Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkur Geirs og Davíðs hefði sett Thor Jensen í fangelsi.

Thor Jensen er einn virtasti athafnamaðurinn í Íslandssögunni. Thor Jensen er dæmi um athafnamann sem Sjálfstæðisflokkur þeirra Geirs og Davíðs hefði séð til að gæti aldrei risið upp á fæturnar eftir að honum mistókst í fyrsta skipti í viðskiptum. Thor Jensen var sem kunnugt er maður athafna og nýunga og eins og iðulega gerist með slíka menn þá gengur stundum vel og stundum illa. Thor Jensen var stórhuga en kappið bar hann stundum ofurliði og hann varð gjaldþrota þrisvar sinnum. En hann átti þess jafnan kost að rísa aftur á fætur og byrja á nýjan leik.

Á þeim tíma var möguleiki fyrir athafnamenn að komast inn í atvinnurekstur í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú mega menn hvorki róa til fiskjar né hlaupa fyrir fé nema eiga kvóta. Nýliðun í þessum greinum er nær útilokið. Þeim sem mistekst í viðskiptum er refsað grimmilega sbr bullákvæði virðisaukaskattslaga. Þau valda því að stór hluti þeirra sem ábyrgð ber á sínum atvinnurekstri eru iðulega neyddir  til að vinna svart það sem eftir er ævinnar og eiga aldrei möguleika á að greiða skuldir sínar. Refsingin við að hafa ekki getað greitt skuldbindingar sínar til ríkisins eru lágmark tvöföldun þeirrar fjárhæðar sem um ræðir og allt að tífaldri upphæð. Skiptir þá ekki máli þó að þú hafir selt einhverjum sem ekki greiddi þér þannig að virðisaukinn varð raunverulega aldrei til. Þú skalt samt borga. Í fangelsi ferðu svo ef þú getur ekki borgað. Skuldafangelsi.

Flokkur einstaklingsfrelsis og athafnafrelsis er vörumerki Sjálfstæðisflokksins en það stenst ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nær útilokað einstaklingsfrelsi vegna forgangs stórrekstursins og ástar á kvóta. Frjálslyndir berjast fyrir einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi fólksins í landinu án hafta og kvóta.

Komist ég til áhrifa þá mun ég bera fram frumvarp um breytingar á virðisaukaskattslöggjöfinni fyrir næstu jól og frumvörp um breytingar á kvótakerfum hvaða nöfnum sem nefnast með það að markmiði að afnema þau í framtíðinni.

Thor Jensen framtíðarinnar verður að fá svigrúm til athafna. Þar liggja hagsmunir fólksins í landinu en ekki í fyrirgreiðslu og  forréttinda og semisósíalískum Sjálfstæðisflokki. Er ekki kominn tími til að hvíla hann nema hann komist í samstarf við alvöru frjálslyndan flokk? Ef til vill gæti hann hjarnað við með þeim hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett einstaklingsfrelsið í fangelsi það eru orð að sönnu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.4.2007 kl. 00:35

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Er einmitt nýbúinn að lesa"Thorsarnir"og Æfisögu Thor Jernsen.Þetta var sennilega einhver besti innflytendandi þessa lands.Stórmerkur maður.Og vildi veg Íslands sem mestan.Hefur sennilega lifað eftir mottóinu"Lífið er nefnilega það sem þú gerir næst"Það vill svo til að ég átti einusinni heima í sama húsi og Thor Jensen átti heima.

Ólafur Ragnarsson, 18.4.2007 kl. 00:55

3 identicon

 

Það er tvennt sem ég skil ekki: 1. Hvernig er hægt að svifta mann frelsi á grunvelli áætlunar eins obinbers starfsmanns. ( skattaáætlun ) ? 2. Hvernig er hægt að svifta mann frelsi á grunvelli afbrots sem hann framdi ekki. (óinnheimtur virðisaukaskattur)? Hafa lögmenn virkilega ekki haldið þessum málsástæðum fram fyrir rétti?

Annað sem ég skil alls ekki: Hvað liggur því að baki að Sjálfstæðisflokkurinn er kallaður frjálshyggjuflokkur ( Sverrir Hermannsson ) þegar hann líkist mest kommúnistaflokkum A-Evrópu og frjálshyggjumenn hafa aldrei þrifist innan hans?

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 12:07

4 identicon

Verða þá veiðar gefnar frjálsar? Það tryggir að vísu öllum sem vilja veiða tækifæri til þess að veiða, en þá verður ekkert til þess að veiða því að þá verður enginn fiskur eftir. Hvaða fiskveiðiþjóð hefur ekki einhvers konar stýringu á fiskveiðum í sinni lögsögu. Er einhver staðar t.d. í Norður Atlantshafi þar sem er ekki annað hvort kvótakerfi eða sóknardagakerfi?

JPP (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 15:50

5 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Ef það væri einhver töggur í þeim ætti sjálfstæðisflokkur Geirs og Dsviðs að hafa manndóm í sér til að láta fangelsa þig og suma af samstarfsmönnum þínum fyrir haturáróður.

Hlynur Jón Michelsen, 18.4.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 547
  • Sl. sólarhring: 680
  • Sl. viku: 5051
  • Frá upphafi: 2468002

Annað

  • Innlit í dag: 501
  • Innlit sl. viku: 4691
  • Gestir í dag: 485
  • IP-tölur í dag: 475

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband