Leita í fréttum mbl.is

Koma verður í veg fyrir mannsal og misnotkun á fólki.

Það eru rúm 200 ár síðan Bretar og Danir samþykktu lög sem bönnuðu þrælasölu. Samt sem áður les maður um að viðskipti með fólk hafi aldrei verið meiri en einmitt núna. Í Bandríkjunum og Evrópu eru ungar konur m.a. hnepptar í kynlífsþrælkun. Gegn þessu verður að vinna með öllum ráðum.

Ég hef sett fram þá hugmynd að við legðum til að sett yrði á fót sérstök samevrópsk lögregludeild.  Sem hefði það sérstaka verkefni að uppræta mannsal í hvaða formi sem það væri og vinna að því að koma í veg fyrir því að frelsi fólks væri af því tekið. Þetta er ósómi sem verður að vinna gegn. Hvort heldur mannsal viðgengst á Íslandi eða ekki þá eigum við að taka forustu um að koma þessum ófögnuði út í ystu myrkur.

 


mbl.is Rannsaka þarf hvort mansal teygi anga sína hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

því miður eru margar evrópskar löggudeildir látnar líta undan þegar mansal er annarsvegar, þar er verið að hugsa um hag kúnnans sem vill geta keypt sér aðgang að líkama annarra - það eru oft túristar sem hægt er að græða á. So þó að þeir skemmi nokkrar sálir..... Í sumum löndum er lögreglan búin að vera "involveruð" í mansalsferlið of lengi til að því sé hægt að breyta. Annars eru góðar hugmyndir í þessari grein. Ísland á að sjálfsögðu að taka forystu og fara sínar eigin leiðir.

halkatla, 30.4.2007 kl. 18:34

2 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Kæri Jón.  Ég þakka þér kærlega fyrir að taka þetta mál til umræðu.  Það er sannarlega ekki vanþörf á.  Það er aðeins stutt síðan alþjóðasamfélaginu varð ljóst hve mikið vandamál mansal er og þá sérstaklega mansal í tengslum við kynlífsþrælkun og klámiðnaðinn.  Sjálfur hef ég starfað við mansalsbaráttu í Bosníu-Herzegóvínu en þar blómstraði þessi tegund þrælahalds eftir borgarastyrjöldina sem lauk árið 1995.

Hin friðsælu Vesturlönd fara síður en svo varhluta af þessari skipulögðu glæpastarfsemi.  Hluti af stúlkunum sem ég ræddi við í Bosníu hafði verið fluttur til Vestur-Evrópu, neyddar í vændi en tekist að flýja heim.  Þar hafði þeim verið rænt að nýju og þær seldar til Balkansskagans. 

Varðandi stöðuna á Íslandi get ég upplýst að við höfum síður en svo farið varhluta af þessu vandamáli hér.  Flestar "súludansmeyjarnar" voru t.d. "keyptar" í Austur-Evrópu meðan þær störfuðu hér sem listamenn án atvinnuleyfa.  Eftir að krafist var atvinnuleyfis voru þessar konur fluttar til landsins sem "gestir" aðila sem tengdust súlustöðunum.  Sem betur fer hefur dregið úr þessu en virðist vera að aukast að nýju.  Ég hef nýverið tekið að mér að vera íslenskur talsmaður nýstofnaðra alþjóðlegra samtaka, STOP - International, sem stofnuð eru til þess að fást við þetta vandamál á heimsvísu.

Ég hef velt því fyrir mér, hvort þessi mansalsstarfsemi þrífist í skjóli strangra innflytjendareglna sem ríkin setja.  Stúlkur í fátækari löndum dreymir um betra líf og vilja komast til Vesturlanda.  Þær geta það ekki vegna krafna um atvinnuleyfi, landvistarleyfi og annað sem gerir þeim í raun ókleyft að komast þetta með eðlilegum hætti.  Þegar þær hitta svo menn, sem segjast geta reddað þessu öllu, falla þær í gildruna.  Með vegabréf sem mennirnir afhenda þeim, og vegabréfsáritanir í þeim, fara þær yfir landamæri.  Þar sem þetta eru fölsuð skilríki eru þær þar með orðnar glæpamenn og þar með á valdi þeirra sem eru að flytja þær. 

Íslenskir dómstólar hafa dæmt þessar stúlkur í fangelsi þótt fyrir liggi í dómunum að dómurinn fallist á að viðkomandi séu fórnarlömb mansals.  Hæstiréttur hefur m.a.s. þyngt refsingarnar á þann veg að gera þær óskilorðsbundnar.  Þetta var lengi vel það sem íslensk stjórnvöld gerðu í mansalsmálum.  Nú skilst mér hins vegar að eitthvað mál sé til rannsóknar á höfuðborgarsvæðinu og er það vel.

Hitt er annað mál að rannsókn á mansali er flókið ferli og útheimtir tíma og umfangsmikla þekkingu á viðfangsefninu.  Hingað til hefur manni þótt skorta mikið upp á að íslensk lögregla ráði við það verk.  Auk þess var, a.m.k. á "súlustaðatímanum" einhver hópur lögreglmanna sem sótti staðina.  Rekstraraðilar staðanna gættu þess vel að taka á móti þessum mönnum af mikilli gestrisni og kann það að hafa ráðið því, ásamt þekkingarleysi, að ekki varð úr rannsóknum á mansali í tengslum við staðina.

Ég reikna ekki með því að þú sért sammála þessu með áhrif hafta á mansal en það er hið besta mál að hafa mismunandi skoðanir.  En ég þakka þér aftur fyrir að taka málið til umræðu.

Hreiðar Eiríksson, 30.4.2007 kl. 18:51

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ykkur frjálsyndum að fatast flugið ? Maður gæti haldið það af skoðanakönnunum. Enda eruð þið búnir að útþynna innflytjendamálið svo mikið að það sér enginn neitt sérstakt útúr því. Og verðtryggingarbullið er líka búið að taka sinn toll af trúverðugleikanum. Sástu hvað Geir var góður í kvöld. Það sjá allir muninn á honum og vinstriflokkunum. Tókstu eftir hvað hann sagði um verðtrygginguna ? Kveðja Halldór

Halldór Jónsson, 30.4.2007 kl. 22:54

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já mansal er sannarlega vandamál sem þörf er að ræða og hinir ýmsu angar sem úsjónarsamir apakettir um víða veröld eru tilbúnir til þess að taka þátt í af hagnaðarhvötinni einni saman þar sem fólk er selt og keypt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.5.2007 kl. 00:25

5 Smámynd: Kolgrima

Mannsali þarf að útrýma með öllum ráðum. Var að lesa grein um árangur Svía í baráttunni við kaupum og sölum á ungum stúlkum sem talið er vera einna minnst hjá þeim í heiminum. Það er frábær árangur og um að gera að læra af þeirra reynslu. En mansal er auðvitað ekki eingöngu bundið við kynlífsþrælkun.

Kolgrima, 1.5.2007 kl. 04:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5766
  • Frá upphafi: 2472436

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband