Leita í fréttum mbl.is

Íslandshreyfingin styður gjafakvótakerfið.

Ómar Ragnarsson leiðtogi Íslandshreyfingarinnar sagði í leiðtogaumræðum í sjónvarpi um daginn: "Við ætlum ekki að gera neina byltingu í sjávarútvegsmálum. Það er óréttlátt að svipta menn eignum sem þeir hafa keypt. " Ómar Ragnarsson er með þessu að segja að þjóðin eigi ekki kvótann. Þeir sem fengu hann gefins eða þeir sem keyptu hann af þeim sem fengu hann gefinst eiga kvótann. Ómar Ragnarsson vill kvitta undir mesta rán Íslandssögunnar.

Mikið hafa Sverrir Hermannsson stofnandi Frjálslynda flokksins og Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri flokksins í 8 ár mikla skoðanalega teygni að geta í einu vetvangi skipt algerlega um skoðun á kvótakerfinu. En ekki bara því einnig í Evrópumálinu. Margrét Sverrisdóttir sagði að umsókn um aðild væru landráð í grein sem hún skrifaði á sínum tíma. Nú tilkynnir talsmaður flokksins í umræðum um utanríkismál að flokkurinn vilji aðildarviðræður að Evrópusambandinu.

Var nokkur furða að sérhagsmunaöflin í þjóðfélaginu skyldu vinna jafn grimmt og þau gerðu að klofningi Frjálslynda flokksins til að tryggja hagsmuni sína og stöðu kvótakerfisins. Við þessu er aðeins eitt svar. Þjóðin má ekki láta pólitíska leiktjaldasmiði á ritstjórn Morgunblaðsins komast upp með að svipta þjóðina lögmætri eign sinni sem eru full yfirráð og ráðstofun auðlinda sjávarins í kring um landi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ómar er góður karl og við verðum að virða honum það til vorkunnar að hann þekkir lítið til sjávarútvegsmála.

Sigurður Þórðarson, 11.4.2007 kl. 10:23

2 identicon

Ég er andstæðingur núverandi kerfis en mér finnst samt ekki rétt að svipta þá menn sem hafa verið að kaupa kvótann undanfarin ár honum. Þetta væri svipað og allir sem keyptu sér húsnæði á árunum 1995-2005 yrðu sviptir eigninni því að þeir keyptu eignina af seljandanum sem borgaði einungis 10% af söluverðinu fyrir hana.

Kvótakerfið er komið til að vera, því miður, nú er bara að reyna að skapa sem mesta sátt um kerfið með einhverju móti en það verður ekki gert með því að kollvarpa kerfinu 

Þórhallur (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 11:06

3 identicon

Hugtakaruglingur í sambandi við veiðiheimildir (kvóta) virðist allsráðandi hjá nokkrum einfeldningum.  Fiskurinn í sjónum var aldrei gefinn kvótaeigendum.  Heldur voru útgerðarmönnum veittar heimildir til að veiða hann á grundvelli undanfarinnar veiðireynslu, einfaldlega vegna þess að takmarka varð veiðar vegna yfirvofandi hruns fiskistofnanna.  Að tala hér um "þjófnað" eða  "þýfi", eins og Arnþrúður Karlsdóttir gerir á útvarpi Sögu ber vott um ótrúlega einfeldni, ef ekki ósvífni.  Það er þjóðin, eigandi auðlindarinnar, sem felur útgerðinni þetta hlutverk með þeim takmörkunum sem kvótanum fylgir, og gera stjórnvöld það í umboði hennar (kjósenda).  Allir landsmenn njóta góðs af því að einn undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar sé verndaður á þennan hátt.  Að kvótinn (veiðirétturinn)  skuli vera framseljanlegur, og verði þannig að eign mismunandi útgerða, er hagkvæmnisatriði, þ.e. þegar um svo mjög takamarkaða auðlind er að ræða er mjög mikilvægt að nýtingin sé sem hagkvæmust.  Það sem sennilega verður alltaf deilt um er skipting veiðiheimildanna á milli stórra skipa annars vegar og smábáta hins vegar.  Eins verður sennilega lengi deilt um hvort binda eigi veiðiheimildir að einhverju leyti við ákveðna landshluta, sem sennilega yrði mjög erfitt í framkvæmd.  Deilur þessar eiga því  að vera á réttum forsendum en ekki á grundvelli hugtakaruglings eða vísvitandi blekkinga.

Sölvi Eysteinsson

Sölvi Eysteinsson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 236
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 4750
  • Frá upphafi: 2426620

Annað

  • Innlit í dag: 215
  • Innlit sl. viku: 4403
  • Gestir í dag: 212
  • IP-tölur í dag: 209

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband