Leita í fréttum mbl.is

Afnám verðtryggingar og Jón og Jón

Jónarnir Sigurðssynir annar fyrrverandi viðskipta-og iðnaðarráðherra og krati og hinn núverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins ræddu í gær í spegli Rúv um afnmám verðtryggingar og voru báðir á móti því að afnema hana. Þetta er dálítið skondið hvað varðar Jón Sigurðsson formann Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur nefnilega mótað þá stefnu að afnema beri verðtryggingu á lánum.

Afstaða Frjálslynda flokksins er skýr í þessu efni. Við ætlum okkur að afnema verðtryggingu á lánsfé og gerum þá kröfu að gjalmiðillinn gegni því hlutverki að vera sá verðmælir sem gildir í öllum viðskiptum fólks. Við viljum því ekki viðhalda flotkrónunni. Framsóknarflokkurinn ákvað á flokksþingi sínu að berjast fyrir afnámi verðtryggingarinnar en nú hefur formaður flokksins gert grein fyrir því að hann sé á móti stefnu flokksins. Svona getur það verið þegar höfuðið veit ekki hvað fæturnir aðhafast.

Innan Samfylkingarinnar hafa verið uppi raddir um afnám verðtryggingar. T.d. hefur oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi lýst þeirri skoðun sinni. Nú hefur hins vegar efnahagsgúru Samfylkingarinnar Jón Sigurðsson lýst þeirri skoðun sinni að það væri óráð. Þannig að einnig í þessu máli veit Samfylkingin ekki hvort hún er að koma eða fara.

Þeir sem vilja afnema verðtryggingu eiga því aðeins einn trúverðugan valkost. Frjálslynda flokkinn. F fyrir þig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Það er rétt hjá þér enda sagði fyrrverandi flokksleiðtogi Framsóknarflokksins að stefna flokksins ætti að vera já já og nei nei.

Jón Magnússon, 12.4.2007 kl. 23:45

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Er þetta ekki bara fyrirheit um efndir kosningaloforða?

Ester Sveinbjarnardóttir, 13.4.2007 kl. 00:53

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er stórmerkilegt að Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn skuli hafa sameinast um það að vera opin í báða enda í þessu efni.

Bendir að mínu viti til þess að flokkarnir vilji frekar ganga erinda fjármagnseigenda en fólksins í landinu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.4.2007 kl. 02:15

4 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Guðrún María. Eini flokkurinn sem berst fyrir fólkið og hefur engin tengslu við sérhagsmunaöflin er Frjáslyndi flokkurinn. Þess vegna er flokkurinn mun líklegri en aðrir flokkar til að standa við stefnu sína en flokkarnir sem dingla í samræmi við það hvaða stórgreifi togar í spottann.

Jón Magnússon, 13.4.2007 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 718
  • Sl. sólarhring: 740
  • Sl. viku: 5657
  • Frá upphafi: 2426291

Annað

  • Innlit í dag: 664
  • Innlit sl. viku: 5218
  • Gestir í dag: 609
  • IP-tölur í dag: 577

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband