Leita í fréttum mbl.is

Bjór á bensínstöðvar

Nú stendur til að valdar bensínstöðvar fái að selja bjór og léttvín. Vínmenningarfulltrúar veitingavalds og múgamannagæslu hafa með þessu ákveðið að bjóða upp á þessa neysluvöru í tengslum við akstur bifreiða.

Eftir einn ei aki neinn var sjálfsagt vígorð til að vara við afleiðingum þess að vera ekki alsgáður við akstur. Nú má segja að útúrsnúningurinn úr þessu vígorði hafi orðið ofan á; "fáðu þér tvo og aktu svo".

Akstur og áfengi er ekkert grín eins og ótal mörg dauðsföll og varanleg örkuml fólks sýna best. Bensínstöðvar sem eiga tilveru sína fyrst og fremst undir akstri bifreiða eru því ekki bestu útsölustaðir þessa vímugjafa og passa jafnvel saman og fiskur og reiðhjól eða eitthvað þaðan af afkáralegra.

Á síðasta þingi var lagt fram frumvarp til breytinga á áfengislögum þar sem gert var ráð fyrir að selja mætti bjór og léttvín í matvöruverslunum. Margir brugðust illa við þeirri tillögu og töldu hana vera hið versta mál og færðu ýmis ágætis rök fyrir þeim sjónarmiðum sínum. Málið dagaði því uppi einu sinni enn á Alþingi

Ef til vill gæti það orðið mörgum alþingismanninum til uppljómunar að átta sig á, að láti Alþingi undir höfuð leggjast að ganga frá skynsamlegri löggjöf um mikilvæg mál þá kann svo að fara að þróunin verði enn verri en þeir sem varlega vildu fara ætluðu sér.

Nú hefur það skeð í þessu brennivínssölumáli á bensínstöðvum, illu heilli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er innfluttur ósómi frá Ameríku. Ég veit það, því að þegar ég var með foreldrum mínum í New York árið 1970, þá stoppaði frændi minn einhvern tíma við eina bensínstöðina, ekki bara til að taka bensín, heldur keypti hann kippu af öli í leiðinni. Við vorum alveg hissa á þessu, en þetta er víst algengt í þvísa landi, og er skýringin á því, hvers vegna svo margir aka undir áfengisáhrifum þar. Mesti ósiður, sem ég hefði talið óþarfa að flytja inn. Nóg er það nú samt.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 11:02

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það hljóta að vera sitjandi stjórnvöld sem að leyfa það.

Er það ekki Ólöf Nordal sem er í hlutverki dómsmálaráðherra/ æðsta valds þessu tengdu?

Áfram xd?

Jón Þórhallsson, 17.7.2015 kl. 17:37

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Ekket nýtt í þessu, kæri Jón, varðandi áfengistölu á þjóðvegi 1. Það er er seldur bjór í Borgarnesi og Staðarskála. Og ef ekki léttvín líka. Það væri líklega í bága við samkeppnislög að sumir söluskálar megi selja áfengi á meðan aðrir ekki, eða hvað?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 18.7.2015 kl. 01:18

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

    • Bjór og léttvín hefur verid haegt ad fá á bensínstödvum sídan 2008. Thetta er selt thar sem veitingastarfsemi er rekin samhlida eldsneytissölunni. Undarlegt ad thad taki 7 ár, ádur en nokkur virdist átta sig á thessu.

    • Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

    Halldór Egill Guðnason, 18.7.2015 kl. 17:23

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Jón Magnússon
    Jón Magnússon

    Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

     

    Eldri færslur

    Des. 2024
    S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5 6 7
    8 9 10 11 12 13 14
    15 16 17 18 19 20 21
    22 23 24 25 26 27 28
    29 30 31        

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (25.12.): 217
    • Sl. sólarhring: 506
    • Sl. viku: 4433
    • Frá upphafi: 2450131

    Annað

    • Innlit í dag: 198
    • Innlit sl. viku: 4127
    • Gestir í dag: 194
    • IP-tölur í dag: 192

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband