Leita í fréttum mbl.is

Tengdadóttirinn þurfti að komast inn á Evrópska efnahagssvæðið.

Þá er það komið fram að tengdadóttir Jónínu Bjartmars umhverfisráðherra þurfti að fá íslenskan ríkisborgararétt til að komast inn á Evrópska efnahagssvæðið. Ekki vegna þess að hún ætlaði að búa hér. Ekki vegna sérstakra tengsla  við land þjóð og umhverfisráðherra. Nei bara til að hafa frjálsan aðgang að Evrópska efnahgssvæðinu. Hvað skyldu margir tugir milljóna fólks vilja slíka fyrirgreiðslu?

Væntanlega hafa þau Bjarni Benediktsson, Guðjón Ólafur Jónsson og Guðrún Ögmundsdóttir staðið alveg klár á þessu þegar þau lögðu til við Alþingi að stúlkan fengi íslenskan ríkisborgararétt  á þessum forsendum. Spurningin er hins vegar af hverju höfnuðuð þau þeim umsækjendum sem ekki fengu náð fyrir augum þremenningana. Getur verið að afgreiðsla málsins hafi verið ómálefnaleg. Reynist svo vera að afgreiðslan hafi miðað við fordæmi verið ómálefnaleg þá er spurningin af hverju?

Það er áleitin spurning einkum vegna þess að þau Bjarni Benediktsson, Guðjón Ólafur Jónsson og Guðrún Ögmundsdóttir segjast ekki hafa vitað um atriði sem þeim bar að kanna varðandi umsókn stúlkunnar og tillögu um ríkisborgararétt. 

Hvort sem þessir nefndarmenn Alsherjarnefndar Alþingis vissu um tengsl stúlkunnar við Jónínu eða ekki þá hljóta þau fyrst svona er komið að gefa trúverðuga skýringu af hverju þau vildu rugla biðröðinni og hleypa stúlkunni fram fyrir ýmsa sem áttu betri rétt. Af hverju Bjarni? Af hverju Gjón? Af hverju Guðrún?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Þetta er eitthvað voðalega leiðinlega loðið mál, sýnir mér að einhver spilling sé í gangi Það er ekki gott að vita af svoleiðis þegar einstaklingar eru að stjórna landinu okkar.

Kær kveðja til þín Jón,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 2.5.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Það mætti nú alveg hækka þessi námslán okkar aðeins sko .... sá sem kom frá Jóni Magnússyni á fund um daginn í Háskóla Íslands ásamt þingmönnum annara flokka vakti von hjá mér

Inga Lára Helgadóttir, 2.5.2007 kl. 17:11

3 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Inga Lára það á að hækka námslán og námsmenn eiga að hafa leyfi til að vinna sér fyrir milljón á ári án þess að lánamöguleikar þeirra úr LÍN skerðist.

Jón Magnússon, 2.5.2007 kl. 18:32

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég held að við séum sammála um ýmislegt Jón minn

Inga Lára Helgadóttir, 2.5.2007 kl. 19:53

5 identicon

Við verðum nú að hafa smá samúð með Jónínu Bjart.   Hún á hrós skilið fyrir að beita frumlegum aðferðum til að fjölga framsóknarmönnum.

Kristinn Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 23:28

6 identicon

Það er sagt um byltinguna að hún sé lögleg ef hún heppnast og eins finnst mér þetta mál Jónínu Bjartmarz og tilvonandi tengtadóttir hennar. Við áttum aldrei að komast að þessu, þetta átti aldrei að koma upp á yfirborðið, því hefði farið svo, þá hefði þetta verið allt ílagi.

Þremennigarnir í Allherjarnefnd fóru í fyrstu undan í flæmingi og létu ekki ná í sig til að svara fyrir sínar gjörðir í Allherjarefnd. Það tók þá smá tíma að átta sig á því að þögnin ein dyggði ekki í þessu máli. Þeir þyrftu að svara. En svo kemur Bjarni (erfðaprins sjálfstæðisflokksins)fram í sjónvarpinu með hrokka og finnst að sér sé vegið ef hann fær spurningar um það hvernig Allherjarnefnd starfar, eins og engum komi það við.

Bjarni ætti að hafa það í huga að þegar hann bauð til þings þá bauð hann sig fram til þess að verða þjónn fólksins og sem slíkur á hann sýna smá auðmýkt og virðingu þegar almenningur leitar svara, við því hvernig hann starfar. Framkoma hans undanfarið hefur ekki verið honum til framdráttar.  Svona hagar erfðaprins sér ekki.

Mér finnst að Jónína og þremenningarnir Allherjarnefndar eigi að segja af sér vegna þessa máls.

Gunnar Tryggvason (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 670
  • Sl. viku: 5538
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5001
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband