Leita í fréttum mbl.is

Góð frammistaða Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Magnús Þór Hafsteinsson stóð sig sýnu best í þætti Stöðvar 2 í kvöld með efstu mönnum á framboðslistum fyrir Alþingiskosningarnar. Össur Skarphéðinsson var líka snarpur og mér finnst alltaf gaman að sjá til Katrínar Jakobsdóttur. Hún kemst yfirleitt vel frá sínu máli.

Málflutningur Guðlaugs Þórs var frekar dapur og sýnir e.t.v. betur en margt annað hvað Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn úrræðalaus, þreyttur kerfisflokkur. Flokkur sem hefur hækkað skatta á almenningi gegndarlaust. Það þýðir lítið fyrir talsmenn Sjálfstæðisflokksins eins og Guðlaug að tala um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lækkað skatta á fólkinu í landinu. Tölulegar staðreyndir sýna að það er tómt rugl. Á valdatíma Sjálfstæðisflokksins síðustu 15 ár hafa opinber útgjöld aukist úr 32% af þjóðartekjum í 42%. Hvaðan koma tekjurnar? Frá fólkinu í landinu. Hvað hefur mikið af þessari 10% aukningi útgjalda runnið til velferðarmála? Aðeins 4%. Þess vegna hefur myndast velferðarhalli í þjóðfélaginu. Velferðarhalli sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn bera alla ábyrgð á.

Við Frjálslynd höfum bestu stefnuna í velferðarmálum. Hækkum skattleysimörkin í 150.000 leyfum bótaþegum að vinna fyrir milljón á ári án skerðingar bóta. Afnemum tekjutengingu við maka og skattleggjum lífeyri sem fjármagnstekjur.

X-F Frjálslyndi flokkurinn fyrir fólkið í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir þetta. Vil bæta því við að ég hefði viljað sjá einhvern úr stjórnarandstöðunni reka klisju Guðlaugs Þórs um frelsi einstaklingsins ofan í kokið á honum. Enginn stjórnmálaflokkur hefur jarðað frelsi einstaklingsins jafn rækilega og flokkur hans með hæstu vöxtum í vestrænum ríkjum.

Hann hlýtur að hafa meint frelsi fésýslustofnana til að mergsjúga einstaklinginn í þessu landi.

Árni Gunnarsson, 3.5.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 659
  • Sl. sólarhring: 802
  • Sl. viku: 6212
  • Frá upphafi: 2461465

Annað

  • Innlit í dag: 597
  • Innlit sl. viku: 5661
  • Gestir í dag: 583
  • IP-tölur í dag: 571

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband