Leita í fréttum mbl.is

Frjálslynd umbótastjórn 2

Frjálslynd umbótastjórn verður að taka á spillingarmálum sem ríkisstjórnin skilur eftir sig.

Afnema verður sérstök eftirlaunaréttindi alþingismanna og fyrrverandi ráðherra. Þeir verða að sitja við sama borð og aðrir.

Rannsaka verður allt sem tengist einkavæðingu og stjórnsýslu einstakra ráðherra með tilliti til þess hvernig þeir hafa farið með vald sitt og hvar þeir hafa farið út fyrir eðlileg valdmörk.

Taka verður til skoðunar pólitískar embættaveitingar og segja þeim starfsmönnum ríkisins upp sem engin þörf er fyrir en hafa eingöngu verið ráðnir vegna pólitískrar fylgispektar.

Þeir flokkar sem mynda vilja Frjáslynda umbótastjórn verða að lýsa því yfir að þeir muni hafa  það sem forgangsverkefni að víkja spillingunn burt og koma á heiðarlegu stjórnmálaumhverfi.

Hvaða stjórnmálaflokkar skyldu vera reiðubúnir til að víka spillingunn burt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða öfgafulla þvæla er þetta. Þú talar einsog hér logi allt stafna á milli og ótýndur glæpalýður stjórni landinu okkar. Það er skynsamlegt að leiðrétta eftirlaunaréttindi og segja upp ónothæfum starfsmönnum en að ætla að rannsaka embættisverk ráðherra með þessum hætti eru kaldar kveðjur til allra viðeigandi aðila (þ.m.t. kjósenda) og sannar það sem haldið hefur verið fram að það sé ótækt að starfa með þér - a.m.k. á vettvangi stjórnmála.

Ég hélt persónulega að þú værir nokkuð snjall og ágætt efni í stjórnmálamenn en því fer algjörlega fjarri. Ein ráðlegging frá áhugamanni: Hættu þessu jarmi um spillingu og færðu fókusinn frá fortíð til framtíðar og komdu með e-r lausnir á knýjandi málum.

Ef ég hefði verið hugmyndasmiður F - listans fyrir þessar kosningar þá hefði stefnuskráin grundvallast af eftirfarandi málum:

1. Koma böndum á straum innflytjenda (þó ég sé ekki sammála því en það skilar sér í kjörkassann frá ákveðnum hópi)

2. Lækka skatta á einstaklinga niður í 18% á n.k. kjörtímabili

3. Leiðrétta lífeyrisréttindi ALLRA opinberra starfsmanna (lækka eftirlaun til samræmis því sem gerist á almennum markaði en hækka launin á móti en það einfaldar samanburð launa).

4. Koma með frálslyndar lausnir í heilbrigðismálum.

Þetta eru róttæk en knýjandi frálslynd mál og það er laust pláss á þessum stað á hægri væng stjórnmálanna (innflytjendamálið er reyndar ekki frjálslynt).

Þið virðist bara vera algjörlega dofnir í þessum Frjálslyndaflokki og leggið engar skapandi lausnir fram til íslenskra þjóðmála - enda er fylgi flokksins í samræmi við það.

Heiðar (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 805
  • Sl. sólarhring: 819
  • Sl. viku: 5454
  • Frá upphafi: 2587918

Annað

  • Innlit í dag: 734
  • Innlit sl. viku: 5071
  • Gestir í dag: 679
  • IP-tölur í dag: 644

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband