Leita í fréttum mbl.is

Bowling for Colombine

Michael More gerði fyrir nokkrum árum áhrifamikla kvikmynd um fjöldamorð tveggja nemenda í Colombine. Þar var m.a. vísað í slagorð byssueigandafélagsins en Charleston Heston leikari var þá formaður þeirra en slagorðið er "Guns do´nt kill men do."  Byssulöggjöf Bandaríkjanna og meðferð á skotvopnum hlítur nú að koma til skoðunar. Síendurteknir harmleikir eins og þessi verða að leiða til aðgerða.

Það eru svo margar byssur í Bandaríkjunum að þó að hverjum fullorðnum manni  væri gefin  ein byssu þá mundi verða afgangur, fleiri byssur en fólk. Nærri 2 af hverjum þrem morðum eru framin með byssum í Bandaríkjunum. Miklu hærra hlutfall bæði morð og þau sem eru framin með byssu en í nokkru öðru þróuðu ríki.

Byssur eru ekki það sem eingöngu skiptir máli. Byssueign er ekki mest í Bandaríkjunum heldur í Sviss.  Samt sem áður er Sviss einn öruggasti staður í heimi. Hvernig stendur á því að Svisslendingum gengur svona vel að halda byssum frá morðingjum en Bandaríkjamönnum svona illa?


mbl.is Lögregla harmar að myndbönd morðingjans hafi verið birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndin heitir reyndar "Bowling for Columbine" og höfundur hennar er Michael Moore.

Sjá: http://www.imdb.com/title/tt0310793/

Gætu mögulegar skýringar á pælingum varðandi Sviss/USA liggja í menningu og samsetningu þessara landa?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 22:15

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er rétt hjá þér Gunnar það er að sjálfsögðu Columbine. Það gæti verið að mismunur á menningu en það hafa margir velt þessu fyrir sér en ég veit ekki til að fundist hafi einhlít lausn.

Annars er það til umhugsunar að Sviss er byggt af Þjóðverjum, Frökkum og Ítölum en þær þjóðir hafa ekki verið taldar þær friðsömustu í veröldinni.

Tómas ég var ekki að draga nafn Thor Jensen niður í svaðið. Ég var að benda á breytt umhverfi viðskipta.

Jón Magnússon, 19.4.2007 kl. 23:19

3 Smámynd: Orri Harðarson

Oft er ágætt að spyrja spurninga. Einkum er það nauðsynlegt á þingi, er stjórnarandstæðingar spyrja ríkistjórnarflokkana spjörunum úr. En þú ert ekki þingmaður og verður væntanlega ekki.

Ég er annars ekki alveg að skilja þig, frambjóðandi góður. Þú ert að spyrja spurninga, án þess að beina þeim í nokkra átt. Og þér dettur ekki einu sinni í hug að svara sjálfur. Hvað gengur þér til? Ertu að hvetja til byssueignar almennings eður ei?  Ég er orðinn þreyttur á loðnum dæmisögum "frjálslyndra".

Hvað á svona pólitík að fyrirstillaÐ

Orri Harðarson, 20.4.2007 kl. 03:56

4 identicon

Sviss er reyndar það land með hæsta hlutfall feðra sem að drepa alla fjölskylduna og sjálfa sig þar á eftir. Bein afleiðing þess að allir fullorðnir menn séu í þjóðvarðaliði og með skammbyssur og fleiri drápstól inn á heimilunum

Gunnar (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 10:15

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kútur, það er lögleg skylda allra karlmanna í Sviss að eiga byssu, enda er öll þjóðin í varaliði hersins eins & allir vita sem að þekkja til.  Eftir lögskipaða grunnþjálfun fer viðkomandi með byssu sína heim, býr vel um í læstum byssuskáp samkvæmt lögum.

Steingrímur Helgason, 23.4.2007 kl. 01:54

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kútur, það er lögleg skylda allra karlmanna í Sviss að eiga byssu, enda er öll þjóðin í varaliði hersins eins & allir vita sem að þekkja til.  Eftir lögskipaða grunnþjálfun fer viðkomandi með byssu sína heim, býr vel um í læstum byssuskáp samkvæmt lögum.

Steingrímur Helgason, 23.4.2007 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 529
  • Sl. sólarhring: 846
  • Sl. viku: 3299
  • Frá upphafi: 2526318

Annað

  • Innlit í dag: 481
  • Innlit sl. viku: 2981
  • Gestir í dag: 471
  • IP-tölur í dag: 456

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband