Leita í fréttum mbl.is

Hverjum á að trúa?

Guðrún Ögmundsdóttir Samfylkingarþingmaður sagði að gögnin um afgreiðslu hennar, Bjarna Benediktssonar og Guðjóns Ólafs Jónssonar á máli tengdadóttur Jónínu Bjartmars væru kominn í pappírstætara. Nú segir Bjarni Benediktsson þegar honum þóknast eftir þriggja daga fjarveru að svara fjölmiðlum um málið að gögnin sem Guðrún segir að hafi lent í pappírunum verði afhent Sigurjóni Þórðarsyni þingmanni Frjálslynda flokksins þegar búið verði að flokka þau.

Hvenær skyldi vera búið að flokka gögnin? 15 maí að loknum kosningum eða næstu daga. Fróðlegt verður að sjá hvaða gögn verða afhent og hvað kemur í ljós. Miðað við það sem Bjarni Benediktsson segir um að gögnin verði afhent og það sé verið að flokka þau, þá er Guðrún Ögmundsdóttir að segja ósatt þegar hún segir að þeim hafi verið eytt.  Þegar hafa þau Bjarni og Guðrún orðið tvísaga. Gæti það orðið í fleiri þáttum þessa máls?

Watergate málið byrjaði sem lítið mál. En þar urðu ráðamenn margsaga og djúpir hálsar (deep throat) voru tilbúnir að koma upplýsingum á framfæri /

Raunar eins og í þessu máli.

Þau Guðrún, Bjarni og Guðjón Ólafur ættu að hafa það í huga þegar þau gefa yfirlýsingar í málinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þú ert illa læs, Bjarni segir að það komi yfirlýsing frá honum í dag.

ps. hvar ætlar xF að skera niður í velferðinni á móti kosningaloforðum um skattalækkun, sjá hér?

Gestur Guðjónsson, 2.5.2007 kl. 13:54

2 Smámynd: AK-72

Hvar hefur þetta komið fram, þetta með Guðrúu Ögmunds og pappírstætarann? Það hefur einhvern veginn fraið algjörlega framhjá manni

AK-72, 2.5.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 668
  • Sl. viku: 5566
  • Frá upphafi: 2462240

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 5027
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband