Leita í fréttum mbl.is

Múrinn í Bagdad

Múrinn sem Bandaríkjamenn eru að reisa í Bagdad sýnir að þrátt fyrir 4 ára hersetu í Írak hafa Bandaríkjamenn og stjórnin í Írak ekki einu sinni náð stjórn á höfuðborginni.

Múrar hafa iðulega verið reistir í flestum tilvikum til að loka fólk úti eins og Kínamúrinn og Hadríansmúrinn í Bretlandi. Sama má segja um múrinn sem Ísraelsmenn eru nánast búnir að fullgera utan um byggðir Palestínumanna. Múrinn í Berlín sem Kommúnistastjórnin reisti var til að loka fólk inni loka það frá frelsinu. Þessi múr í Bagdad á að þjóna því hlutverki bæði að loka fólk inni og loka það úti.

Það er dapurlegt að vanhugsuð og ólögmæt innrás í Írak skuli nú 4 árum síðar hafa það í för með sér að íbúar landsins búi við algjört öryggisleysi. Flótti frá landinu er sem aldrei fyrr. Kristnir menn í landinu bjuggu í friði við aðra íbúa landsins þangað til fyrir 4 árum en fara nú flestir huldu höfði sem enn búa í landinu.

Sennilega gera Bandaríkjamönnum íbúum landsins mest gagn með því að fara úr landinu sem fyrst og fá aðra til að annast um að koma friði á í landinu og tryggja öryggi borgaranna.

Fyrir tæpum 4 árum síðan skrifaði ég um nauðsyn þess að Bandaríska herliðið færi og t.d. Egyptar, Jórdanir og Sýrlendingar tækju að sér friðar- og öryggisgæslu. Bandaríkjamenn ráða ekki við það og á þá er litið sem hernámslið sem þeir eru. Slíkt friðargæslulið má ekki vera í landinu nema í skamman tíma og þá verða íbúar að taka við. Annars verður líka litið á friðargæsluliðið sem hernámslið.

Sama verður upp á tengingnum varðandi Afghanistan verði herir Vesturlanda áfram í landinu. Hjálp til að koma á friði og öryggi í erlendu ríki byggist fyrst og fremst á íbúunum sjálfum en ekki aðsendu herliði. Það getur aldrei komið til eða gert gagn nema í skamman tíma.

 


mbl.is Reisa fjögurra metra háan múr í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Já það voru mikil mistök að hengja Saddam. Hann var sá eini sem réði við ástandið í landinu og hann hæfði þessu liði prýðilega. Enda var hann hinn merkasti maður sem gerði mörg kraftaverk fyrir þjóðina. En hann misreiknaði sig í utanríkispólitíkinni eins og Hitler.

Halldór Jónsson, 22.4.2007 kl. 22:20

2 identicon

Er það ekki merkilegt í sögulegu tilliti að það voru Bandaríkjamenn sem hrópuðu hæst af fögnuði þegar Berlínarmúrinn var brotinn niður og Kommúnisminn leið undir lok. Hvað eru þeir sömu að gera í dag? Jú Ísraelsmenn (með stuðningi US) hafa verið að byggja múra til að skipta landssvæðum milli sín og Palestínumanna, í óþökk þeirra síðastnefndu. Og nú eru Bandaríkjamenn sjálfir að byggja aðskilnaðarmúra í Bagdad. Allt er hverfult í heimi hér. Í ljósi þess hvernig Bandaríkjamenn haga sér á alþjóðavettvangi, er von að maður spyrji: skildi Kommúnisminn hafa verið svo slæmur eftir allt saman?

Ragnar (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 418
  • Sl. sólarhring: 663
  • Sl. viku: 4932
  • Frá upphafi: 2426802

Annað

  • Innlit í dag: 390
  • Innlit sl. viku: 4578
  • Gestir í dag: 381
  • IP-tölur í dag: 365

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband