Leita í fréttum mbl.is

Helsi er frelsi

Þingfundur er boðaður í fyrsta skipti á sunnudagskvöld. Fæstir búast við því að Alþingismenn komi saman um náttmál á helgideginum nema eitthvað verulega mikilvægt sem þolir enga bið þurfi að afgreiða með hraði.

Sumir hefðu haldið að nú ætti að taka á þeim vanda sem hefur skapast og er að skapast vegna verkfalla og setja ætti lög sem frestuðu verkföllum alla vega öryggisstétta. Nei svo er ekki. Tilefnið er að ræða nýtt haftafrumvarp frá Seðlabankanum þar sem boðað er að enn skuli gjaldeyrishöftin hert í þeim tilgangi að þau verði afnumin sem fyrst.

Óneitanlega dettur manni í hug pólitískt nýmæal George Orwell í bókinni 1984, en hann aðhylltist um tíma sömu pólitísku hugmyndafræði og Seðlabankastjóri. En sá er munurinn að George Orwell gerði upp við þá hugmyndafræði en það hefur Seðlabankastjóri ekki gert enn og gengur vel að selja stjórnarherrunum og hinu háa Alþingi að helsi sé frelsi.

Ekkert hefur verið lagt fyrir Alþingi um afnám gjaldeyrishafta, en það hlíur að koma að því fljótlega þar sem ítrekað er verið að herða gjaldeyrishöftin í því skyni að afnema þau. Ef til vill lítur ríkisstjórnin og Seðlabankastjóri þannig að að þetta sé eins og ró sem endar með að brotna í sundur ef endalaust er hert. Þannig var það alla vega með Sovétið.

Ráðlegg þeim sem ætluði að fylgjast með athyglisverðri umræðu frá Alþingi í kvöld drífi sig frekar í háttinn og lesi um þetta haftamál í fyrramálið - Ef það er þá þess virði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Skil ekki alveg hversvegna RÚV er að belgja inn auka"frétta" efni seint á sunnudagskveldi, þó boðaður sé aukafundur á Alþingi. Þingmenn og konur þurfa að vinna, þegar þarf og það er kristalklárt að gjaldeyrishöft verða ekki afnumin fyrir opnun markaða í fyrramálið. Ef það er frétt að fólk þurfi að vinna vinnuna sína, væru fjölmiðlar ekki í miklum vandræðum með að varpa efni til lesenda sinna eða áhorfara. Miðað við "bannerinn" sem eyðilagði nánast yndælisþátt um breskar ljósmæður í kvöld, mætti ætla að skollin væri á styrjöld, eða farið að gjósa í Heiðmörk. Að maður skuli vera neyddur til að borga fyrir þennan fjanda er endalaust efni í röfl, en held ég fari barasta að ráðum síðueiganda og fari snemma í háttinn. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.6.2015 kl. 22:46

2 identicon

Frelsi til að flytja fjármagn milli landa hefur skapað mörgum helsi.

Toni (IP-tala skráð) 8.6.2015 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 669
  • Sl. sólarhring: 927
  • Sl. viku: 6405
  • Frá upphafi: 2473075

Annað

  • Innlit í dag: 606
  • Innlit sl. viku: 5834
  • Gestir í dag: 581
  • IP-tölur í dag: 568

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband