sinni í Fréttablađinu í dag, "Milljón krónur á fjölskyldu". Í greininni segir Kristinn frá rannsóknum Ţóru Helgadóttur hagfrćđings í greiningardeild Kaupţings en ţar kemur m.a. fram ađ erlent vinnuafl sé hér ađ ţiggja lćgri laun en innlent. Kristinn bendir á ađ ţessi ţróun geti ekki leitt til annars en stéttskipts ţjóđfélags ţar sem útlendingar hafi lćgri tekjur. Síđan bendir Kristinn á ađ hin hliđin á peningnum sé sú ađ verđbólgan hafi orđiđ 7% í stađ 2.5% sem ađ hafi veriđ stefnt. Ađgangur ađ erlendu vinnuafli eftir ţörfum hafi gert ţađ verkum ađ stjórnvöld og einkaađilar gátu framkvćmt jafnt tímabćrar sem ótímabćrar framkvćmdir. Kristinn bendir síđan á ađ samkvćmt útreikningum Ţóru Helgadóttur hefđi ávinningur međalheimilis af minni ţenslu og ađeins 2.5% verđbólgu ţví líklega numiđ um 1. milljón króna. Almenningur greiđir kostnađinn af ţenslunni segir Kristinn en ţví gleymdi Fréttablađiđ og Kaupţing ađ segja frá.

Kostnađaraukinn sem Kristinn talar um er ađallega vegna verđtryggingar lána sem leitt hefur af sér óţolandi ójöfnuđ í ţjóđfélaginu og dýrustu lána í heimi. Til ţess ađ standa undir kostnađi upp á eina milljón ţurfa heimilin í landinu ađ hafa viđbótar atvinnutekjur um 2 milljónir ţegar skattar og launatengd gjöld eru reiknuđ inn í.

Ţessar stađreyndir sýna hvađ ţađ er dýrt fyrir fólkiđ í landinu ađ efnahagsstjórnin sé jafn skipulags- og ađhaldslaus og raun ber vitni. Ríkisvaldiđ og stofnanir sem undir ţađ heyra hafa ekki ađ neinu leyti tekiđ tilliti til ástandsins á markađnum. Óábyrgri efnahagsstjórn er ţví fyrst og fremst um ađ kenna ađ almenningur í landinu situr uppi međ aukinn kostnađ og útgjöld. Ţessu verđur ađ breyta.

Viđ Frjálslynd beitum okkur fyrir ţví ađ vísitölubinding lána verđi afnumin.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben

Afnám verđtryggingar á húsnćđislánum er sennilega ein mesta kjarabót sem íslenskir hús"eigendur" geta fengiđ, í ţessari fćrslu er lítiđ dćmi. 

Ţađ er ljóst ađ verđtrygging lána er eitt mesta arđrán sögunar, hvergi annarstađar í hinum vestrćna heimi ţekkist ţetta fyrirbćri, amerískur hagfrćđingur sem var hér á landi fyrir nokkrum misserum var spurđur út í verđtryggingu lána....

.....og svariđ lét ekki á sér standa, "ţađ notar engin verđtryggingu á lán"  ţegar honum var svo tjáđ ađ svoleiđis vćri ţetta á Íslandi, ţá trúđi hann ekki viđmćlendum sínum.....! 

kv. af skaga.

Ps.

Einar Ben, 10.4.2007 kl. 12:18

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Ţađ er ekki nóg međ ađ lausnir ykkar á vandamálunum eru rangar, heldur misskilur frjálslyndi flokkurinn líka vandamálin. Ţađ er ríkinu ađ kenna ađ ţađ var of mikil ţensla vegna samkeppni viđ einkaađila á lánamarkađi og mikilli virkjanastarfsemi á ţenslutímabili. Ríkiđ flutti megniđ af ţví erlendu vinnuafli inn sem hefur komiđ hingađ síđastliđiđ ár, og hefđi ţetta erlenda vinnuafl ekki komiđ ţá hefđi samkeppni um vinnuafl hér á landi orđiđ svo rosalegt ađ verđbolgan hefđi hlaupiđ upp í ţriggja stafa tölur. Ţađ er engin tenging milli innflytjenda og hćkkunar verđbólgu á íslandi -- önnur er röng hagfrćđi frjálslyndra! Í raun heldur innflutt vinnuafl verđbólgunni niđiri hér á landi.

Vertryggingin smyr bara verđbólgunni yfir 5-40 ára tímabil, en verđbólgan hefđi veriđ enn hćrri ef ţađ vćri ekki verđtrygging. Ţađ er ekki viđ verđtrygginguna sjálfa ađ sakast, ţví hún er ekki vond í eđli sínu. Ţađ eru stjórnvöld sem kunna ekki ađ fara međ efnahagsmál sem búa til illkynja hagvöxt međ ţenslu fjármagnađa á lánsfé; og nú fer ađ koma ađ skuldardögum.

Áhugasamir geta lesiđ sér til um vertryggingu hér, hér, og hér. Vandamáliđ er efnahagsstjórnunin, en ekki verđtrygging.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 10.4.2007 kl. 14:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 345
  • Sl. sólarhring: 864
  • Sl. viku: 3626
  • Frá upphafi: 2448593

Annađ

  • Innlit í dag: 330
  • Innlit sl. viku: 3382
  • Gestir í dag: 326
  • IP-tölur í dag: 320

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband