Leita í fréttum mbl.is

Hvað eru brýnustu baráttumálin 1. maí.

Atvinnuöryggi og næg atvinna fólksins í landinu er brýnasta hagsmunamálið. Forsenda þess er að skynsamlega verði haldið á skipulagi atvinnumála þjóðarinnar og ríkisvaldið fari ekki í tryllta samkeppni á vinnumarkaðnum eins og verið hefur.  Ríkisvaldinu ber að draga saman í góðæri og vera tilbúið til að koma af afli inn á markaðinn þegar ver gengur. Þessa hefur ríkisstjórnin ekki gætt.

Ábyrgir stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn geta ekki og mega ekki búa sér til fyrirfram hindranir eða tálmanir sem geta leitt til fjöldaatvinnuleysis. Stefnumörkun Vinstri grænna um stóriðjustopp í ákveðinn árafjölda er glamuryrði. Því miður hefur Samfylkingin farið í humátt á eftir þessari stefnumörkun.

Enginn ábyrgur stjórnmálamaður ákveður fyrirfram að hann ætli frekar að velja fjöldaatvinnuleysi en vinnu fyrir fólkið í landinu. Allt tal um að við séum að misbjóða íslenskri náttúru með vatnsaflsvirkjunum er innantómt og rangt. 

Frjálslyndi flokkurinn vill varast óeðlilega þenslu og hefur þess vegna markað þá stefnu að gangast ekki fyrir frekari stórvikjunum á SV horninu meðan þensla er þar. Aðra ákvörðun verður að taka breytist ástandið. Þetta er eina ábyrga stefnan í atvinnumálum.  Við veljum vinnu fyrir fólkið í landinu. Vinna og velmegun. Stöndum vörðu um atvinnu fólksins í landinu og áunninn réttindi.

Verndum launakjör fólksins. Íslenskir launþegar til hamingju með daginin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón burt með verðtrygginguna segir þú jú það er af hinu góða. Enn hvað í hennar  stað?  Þú komst svo að orði í þætti hjá Sigurði G á útvarp sögu að veðtrygging væri hækja veikrar krónu ef við tökum hækjuna af  fötluðum manni þá erum við að gera vonda hluti. Því spyr ég hvernig ætlar þú að lækna sjúklinginn það er krónan í þessu tilviki sem er sjúklingurinn ekki nægir að taka hækjuna burt hún læknast ekki við það.

aldan (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 12:33

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sæll Jón,
Til hamingju með daginn. Mig langar að forvitnast um utanríkisstefnu frjálslyndra, Valgerður Sverrisdóttir hefur lýst því yfir að hún vilji koma á stjórnmálasambandi við Palestínu, sem væri svo sem gott og gilt nema að það eru hryðjuverkasamtök að nafni Hamas sem sjórna því landi. Er ekki nóg að Ísland lýsti yfir stuðningi við viðbjóðinn í Írak? Þurfum við endilega að bætta hryðjuverkasamtökum á vinalistann?
Þess vegna spyr ég þig, hver er ykkar afstaða til málefna Palestínu?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.5.2007 kl. 12:44

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það sem ég hef talað um varðandi verðtrygginguna og það sem þú ert að vísa til er breytt viðmiðun varðandi krónuna þ.e. að gengisviðmiðunin sé ákveðin gengiskarfa miðað t.d. við helstu viðskiptalönd okkar. Þá gæti halti maðurinn gengið en þyrfti enga hækju. Krónan yrði þá verðmælir í öllum viðskiptum en ekki gerviviðmiðun eins og verðtrygging lána.

Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins svarar í raun spurningu þinni Guðsteinn í blöðunum í dag.  Við vorum á móti siðferðilegri þáttöku í Íraksstríðinu og viljum að landið verði tekið af lista yfir hinar viljugu þjóðir. Varðandi Palestínumenn þá er spurningin hvernig þokar þú hlutum áfram. Yassir Arafat var skilgreindur sem hryðjuverkamaður þegar menn settust með honum til að reyna að ná samkomulagi. Var það rétt? Ég tel það. Ég næ ekki að samþykkja þig sem bloggvin af því að kerfið stoppar það. Vantar einhvern öryggiskóða varðandi þig.

Jón Magnússon, 1.5.2007 kl. 12:56

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

??? Öryggiskóða? Ég er kannski svona hættulegur ..  Jæja, gætir þú bætt mér í bloggvinahópinn með því að smella á nafn mitt þannig að þú farir á mína síðu, og bæta mér inn þannig. Þá ætti það að reddast. Mér væri nefnilega sannur heiður að fá þig sem bloggvin, ég ber mikla virðingu fyrir þér og þínum málflutningi.

En rétt er það Jesser Arafat var skilgreindur hryðjuverkamaður, en það er stór munur á þeim og verk þeirra dæma sig sjálf. Arafat var skárri kostur en það sem nú er. En ég þakka þér fyrir greinargóð svör.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.5.2007 kl. 21:33

5 Smámynd: Jón Magnússon

Með mikilli ánægju ágæti Guðsteinn Haukur. En vandamálið er að ég er svo tæknilega ófullkominn að ég kann ekki annað en samþykkja bloggvini. Ég kann ekki að biðja um þá. En ég skal athuga á morgun hvort einhver vinsamlegur vill hjálpa mér með málið.

Jón Magnússon, 1.5.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 387
  • Sl. sólarhring: 662
  • Sl. viku: 5925
  • Frá upphafi: 2462599

Annað

  • Innlit í dag: 361
  • Innlit sl. viku: 5362
  • Gestir í dag: 352
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband