Leita í fréttum mbl.is

Neytendur borga starfslok Bjarna.

Bjarni Ármannsson hefur fengið mynarlega brottfarargjöf frá nýrri stjórn Glitnis áður Íslandsbanka. Þessi gjöf er út fyrir öll velsæmismörk. Milton Friedman átrúnaðargoð Frjálshyggjumanna sagði á sínum tíma að það væri ekkert til sem héti ókeypis hádegisverður það væri alltaf einhver sem borgaði. Þannig er það líka með kaupauka og starfslokasamninga upp á milljarða.

Það er regindjúp á  milli fólks sem á ekki fyrir mat út mánuðinn í íslensku velferðinni og bankastjóranna sem fá skammtaða kaupsamninga, kaupaukasamninga og starfslokasamninga sem nema hærri fjárhæð en starfsmenn í meðalstóru bankaútibúi Glitnis geta látið sig dreyma um að fá sameiginlega í laun fyrir alla starfsævi sína. Ég spyr hvað var athugavert við að vera með hátekjuskatt? Mundi það ekki jafna kjörin lítilega?  Af hverju fannst Sjálfstæðisflokknum svona mikilvægt að afnema hátekjuskattinn en mega ekki heyra á það minnst sem við Frjálslynd leggjum til að afnema lágtekjuskattinn.

Bankokrið á neytendur sem hefur fengið að þrífast í skjóli stjórnavalda og skertrar samkeppni. Verðtrygging á lánum er þar  verst. Íslenskir neytendur borga hæstu húsnæðislánin í Evrópu og þó víðar væri leitað. Ég hef lengi krafist þess að við segðum bankaokrinu stíð á hendur og afnemum verðtrygginguna af lánum, þessa hækju ruglaðs gengiskerfis.

Fólkið í landinu á líka rétt á því að fá að lifa og njóta annars en skuldsettrar framtíðar. Bruðlið í bankakerfinu sem kristallast í dapurlegum fáránleika starfslokasamnings Bjarna Ármannssonar ætti að opna augu almennings fyrir því að svona er ekki hægt að líða.  Svona gerir maður ekki.

Forgangsröðum fyrir fólk. X-F


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 431
  • Sl. viku: 3847
  • Frá upphafi: 2428068

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 3558
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband