Leita í fréttum mbl.is

Er Sjálfstæðisflokkurinn samstarfshæfur?

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins er á móti Frjálslynda flokknum og þeirri stjórnmálastefnu sem flokkurinn stendur fyrir. Í leiðara blaðsins í dag reynir leiðarahöfundur gegn betri vituna að láta líta svo út sem formaður flokksins sé á móti stefnu flokksins í innflytjendamálum. Í öður lagi þá heldur leiðarahöfundur því fram að það muni enginn vilja vinna með Frjálslynda flokknum vegna þeirra áherslna sem flokkurinn hefur sett fram um að viðhalda velferðarþjóðfélagi og gæta hagsmuna allra sem hingað eru komnir en taka stjórn á landamærunum þannig að við hvorki týnumst í þjóðahafinu né verðum ekki fær um að halda uppi því velferðarkerfi og velmegun sem hér er. Um þetta snýst málið og annað ekki. Reynt að snúa út úr og afflytja umræðuna í stað þess að taka á kjarna málsins. Við erum 300 þúsund. Lítið sandkorn í þjóðahafinu. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa iðulega og á ýmsum tímum talað um þetta og lagt áherslu á að við hefðum stjórn á hverjir koma til landsins. Innflytjendalöggjöfin sem Björn Bjarnason á heiður af ber þessara sjónarmiða glöggt merki.

Greinarhöfundur sem skrifað hefur greinar í Morgunblaðið í áratugi segir mér að það bregði svo við allt í einu þegar hann skrifaði grein um innflytjendur að þá fékkst hún ekki birt í Morgunblaðinu. Af hverju skyldi það vera? Getur verið að í Hádegismóunum vilji menn stjórna umræðunni og ætli að ráða því hvers konar ríkisstjórn verður mynduð eins og var á velmektardögum Morgunblaðsins.

Staðreyndin í málinu er að Guðjón Arnar Kristjánsson sem og aðrir frambjóðendur Frjálslynda flokksins mótuðu sameiginlega stefnu flokksins og bera allir ábyrgð á henni. Sjálfur skorast ég ekki undan ábyrgð þó orðalag í vissum tilvikum hefði orðið annað hefði ég einn ráðið.

Eftir umræðurnar í gær þá virðist sem eftir standi að Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndir eigi meira sameiginlegt en aðrir flokkar.

Spurning er hvort Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn til að lagfæra þann velferðarhalla sem orðið hefur í stjórnartíð hans og sinna hagsmunum okkar minnstu bræðra og systra. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn til að afnema kvótakerfið í núverandi mynd. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn til að taka upp alvöru gjaldmiðil og afnema verðtrygginguna. Verði Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn til þess þá sýnist mér að það megi skoða það hvort hann sé  samstarfshæfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæll hugmyndasnauði Jón.

Hættu að vera með stefnumál frá öðrum reyndu að koma fram með nýar áherslur frá þér sjálfum ég veit hver var með þessa stefnu sem þú ert að brambolta með.

Eins og allir vita er öfga  innflytjanda stefnan ykkar með ólíkindum það eina sem mun koma niður á ykkur þetta hjómar ekki góð rök fyrir mig.

Varandi Morgunblaðið sem er mjög faglegt blað og er með heiðarlegustu umfjöllun um það sem er í fréttum á hverjum tíma      það þýðir  ekkert fyrir þig að reyna að breyta því.

Þú átt að láta það nægja Jón að vera málefnalegur að öðrum kosti vera menn leiðir á svona málflutningi í þér og þú málar þig út í horn. 

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 15:27

2 identicon

Ætli nafni minn að ástæðan fyrir því að þið teljist óstarfhæfir sé ekki frekar sú að allir menn með fullu viti gera sér grein fyrir því að þeir fyrirvarar á EES samningum okkar sem þið hyggjist nota til að ná fram markmiðum ykkar í innflytjendamálum myndi að öllum líkindum leiða til þess að EES samningur okkar yrði í stórhættu.

Og það er ekki áhætta sem nokkur flokkur hér er tilbúinn að taka sénsinn á..

 Nema þið að sjálfsögðu

 Getur komið með allar þær samsæriskenningar sem þú vilt, en ég held að niðurstaðan verið alltaf sú sama - þetta er bara spurning um common sense

Jón Stefánsson (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 15:48

3 identicon

Til hvers eru ákvæði í samningum sem eru samningunum hættuleg? Hversvegna voru þau sett inn ef beiting þeirra jafngilda uppsögn samningsins? Ættu slík ákvæði þá ekki að heita uppsagnarákvæði samnings?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 38
  • Sl. sólarhring: 837
  • Sl. viku: 4552
  • Frá upphafi: 2426422

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 4219
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband