Leita í fréttum mbl.is

Stjórnar Staksteinahöfundur Morgunblaðsins Íslandshreyfingunni?

Í lok viðtals við leiðtoga Íslandshreyfingarinnar í dag er hann spurður að því hvort kjörorðin að gera lífið skemmtilegra sé enn á stefnuskránni. Því svarar leiðtoginn þannig: 

 "Það er ekki lengur á stefnuskránni. Staksteinahöfundi Morgunblaðsins fannst svo agalegt að stjórnmál gætu verið skemmtileg að við gerðum honum það til geðs að hafa það ekki með."  Staksteinahöfundur Morgunblaðsins ræður þá greinilega stefnu Íslandshreyfingarinnar.

Staksteinahöfundur er þó orðinn á báðum áttum og segir að fréttir í Blaðinu í vikunni um ágreining Ómars og Margrétar Sverrisdóttur sé sennilega rétt. Þetta veit Staksteinahöfundur mæta vel. og staðfestir frétt Blaðsins með þessum ummælum.

Íslandshreyfingin á vissulega allan rétt á að bjóða fram og gera sig gildandi. Afskipti Morgunblaðsins og nokkurra hagsmunaaðila af tilurð og starfi hreyfingarinnar hafa verið umhugsunarverð og vekja upp spurningar um hlutlægni fjölmiðla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Jamm, þegar Mogginn hnerrar þá er það skýrt merki um að framboð Margrétar og Ómars er komið með illvíga flensu. 

Magnús Þór Hafsteinsson, 15.4.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Alveg hreint stórmerkilegt það verður þá væntanlega engin söngdagskrá á prjónunum, eða hvað ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.4.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 375
  • Sl. sólarhring: 679
  • Sl. viku: 4889
  • Frá upphafi: 2426759

Annað

  • Innlit í dag: 351
  • Innlit sl. viku: 4539
  • Gestir í dag: 345
  • IP-tölur í dag: 330

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband