Leita í fréttum mbl.is

Gott hjá þér borgarstjóri

Borgarstjóri kynnti í gær tillögur um að námsmenn geti farið í strætó sér að kostnaðarlausu og  felld yrðu niður stæðisgjöld fyrir bíla sem eyða minna en fimm lítrum á hundraðið. Það er ástæða til að óska borgarstjóra til hamingju með þessi skref. Byrjunin á því að gera góða borg betri.

Svifryksmengun í Reykjavík er  yfir ásættanlegum mörkum. Stytting notkunartíma nagladekkja er eitt. Það þarf að þrífa göturnar betur og nota efni sem  koma í veg fyrir svifryk. Reka verður áróður gegn notkun nagladekkja. Nagladekk eru í notkun 7 mánuði  á ári en raunveruleg þörf fyrir þau eru venjulega ekki fleiri en 10 dagar á vetri.  

Hrein borg fögur torg. Það þarf að gera það að veruleika. Fara verður í herferð gegn því að rusli sé hent á almannafæri. Borgin þarf að hafa ílát undir rusl mun víðar en nú er og sjá um að þau séu tæmd reglulega. Leggja þarf háar sektir við að menga  með því að henda rusli. Ég geng daglega um Hólmsheiðina og við Rauðavatn þar sem er útivistarparadís. Allt of algengt er að ganga þar fram á matarleifar sem skildar hafa verið eftir eða hent. Það er hættulegt fyrir dýr en þetta svæði er mikið notuð af hundaeigendum. Þetta er því bæði hættulegt auk þess sem það er óásættanlegur sóðaskapur.

En þakka ber það sem vel er gert en það á bara að vera byrjunin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er laukrétt að geta þess sem vel er gert, en finnst mér nú kosningafnykur af þessari nýjustu ákvörðun D listans í Reykjavík það að gefa námsmönnum frítt í strætó.  Menn hafa barist fyrir þessu í mörg ár.  Væru nú ekki rétt að gefa eldri borgurum og öryrkjum frítt í strætó líka?  það finnst mér.

asgerdurjóna (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 14:27

2 identicon

Auðvitað væri það betra að allir fengju frítt í strætó Ásgerður, en það ber að virða þetta við Sjálfstæðisflokkinn sem að mér sýnist  sé að gera Reykjavík mun "grænni" en forverar þeirra R listinn sálugi.

Pétur 

Pétur (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 14:54

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gott framtak hjá borgarstjóra en það má bara ekki bæta tekjuskerðinguna með frekari launaskerðingum hjá mér. Ég hef bara ekki efni á að taka meiri fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.4.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 164
  • Sl. sólarhring: 860
  • Sl. viku: 4678
  • Frá upphafi: 2426548

Annað

  • Innlit í dag: 149
  • Innlit sl. viku: 4337
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 146

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband