Leita í fréttum mbl.is

Að lesa bara hluta sannleikans

Fjölmiðlar hafa birt niðurstöðu síðustu skoðanakönnunar Gallup þar sem sagt er að 36% aðspurðra styðji Pírata. Hinar talandi og skrifandi stéttir fjalla síðan um málið út frá þessari gefnu forsendu þó hún sé alröng og einfalt að lesa það er nánar er skoðað. Hvað sem því líður þá er fylgi Pírata svo mikið að stjórnmálamenn í öllum hinum flokkunum geta ekki skoðað það sem annað en áfellisdóm yfir störf sín.

En fylgistölur úr skoðanakönnuninni sem fjölmiðlar birta eru rangar. Aðeins 15.7% aðspurðra segjast ætla aða kjósa Pírata og 9.1% ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en aðeins 3.9% Samfylkinguna svo dæmi séu tekin.

Ekki er tekið með í reikninginn við úrvinnslu fréttar af skoðanakönnuninni að stærsti hópur skoðanakönnunarinnar þ.e. þeir sem svara ekki og gefa ekki upp afstöðu eru 57% aðspurðra eða góður helmingur. Einungis 43% aðspurðra treystir sér til að nefna stuðning við einhvern stjórnmálaflokk. Það er sú alvarlega staða sem hrjáir stjórnmálin í dag.

Það er alvarleg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem allt frá stofnun sinni fyrir tæpri öld hefur jafnan verið stærsti flokkur þjóðarinnar, að ekki skuli fleiri en 9% aðspurðra í skoðanakönnun lýsa yfir stuðningi við hann. Fyrir flokk sem hefur stundum náð yfir 40% fylgi er þetta mjög alvarlegur áfellisdómur. Er það virkilega svo að einungis 9% styðji stefnu Sjálfstæðisflokksins eða er það eitthvað annað sem hrekur fólk frá flokknum?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afar góðar ábendingar, nafni: "Aðeins 15,7% aðspurðra segjast ætla aða kjósa Pírata og 9,1% ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en aðeins 3,9% Samfylkinguna svo dæmi séu tekin.

Þjóðin er þreytt á stjórnmálaflokkunum, og jafnvel þann nánast ónotaða, Óvitaflokkinn (sem þó er farinn að svíkja kosningaloforð sín í borgarstjórn), vilja 84,3% EKKI kjósa!

Jón Valur Jensson, 3.9.2015 kl. 10:45

2 identicon

Ég er hjartanlega sammála því, sem þú segir, og tek undir hvert orð. Það er ómögulegt að botna neitt í þessu, eða hvers vegna Píratarnir eru allt í einu orðnir svona vinsælir. Þó að ég hafi í grein hér í blaðinu um daginn verið að benda á, að það sé vegna þess, hversu vel þeir haga sér, ólíkt vinstri flokkunum svokölluðu, sem eru með upphlaup og læti út af öllu smáu og stóru, og má kalla óánægju af hálfu kjósenda þess vegna eða mótmæli, þá finnst mér alveg óskiljanlegt, ef fólk ætlar virkilega að kjósa þetta yfir sig, þar sem þetta er fólk úr sitt hverri áttinni, með ólík og óljós stefnumál, og eins og Guðni Ágústsson bendir á í grein í blaðinu í dag, minnir meira á Ragnar Reykás heldur en nokkuð annað. Þó að tölvukynslóðin, unga fólkið, sem tekur við þessu landi, sé reiðubúin að kjósa þetta, þá skil ég ekkert í því fólki af okkar kynslóð og eldri, sem aðhyllist þennan flokk, sem er ekki með nein stefnumið og óljósa framtíð, - flokk, sem vill varla kalla sig flokk. Ég get spurt sömu spurninga og þú, og raunar Guðni Ágústsson spyr líka í grein sinni, varðandi þessa traustu, gamalgrónu flokka ykkar. Fólkið í landinu þekkir þá og veit, hvað þeir standa fyrir, og getur treyst þeim. Vinstri flokkarnir svokölluðu eru allir í upplausn, og nánast að þurrkast út. Það kemur mér svo sem ekki á óvart, þótt fólkið sé búið að fá nóg af því fólki, sem er á þingi og borgarstjórn á þeirra vegum, eins og það hefur komið fram til þessa. Borgarstjórnarflokkur vinstra armsins er nú ekki svo gæfulegur, og ekki höguðu þingflokksmennirnir sér svo vel á síðasta vetri, að vert sé að verðlauna þá með háum tölum í skoðanakönnunum. Það var ömurlegt að horfa upp á þau ósköp. Gott, ef fólk er ekki að segja þeim, að kjósendur vilji ekki svona framkomu af þeirra hálfu, sífellt upphlaup í tíma og ótíma út af öllu mögulegu og ómögulegu heilu vikurnar í einu, svo að það er ekki hægt að komast áfram með nein mál eða starfa að viti þarna inni. Eins og stjórnarflokkarnir hafa staðið sig vel og gert vel núna, og allir komið prúðmannlega fram að sínu leyti, þá skil ég ekki, hvers vegna fólkið vill ekki styðja þá. Það verður að finna skýringu á því, og hvað það er, sem trekkir ekki kjósendur á þeim bæjum. Bæði Bjarni og Sigmundur Davíð eru ágætis foringjar, og ekkert út á þá að setja. Þetta er með öllu óskiljanlegt. Það verð ég að segja.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2015 kl. 10:50

3 Smámynd: Billi bilaði

Ahhh... ert þú núna orðinn umboðsmaður ógreiddra atkvæða?

Billi bilaði, 3.9.2015 kl. 12:49

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er nú staðan Jón Valur.

Jón Magnússon, 3.9.2015 kl. 13:45

5 Smámynd: Jón Magnússon

Alveg rétt Guðbjörg.

Jón Magnússon, 3.9.2015 kl. 13:45

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ef svo væri Billi minn þá mundi ég mynda meirihlutastjórn eftir næstu kosningar.

Jón Magnússon, 3.9.2015 kl. 13:46

7 identicon

Eins og þú bendir réttilega á túlka fjömiðlar niðurstöður skoðanakannana um fylgi stjórnmálaflokkanna nokkuð frjálslega. Velja krassandi fréttaflutning fram yfir það sem sannara reynist. Það er líka merkilegt að verða vitni að þessum tíðu könnunum hjá Gallup og MMR og það á miðju kjörtímabili. Líklega er um að ræða innlegg í afkomutölur þessara stofnana. Fyrir utan túlkun fjölmiðla á niðurstöðum má hafa efasemdir um gæði þessara kannana og hvernig þessar stofnanir standa að málum. Í báðum tilfellum er oftast stuðst við sama sérvalda fasta um þúsund manna hópinn og kann það að hafa áhrif á niðurstöðurnar.

Það er svo sérkapítuli hvernig fjölmiðlar matreiða þessar fréttir. RUV er engin undantekning og kom það m.a. fram í viðtali við Birgittu Jónsdóttur kaftein um nýjustu vendingarnar. Hún var að sjálfsögðu afar glöð og spurð um skýringar sagði hún: „Ég held, að það sé fyrst um fremst krafa fólksins um breytingar“. Það voru lokaorð viðtalsins og sá fréttamaðurinn enga ástæðu til þess að fylgja málinu eftir með sjálfsagðri spurningu: „Hvað áttu við, hvaða breytingar ertu að tala um“.

Aðalatriðið fyrir ríkisstjórnarflokkana er að halda sínu striki. Málefnastaðan er góð og þróun mála jákvæð  á flestum sviðum og umfram væntingar. Engu að síður þarf að halda vel á málum næstu tvö árin. Húsnæðismálin vega þungt og auðvelda verður ungu fólki að komast inná leigumarkaðinn eða eignast eigin íbúð. Huga að afkomu öryrkja og aldraðra og heilbrigðis- og menntakerfinu, auk þess auðvitað að vinna að  atvinnuskapandi verkefnum. Þú hefur áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins og eðlilega kannski en að leita í skjóðu Pírata í einhverri örvæntingu er það versta í stöðunni. Þar er fátt bitastætt að finna sem horfir til framfara fyrir land og þjóð. Rósemi og yfirvegun er það sem gildir og verði næstu tvö árin vel nýtt þurfa ríkisstjórnarflokkarnir engu að kvíða. Píratablaðran þenst út þessa dagana en þanþolið er ekki endalaust. Það vita fræðingarnir.

 

GSS (IP-tala skráð) 3.9.2015 kl. 14:16

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eru ekki niðurstöður skoðanakannana Galup ákveðnar af þeim sem greiðir fyrir sköðunarkönnuna?

Hvernig ættla sjóræningjarnir að stjórna landinu ef þeir geta ekki mótað stefnuskrá fyrir flokkinn á næstum þremur árum?

Ég get skilið reiði fólksins og það sýnir með sköðunarkönnun að það er ekki ánægt með störf þingsins. Þar má nefna verðtrygginguna sem átti að afnema.

Í staðinn fyrir að taka á málefnum landsmanna þá er farið út í flóttamanna fíflalæti.

En það kæmi mér ekkert að óvart að sjóræningja skipstjórinn verði næsti forsætisráðherra, annað eins hefur nú gerst, menn ættu að muna að Jón Gunnar Kristinsson var kosinn og var Borgarstjóri í fjögur ár.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.9.2015 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 70
  • Sl. sólarhring: 341
  • Sl. viku: 4117
  • Frá upphafi: 2426961

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 3810
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband