Leita í fréttum mbl.is

Margrét Sverrisdóttir vill flugvöllinn burt.

Er mark takandi á stjórnmálamanni sem víkur frá öllum helstu stefnumálum sínum án þess að nokkrar aðstæður breytist.  Margrét Sverrisdóttir er þannig stjórnmálamaður.

1.  Margrét Sverrisdóttir var í framboði í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í fyrra og þá var höfuðbaráttumál hennar að flugvöllurinn væri um kyrrt í Vatnsmýrinni. Nú segir hún að það skipti ekki máli. 

2. Margrét sagði að það væri landráð að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Nú segir hún að aðstæður hafi breyst þannig að það sé í lagi að sækja um aðild. Til athugunar er að ekkert hefur breyst nema skoðun Margrétar.

3. Margrét var framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins og barðist gegn gjafakvótakerfinu. Nú er stefna flokks hennar að það megi ekki taka eign útgerðarmanna af þeim. Gjafakvótinn er þá orðinn eign.

4. Margrét sagði að athugasemdir mínar varðandi straum útlendinga til landsins eftir að ég skrifaði grein um það væri góð og hrósaði mér fyrir frumkvæðið. Nokkrum vikum síðar kallaði hún þessar skoðanir sem hún hafði tekið undir og mælt með, rasisma.

Ég veit ekki til að nokkurn tímann í samanlagrði Íslandssögunni hafi stjórnmálamaður vikið  frá öllum helstu baráttumálum sínum á nokkrum dögum.  Mér finnst stóra spurningin hvort Margréti sé sjálfrátt eða hvort henni er sama hvað hún segir og hverju hún lofar bara ef hún getur slitið upp atkvæði og komist til einhverra metorða.  Finnst ykkur það vera virðingarvert eða aumkunarvert?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Er ekki kominn tími til að fólk átti sig á því að Margrét Sverrisdóttir hefur aldrei verið stjórnmálamaður og mun aldrei verða. Ekki frekar en Ómar Ragnarsson. Þó er "þetta fólk" sjálfsagt ágætt á sína vísu. Margrét hefur hvorki pólitíska stefnufestu né stjórnmálavit; hún er tilbúningur!!

Gústaf Níelsson, 18.4.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu að Margrét væri tilbúinn til þess að skipta um skoðun í hverju málinu á fætur öðru eins og nú hefur komið á daginn og tók reyndar að koma í ljós um áramótin síðustu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.4.2007 kl. 23:25

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hún hefur þó rökstutt mál sítt...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.4.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 330
  • Sl. sólarhring: 600
  • Sl. viku: 4834
  • Frá upphafi: 2467785

Annað

  • Innlit í dag: 302
  • Innlit sl. viku: 4492
  • Gestir í dag: 299
  • IP-tölur í dag: 294

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband