Leita í fréttum mbl.is

Jónína Bjartmars og ríkisborgararéttur tengdadótturinnar.

Sumir muna e.t.v. eftir hremmingum við stjórnarmyndun borgaraflokkana í Svíþjóð eftir síðustu kosningar þar sem tvær konur sem áttu að verða ráðherrar urðu að hætta við það.

Það var leiðinlegt að sjá þau Bjarna Bendiktsson Guðjón Ólaf Jónsson og Guðrúnu Ögmundsdóttur segja það í sjónvarpinu að allt hefði verið í lagi með afgreiðslu á máli tengdadóttur Jónínu Bjartmarz og og þau hefðu ekki vitað um þessi tengsl. Þessar staðhæfingar þeirra  eru rangar.

Það er verklagsregla þegar mál eins og mál tengdadóttur Jónínu eru til skoðunar hjá 3 manna nefnd Alsherjarnefndar Alþingis að kannað er sérstaklega hvar viðkomandi einstaklingur býr, fjárhagsaðstæður og hverjum viðkomandi tengist hér á landi. Hafa verður í huga að þegar málið komi til skoðunar á borði þeirra Bjarna Benediktssonar, Guðjóns Ólafs og Guðrúnar að þá hafði umsókn tengdadótturinnar verið hafnað af útlendingaeftirlitinu og dómsmálaráðuneytinu.

Þriggja manna nefnd alsherjarnefndar sem þau Bjarni, Guðjón og Guðrún sátu í bar að athuga mál og stöðu tengdadóttur Jónínu í samræmi við verklagsreglur í nefndinni. Það hljóta þau að hafa gert og vitað nákvæmlega um stöðu mála og tengsl stúlkunnar við Jónínu. Annars hefðu þau  brotið gegn þeim starfsreglum sem hafa verið viðhafðar í alsherjarnefnd. Hafi þau lagt til að stúlkunni væri veittur ríkisborgararéttur án þess að hafa kannað málið með eðlilegum hætti  þá hafa þingmennirnir vanrækt starfsskyldur sínar. Hvorki staðhæfingar og skýringar þingmannana í Alsherjarnefnd Alþingis né skýringar Jónínu Bjartmars standast skoðun.  Því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fullkomlega sammála, greinargóð útlistun í málinu!  takk fyrir.

Þórhallur V Einarsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

sammála Jón, ég var búin að minnast á þetta á blogginu hjá nokkrum einstaklingum, þeir hljóta að þurfa að vita hvar þessi einstaklingur býr og hverjar heimilisástæður eru.

Hallgrímur Óli Helgason, 29.4.2007 kl. 21:03

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er svo slæmt með allt þetta minnisleysi hjá Alsherjarnefnd. Minnisleysið eitt sér getur ekki verið eðlilegt.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.4.2007 kl. 22:04

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Þekki vel til þessa málaflokks.Þetta er  Jón hárrétt útskýring þín á málinu.

Kristján Pétursson, 29.4.2007 kl. 22:09

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta mál er aulalegra en orð fá lýst. Jónína hefði mátt segja sér það sjálf að þetta yrði blásið út fengi tengdadóttirin ríkisborgararéttinn á óeðlilega stuttum tíma. Hvers konar blinda er það að búast við að þetta mál fari hljóðalaust í gegnum kerfið. Jónína hefði frekar átt að tryggja það að tengdadóttirin fengi ríkisborgararétt á nákvæmlega þeim tíma sem hún hefði á rétt til. Hvers vegna lá svona mikið á? Var ekki tengdadóttirin í góðri umsjá valdamikillar tengdamóður? Eða þurfti að gera þetta á meðan tengdamóðirin hafði ENNÞÁ einhver áhrif?

Haukur Nikulásson, 29.4.2007 kl. 22:48

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega sammála.

kv.gmaria. 

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.4.2007 kl. 22:49

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það verður að breyta þessu, óhæfa að þingmenn sinni þessu starfi, er ekki nær að það liggi hjá sýslumönnum?

Ester Sveinbjarnardóttir, 30.4.2007 kl. 00:15

8 Smámynd: Jens Guð

  Takið eftir því að Guðjón Ólafur (varaformaður og samflokksmaður Jónínu),  Bjarni Ben (formaður) og Guðrún Ögmunds hafa ekki gefið upp hver rök voru fyrir flýtimeðferð á tengdadóttur Jónínu.  Þau bera við minnisleysi (muna ekki af hverju þau afgreiddu flýtimeðferðina) og því að hafa ekki vitað af tengslum tengdadótturinnar við Jónínu.  Samt vissu þau að Jónína á S-Ameríska tengdadóttir.  Sameiginlegt lögheimili tengdadótturinnar og Jónínu kveikti engum bjöllum.  Trúlegt?  það er ekki eins og þetta fólk sé að afgreiða á færibandi þúsundir flýtimeðferða.  Þetta eru örfá tilfelli og það er ekki sannfærandi að afgreiðslan sé án athugunar. 

Jens Guð, 30.4.2007 kl. 02:57

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já ákkurat Jens...........engin rök

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.4.2007 kl. 08:50

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég get ekki annað en verið sammála. Bendi ykkur þó á að lesa bloggið mitt um þetta mál. En auðvitað snýst þetta að lokum allt um heitasta baráttumál okkar Frjálslyndra, sem sagt að öll efni þessa viðkvæma máls eru í skötulíki í dag. Verst í því máli er að allir aðrir flokkar hafa tekið þá ákvörðun að standa staðir eins og gömul belja sem á að skipta um fjós, þegar kemur að því að sameinast um eðlilegar lausnir og setja traustar reglur. Og það eru engar líkur á því að fyrstu tilraunir í þá veru verði endanlegar. Í þessu máli kann enginn neitt ennþá og hvergi hef ég séð að öðrum þjóðum hafi tekist að búa þær reglur til sem allir eru sáttir við.

Niðurstaða:   Allir aðrir flokkar, gamlir sem nýir hafa tekið þá ákvörðun að hafna öllum tillögum okkar og eiga þetta mál áfram í farvegi heimskunnar.

Árni Gunnarsson, 30.4.2007 kl. 11:01

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur hér, ótrúlegt mál og allur málatilbúningur um að fréttamenn fari offari vegna þessa máls og séu að ráðast að Jónínu að ósekju. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 274
  • Sl. sólarhring: 370
  • Sl. viku: 4490
  • Frá upphafi: 2450188

Annað

  • Innlit í dag: 249
  • Innlit sl. viku: 4178
  • Gestir í dag: 241
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband