Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Geir

Geir Haarde hefur skv fréttinni fengið hærra atkvæðahlutfall í formannskjöri en nokkur annar ef ég man rétt. Ástæða er til að óska honum til hamingju með það. Ljóst er að skoðanakannanir undanfarna daga sem gefa Sjálfstæðisflokknum góða niðurstöðu valda því öðru fremur að stuðningur við formanninn er jafn eindreginn og raun ber vitni.

Þá verður líka að skoða að nú er Sjálfstæðisflokkurinn laus undan oki Davíðs og sjálfsagt hafa Sjálfstæðismenn sem eru almennt mjög foringjahollir viljað stuðla að því að sýna þjóðinni fram á eindreginn stuðning við formann sinn.

Þess utan er Geir Haarde vænn maður og hefur ekki troðið á mörgum líkþornum flokksfélaga sinna í gegn um tíðina ólíkt forvera sínum.


mbl.is Geir endurkjörinn formaður með 95,8% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón , er að velta því fyrir mér að Geir fær 906 atkvæði af 946 sem gera jú tæp  96% greiddra atkvæða.   En voru ekki um 2000 manns á landsfundinum. Það þýðir að 1000 , um helmingur landsfundarfulltra kýs ekki.  Er það ekki visst vantraust að skila auðu með því að taka ekki þátt í kosningum. Samkvæmt þessu þá er Geir ekki að ná nema ca. 50% 

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 15:40

2 identicon

Sæll Jón , er að velta því fyrir mér að Geir fær 906 atkvæði af 946 sem gera jú tæp  96% greiddra atkvæða.   En voru ekki um 2000 manns á landsfundinum. Það þýðir að 1000 , um helmingur landsfundarfulltra kýs ekki.  Er það ekki visst vantraust að skila auðu með því að taka ekki þátt í kosningum. Samkvæmt þessu þá er Geir ekki að ná nema ca. 50%

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 15:41

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Helmingur landsfundarfulltúra kusu sem sagt með fótunum??!!

Hvað eru þeir að segja með þessu?

Ekki meir, Geir!

Magnús Þór Hafsteinsson, 15.4.2007 kl. 15:47

4 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Það voru um 2000 landsfundarfulltrúar í heildina, ekki 2000 allan tímann, enda stendur landsfundur Sjálfstæðisflokksins yfir í 4 daga. Þegar að kosningunni kom voru rúmlega 1000 á staðnum, sumir, t.d. þeir sem búa úti á landi, voru farnir aftur til síns heima. Það má nánast fullyrða að þannig sé þetta í öllum félögum þegar aðeins einn er í framboði og enginn slagur um embætti, að félagsmenn sýna ekki jafn góða mætingu þegar kemur að kosningum, og í þessu tilfelli nánast allir sáttir við formannframboðið. Margur mætir á landsfund til þess að taka þátt í þeirri nefnd sem þeim er mest hugleikin, ná sínum málum þar inn, taka síðan þátt í að kjósa sitt mál inn eða út úr ályktun fundarins og halda síðan heim á leið, í vinnu eða til annarra verka sem þarf að sinna. Það er því all rangt að segja að Geir hafi ekki náð nema 50% því þessi 50% sem hér er talað um voru ekki á staðnum og skiluðu engu atkvæði, hvorki auðu né öðru!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 16:52

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þetta er svolítið merkilegt að helmingur fundarmanna láti sig hverfa fyrir kosningu

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 00:50

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þú hefur nú setið nokkuð marga landsfundi að ég veit fyrir víst, þar sem við vorum samtíða þar.

Því veist þú afar vel, að þessi innlegg hér um, að yfir helmingur fulltrúa hafi greitt atkvæði gegn Geir með því að vera fjarstaddir við kosninguna sjálfa eru algerlega úti í móa.

ÉG saknaði allmargra fyrrum samherja og hefði verið sælt, að vera með þim við baráttuna við ofur-frjálshyggjumennina.

Annars gekk þetta vel í flestu og hnykkt var á þjóðlegum og þjóðvænum málum, sem hafa verið kennimark Flokksins um áratugi.

Kærar Íhaldskveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.4.2007 kl. 11:05

7 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ekki hef ég græna glóru um það hvernig fundum er háttað hjá Sjálfstæðisflokknum. Hef aldrei nokkru sinni á ævinni verið á stjórnmálafundi hjá þessum flokki.

Magnús Þór Hafsteinsson, 16.4.2007 kl. 14:35

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ágæti Bjarni þið eruð ekki nógu þjóðlegir í Sjálfstæðisflokknum á meðan þið bölsótist út í okkur Frjálynd fyrir að vilja bregðast við til að standa vörð um íslenska tungu, menningu og lífsstíl.  Þjóðlegur umbótaflokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn segist vera ætti að sýna það í verki og stefnumótun en gerir hvorugt. Sjálfstæðisflokkurinn metur hagsmuni stórfyrirtækjanna meira en þjóðleg gildi.

Jón Magnússon, 16.4.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1134
  • Sl. sólarhring: 1194
  • Sl. viku: 4565
  • Frá upphafi: 2458835

Annað

  • Innlit í dag: 1012
  • Innlit sl. viku: 4203
  • Gestir í dag: 957
  • IP-tölur í dag: 927

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband