Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstyrkt kosningabarátta

Það væri fróðlegt ef einhver háskólinn tæki að sér að reikna út hvað stjórnarflokkarnir eyða miklu af peningum skattgreiðenda í kosningabaráttu sína. Ráðherrar fara á milli þessa daganna og gefa peningagjafir og loforð hægri vinstri. Allt í einu er hægt að semja við stofnanir, samtök og félög.

Hvað skyldi þessi liður kosningabaráttunnar kosta.

 Þá væri líka gaman að sjá útreikning á því hvað kosningaloforð stjórnmálaflokkana kosta og útreikning þeirra á því með hvaða hætti á að spara eða ná í tekjur til að efna loforðin.

Mér vitanlega hafa engir nema við í Frjálslynda flokknum sett fram velferðarstefnu í samræmi við útreikning á kostnaði og með hvaða hætti hægt er að ná í tekjur á móti.

X- F er fyrir ábyrga stefnu í velferðar- og skattmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Presturinn

Á meðan þú ert í Háskólanum þá gætir þú kannski spurt þá hvort að forsendur séu til þess að beita undanþágu ákvæðum evrópuréttar hvað varðar frjálst flæði launafólks.

Hvað varðar ábyrga stefnu í skattamálum þá vill Kristinn H afnema ákvæði um frestun á söluhagnaði hjá fyrirtækjum. Þetta þýðir t.d. að fjárfestingarfélög þurfi að greiða tekjuskatt í hvert sinn sem að þau kaupa og selja bréf eða félög. Í eignarhaldsfélögum gerist þetta stundum oft á dag og þau verða því ekki lengi að fara á hausinn. Frjálslyndir??? ó nei karlinn minn. Ábyrgir ??? því síður.

Ég held að þið ættuð annað hvort að koma með nothæfa stefnu eða pakka saman tívolítjaldin og halda heim.

Presturinn, 3.5.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæll Jón. Fagna því að heyra að þið hafið reiknað þetta út. Hvar er hægt að nálgast þessa útreikninga?

Er að reyna að komast að því hvað kosningaloforðin hjá hinum ýmsu flokkum kosta.

Gestur Guðjónsson, 4.5.2007 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 137
  • Sl. sólarhring: 781
  • Sl. viku: 5690
  • Frá upphafi: 2460943

Annað

  • Innlit í dag: 133
  • Innlit sl. viku: 5197
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband