Leita í fréttum mbl.is

Hleranir og glæpir

Í gær bað Obama Bandaríkjaforseti Frakklandsforseta afsökunar á því að hafa hlerað símtöl hans og sagðist hætta því. Hann bað fyrri forseta sem sættu líka hlerunum ekki afsökunar.

Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin hefur hlerað síma forustumanna helstu bandalagsríkja sinna auk ýmissar annarrar njósnastarfsemi sem er með ólíkindum. Miðað við upplýsingar sem fram hafa komið m.a. frá Wikileaks, hafa Bandaríkin stundað grimmar víðtækar viðskipta-og iðnarðarnjósnir auk þess að hafa njósnað persónulega um forustufólk í stjórnmálum

Vísireglan er sú að þegar upp kemst um svona athæfi þá er það einungis toppurinn á ísjakanum. Nú er komið í ljós að þjóðaröryggisstofnunin sem margir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum vöruðu við að yrði sett á laggirnar hefur mun víðtækara njósnahlutverk en að berjast gegn hryðjuverkaógn. Krafa bandalagsþjóða Bandaríkjanna í Evrópu ætti í ljósi nýrra upplýsinga að vera að Bandaríkjamenn gerðu hreint fyrir sínum dyrum í samskiptum þjóðanna.

Það ætti einnig að vera krafa evrópskra NATO ríkja að Bandaríkin gerðu hreint fyrir sínum dyrum varðandi vopnvæðingu og fjárstyrki til hryðjuverkasamtaka og afskipti t.d. af styrjöldinni í Sýrlandi sem hefur valdið þjáningum tuga milljóna einstaklinga og stuðlað að mesta flóttamannavandamáli í nútímasögu. Þá verða Bandaríkjamenn líka að gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi pyntingar fanga, dráp á saklausum borgurum m.a. með drónum og sérþjálfuðum vígasveitum að öðrum kosti verður það sama að gilda um forustumenn þeirra og aðra forustumenn að gera þá ábyrga fyrir meintum stríðsglæpum ef á sannast.

Á sama tíma og Bandaríkin eru sökuð um að hlera síma þjóðhöfðingja og helsta áhrifafólks í Evrópu og stýra ákvarðanatöku þeirra ríkja og hafa áhrif á viðskiptahagsmuni þá kalla þau eftir víðtækri samtöðu um baráttu gegn meintri útþennslustefnu Rússa.

Árið 2013 fóru síðustu skriðdrekar Bandaríkjanna frá Evrópu sem táknræn birtingarmynd þess að kalda stríðinu væri lokið. Nú tveim árum síðar hamast þeir við að senda skriðdreka sína aftur til ýmissa landa Evrópu vegna ímyndaðrar hættu af Rússum. Sú hætta er fyrst og fremst tilbúningur Obama forseta og starfsmanna hans í Pentagon sem vilja halda áfram stríðsleikjum á kostnað bandaríksra skattgreiðenda og láta fólk halda að það sé einhver ógn þó hún sé ekki til staðar.

Er ekki mál til komið að afskiptum Bandaríkjanna af okkar heimshluta ljúki. Framganga þeirra á þessari öld er ekki svo gæfulegur svo ekki sé meira sagt þó vissulega geti Evrópa þakkað þeim aðstoð í seinni heimstyrjöld og Marshall aðstoðina á síðustu öld. En þá voru öðru vísi menn við stjórnvölin sem höfðu ákveðin lýðræðisleg markmið og unnu samkvæmt þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Jón,

Mikið er ég sammála þér.  Án þess að ætla mér að hygla Pútín þá verð ég nú að segja að Obama hefur farið offari í hans garð og upphlaup hans hvað varðar Úkraínu hefur valdið þeirri þjóð meiri skaða en hefði hann látið kyrrt liggja.

Obama hefur verið iðinn við að gera lítið úr og hóta "vina" þjóðum Bandaríkjanna, en á sama tíma hlaðið undir óvini þeirra.  Hann hæðist að sannleikanum og upphefur lygina.

Annar eins forseti hefur aldrei, að mínu áliti, setið í Hvíta húsinu, þó margt mætti um ýmsa forvera hans segja.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.6.2015 kl. 11:42

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki gleyma Bosníu sem Evrópubúar voru að missa allt niður um sig með.

En þessi hræsni þessara þjoðhöfðingja að USA séu þeir einu sem eru með hleranir er auðvitað alveg út í hött. Svo þykjast allir þessir sem verða fyrir hlerunum vera móðgaðir og heimta að hlerarinn biðjist afsökunar.

Auðvitað eru allir að hlera, hefur verið gert í margar aldir og kemur ekkert til með að breytast. Kúnstin er að vera ekki staðinn að verki.

Obama hefur sýnt að hann heldur að hann sé Keisari alheimsins og gerir eða gerir ekkert, eftir því hvort það trufli golfið hjá honum eða ekki.

18 mánuðir eftir og þá er þessi Stór Keisari alheimsins búinn að vera sem betur fer. Stóra spurningin er, tekur eitthvað betra við?

En auðvitað á USA ekki að skipta sér að annara þjóða vandamálum, kalla herinn heim, loka herstöðvum sem eru utan USA og hætta þessum peningagjöfum til annara landa, það kaupir enginn varanlega vináttu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.6.2015 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 288
  • Sl. sólarhring: 736
  • Sl. viku: 4109
  • Frá upphafi: 2427909

Annað

  • Innlit í dag: 265
  • Innlit sl. viku: 3801
  • Gestir í dag: 258
  • IP-tölur í dag: 247

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband