Leita í fréttum mbl.is

Pópúlískir hægriflokkar

Fréttablaðið fjallar í dag um fylgisaukningu stjórnmálaflokka á Norðurlöndunum sem blaðið kallar pópúlíska. Hugtakið pópúlískur flokkur ratar ekki inn í orðabók Háskóla Íslands, en orðfærið er tamt vinstri sinnuðum menntahrokamönnum sem nota það í fyrirlitningarskyni,en þó oftar pópúlískur öfga hægri flokkur.

Samkvæmt orðskýringu þá er pópúlískur stjórnmálaflokkur eða stjórnmálamaður sé sem telur sig fulltrúa venjulegs fólks (ordinary people) og vilja auka réttindi þess og völd. Frægustu pópúlistar fortíðarinnar eru Júlíus Sesar og Ágústus Rómarkeisarar.

Vinstri sinnað fjölmiðlafólk og menntaelíta notar hugtakið "pópúlískur" sem skammaryrði og reynir að koma því inn hjá fólki að samnefnari sé á milli "pópúlisma" og þess að vilja að lönd hafi stjórn á landamærum sínum. Ef stjórnmálaflokkur vill takmarka straum innflytjenda þá er sá í munni "vinstri sinnaða gáfumannafélagsins" hægri pópúlisti jafnvel þó hann eða hún sé ekkert hægri eða vinstri heldur vilji koma í veg fyrir stórslys í innflytjendamálum.

Fréttablaðið vandræðast yfir að hægri pópúlistaflokkar væru að auka fylgi sitt og nefnir Danska þjóðarflokkinn, Svíþjóðardemókrata og Sanna Finna. Þessir flokkar vilja allir eðlilega stjórnsýslu varðandi ólöglega innflytjendur. Blaðamaðurinn gleymir Fremskritspartiet í Noregi af einhverjum ástæðum. Allir þessir flokkar mælast nú með næstmesta fylgi allra stjórnmálalfokka í löndum sínum.

Hvað þá með flokka á Íslandi? Hvaða flokkar eru það sem halda því helst fram þeir séu flokkar venjulegs fólks sem samkvæmt skilgreiningu eru þá pópúlískir flokkar.  Verður þá ekki fyrst til að nefna Pírata og Vinstri græna. En þessir flokkar vilja hins vegar opin landamæri og þá falla þeir ekki undir hægrið eða pópúlisma hjá sjálftökumönnum á vinstri vængnum í pólitískum orðskýringum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Var ekki Juan Perón, forseti Argentínu 1946-1955 og 1973-74 (ásamt konum sínum tveimur, Evitu, 2. konunni, og þeirri þriðju, Isabel Perón, sem var forseti 1974-76) flokkaður sem popúlisti og kannski sá frægasti á 20. öld, nema þetta vinstra-"mennta"-lið vilji telja nazista og fasista í sama hópi?

En Perón rak enga beina eða harða hægri stefnu, hann var fremur pragmatisti, en stóð með vinnandi fólki og var nálægt miðjunni, ekki satt, rétt eins og Sannir Finnar.

Jón Valur Jensson, 24.7.2015 kl. 13:51

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ju hann fellur undir skilgreininguna heldur betur. Peron og flokkur hans eru skilgreindir til vinstri.

Jón Magnússon, 25.7.2015 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 501
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband