Leita í fréttum mbl.is

Ekkert augljóst jafnvægi í nánd í hagkerfinu.

Mat hagdeildar ASÍ er að ekkert augljóst jafnvægi sé í nánd  í hagkerfinu. Þá er komist að þeirri niðurstöðu að vextir verði áfram háir og einnig verðbólga. Þá kemst hagdeildin að þeirri niðurstöðu að ekki verði séð að viðskiptahallinn verði viðráðanlegur í náinni framtíð.

Þetta mat hagdeildar ASÍ er alvarlegt. Greinilega eru mikil vandkvæði í hagkerfinu. Hvergi má út af bregða til að ekki fari illa. Ríkisstjórnin hefur í svo mörgum efnum strengt bogann til hins ítrasta. Svo mjög að hann er við það að bresta.

Einar Þambaskelfir á að hafa sagt þegar boginn hans var höggvin í tvennt og Ólafur konungur Tryggvason spurði hvað brast svo hátt "Noregur úr hendi þinni konungur"  Kjósendurn verða að átta sig á að stefnan sem ríkisstjórnin fylgir er að stjórna frá degi til dags í þeirri von að allt fari vel.  Þannig er ekki hægt að reka efnahagskerfi endalaust. Við verðum að fá ábyrga ríkisstjórn sem gætir aðhalds í ríkisbúskapnum, lækkar ríkisútgjöld og skatta.  Ná verður niður verðbólgunni og taka upp aðra viðmiðun varðandi gjaldmiðilinn til að draga úr viðskiptahallanum.

Ný ábyrg ríkisstjórn verður að taka við.


mbl.is ASÍ gerir ekki ráð fyrir harðri lendingu hagkerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 19
  • Sl. sólarhring: 773
  • Sl. viku: 5572
  • Frá upphafi: 2460825

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 5083
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband