Leita í fréttum mbl.is

Hrafn Gunnlaugsson hefur lög að mæla. Ekki fara í þykjustuleik.

Eina skynsamlega framsetningin sem ég hef lesið í kjölfar brunans í miðbæ Reykjavíkur kom frá Hrafni Gunnlaugssyni í Fréttablaðinu í dag. Þar bendir Hrafn á að það versta sem menn geti gert sé að fara í einhvern þykjustuleik og reyna að búa þarna til fornminjar. Hrafn segist halda að það sé eitt hallærislegasta sem til er. 

Af gefnu tilefni. Af hverju hafa Ítalir ekki endurbyggt miðborg Rómar þannig að ferðamenn geti séð hinn horfna glæsileika. Í þeim tilvikum sem hér ræðir um var ekki um glæsileika að ræða óháð því hvort fólk hafi þótt vænt um gömlu húsin og götumyndina. Lífið verður að halda áfram og taka þeim breytingum sem óhjákvæmilegar eru.

Spurningin er treysta menn ekki nútíma arkitektum til að koma með skemmtilegar tillögur um nýa og  skemmtilegri götumynd í staðinn fyrir brunarústirnar sem sumir tala um að endurbyggja.

Er afsakanlegt að Reykjavíkurborg eyði peningum skattborgaranna í uppkaup á lóðum á okurverði í miðbæ Reykjavíkur til að endurbyggja fornminjar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hvernig væri í Miðbænum, ef menn hefðu alltaf hugsað svona?

Eintómir moldarkofar.

Þessi hús voru góð á sínum tíma en eru of lítil og óhentug fyrir útímann.

Þegar hægt verður að fara að byggja aftur í Vatnsmýrinni af myndugleik og flugvallarómyndin farin, væri hugsanlegt, að taka upp svona góðar lóðir fyrir nýbyggðar fornmynjar. 

Þangaðtil, látum þróunina ekki stoppa.

Miðbæjaríhaldið

e.s.

gæti verið, að menn vilji byggja hús í sömu hæð og gömlu húsin voru, vegna þess, að þetta er í ,,aðflugslínu" að Vatnsmýrarvellinum?

Bjarni Kjartansson, 23.4.2007 kl. 14:58

2 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Jón, Skynsamleg og heilbrigð dómgreind hér á ferðinni, í pistli þínum hér að ofan. Núna er einmitt tækifæri að breyta ímynd Lækjartorgs.

Birgir Guðjónsson, 24.4.2007 kl. 00:10

3 identicon

Alveg fyllilega sammála Krumma.

Maður er hættur að skilja hvurslags kjaftakerlingapólitík sjálfstæðisflokkurinn í borginni er farinn að stunda. Fyrst að gefa lóðir og kaupa menn úr húsnæði af því að þeim líkar ekki reksturinn og núna á að spreða peningum í að kaupa brunarústir til að byggja nær alveg eins hús.

Það verður að láta skynsemina ráða í svona löguðu ekki tilfinningar. Hver er það svo sem metur hvaða hús eru merkileg og hver ekki.

Annars finnst mér samlíkingin við Rómarborg ódýr, þar sem þar eru menn í vandræðum með að meta hvort skuli ríkja snilldarbyggingar fornrómverja eða "nýju" byggingar endurreisnarinnar. Einnig eru rómverjar í vandræðum með að leggja nýja Metro línu þar sem í hvert skipti sem þeir grafa holu þá finna þeir rústir :-)

Væri nær að benda á brunann í Edinborg fyrir nokkrum árum, ekki var farið að byggja nákvæmlega sömu húsin þar sem betur fer. Einnig hefði nú verið ansi kjánalegt að byggja tvíburaturnanna aftur í sömu mynd. Þegar gamla dótið er ónýtt þá er það ónýtt.

Jenni (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 07:50

4 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta kaustu yfir þig Bjarni, ég skil ekki hvað þetta kemur flugvellinum við.  Hann er og verður í Vatnsmýrinni um ókomna framtíð og hvaða ímynd skortir Lækjartorg.   Ef menn vilja byggja hús þá byggja menn hús og hver vill ekki ráða útliti eigin húss.

Jakob Falur Kristinsson, 24.4.2007 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 497
  • Sl. sólarhring: 525
  • Sl. viku: 5011
  • Frá upphafi: 2426881

Annað

  • Innlit í dag: 461
  • Innlit sl. viku: 4649
  • Gestir í dag: 443
  • IP-tölur í dag: 418

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband