Leita í fréttum mbl.is

Burt með lágtekjuskattana

Forusta Sjálfstæðisflokksins lét sér annt um að fella niður hátekjuskattinn en berst með oddi og egg fyrir því að viðhalda lágtekjuskatti. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki leiðrétta skattleysismörk.

Tillaga Frjálslyndra er að hækka skattleysismörk í 150.000.- á mánuði. Með því viljum við  aflétta lágtekjusköttum og forgangsraða fyrir venjulegt fólk. Sjálfstæðisflokkurinn hefur forgangsraðað fyrir Bjarna Ármannsson og aðra milljarðagreifa.  Við segjum hins vegar burt með lágtekjuskattinn.

Aðrar tillögur hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki í skattamálum og opinber útgjöld stefna í 49% af landsframleiðslu undir þeirra stjórn. Glæsilegur árangur í baráttunni við báknið. Opinberu útgjöldin voru 30% þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við fjármálaráðuneytinu. Fátt sýnir betur að Sjálfstæðisflokkurinn berst gegn eigin stefnumörkun af því að hann er þreyttur gamall úrræðalaus valdaflokkur. Burt með

Lagfærum velferðarhallan. Frjálslyndi flokkurinn er með bestu tillögur í velferðarmálum.  X-F á kjördag er fyrir fólkið í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Látekjuskattur?

Mér brá nú í brún þegar ég sá þessa ambögu á forsíðu mbl.is

Á þetta ekki að vera Lágtekjuskattur?

Þorsteinn (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 15:21

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Sæll. Ég minni á nýtt myndband á vefsjónvarpi Frjáslynda flokksins þar sem þú talar um velferðar- og skattamál.

Magnús Þór Hafsteinsson, 3.5.2007 kl. 15:27

3 Smámynd: Jón Magnússon

Innsláttarvilla hefur verið leiðrétt.

Jón Magnússon, 3.5.2007 kl. 15:29

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvað ætlið þið að gera við það fólk á þessu tekjubili sem álpast til að hækka í launum frá því sem það hafði áætlað. Það verður væntanlega að endurgreiða skattinn og þar með er hugmyndin um staðgreiðslu skatta farin veg allrar veraldar og fólk komið í svipuð mál og þeir sem áætla tekjur sínar hjá TR vitlaust.

Gestur Guðjónsson, 5.5.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 433
  • Sl. viku: 3847
  • Frá upphafi: 2428068

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 3558
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband