Leita í fréttum mbl.is

Alvöru gjaldmiðill

Alvöru gjaldmiðill er til staðar ef fyrirtækin treysta honum og gera upp á grundvelli hans og miða viðskipti sín við hann. Alvöru gjaldmiðill er til staðar ef hann þarf ekki að styðja sig við hækjur eins og verðtryggingu lánsfjár sem kostar alla lántakendur sérstaklega ungá fólkið í landinu gríðarlegar fjárhæðir. Alvöru gjaldmiðill sveiflast ekki til um tugi prósenta á ári. Alvöru gjaldmiðill hefur þýðingu fyrir stöðugleika og er líklegur til að stuðla að jafnvægi í milliríkjaviðskiptum.

Við höfum gjaldmiðil sem sveiflast eftir því hvað margir vilja kaupa hann  og selja hverju sinni. Við erum fámennasta þjóð í heimi með sjálfstætt fljótandi gjaldmiðil. Afleiðingin er sú að fyrirtækin eru í auknum mæli farin að miða uppgjör sín og viðskipti við Evru eða Dollara. Síðast Landsvirkjun. Gríðarlegur viðskiptahalli meiri en hjá nokkurri þjóð í okkar heimshluta er afleiðing af gengisstefnunni. Verðtrygging er afleiðing þess að hvorki fólk né ráðamenn treysta gjaldmiðlinum. Gengisstefnan getur valdið efnahagslegri lægð og jafnvel kreppu innan fárra ára.

Bregðumst við áður en ekki verður við neitt ráðið. Miðum gengi krónunnar við meðalgengi viðskiptaþjóðanna og afnemum verðtryggingu. Höfum alvöru gjaldmiðill sem gengur í öllum viðskiptum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smáþjóðir innan ESB hafa einmitt verið að kvarta yfir því að vera undir Evrunni komið því gjaldmiðillin fær ekki að laga sig að hagsveiflum landsins, heldur einungis álfunnar í heild.

Þær þjóðir sem hafa haft mestan hagvöxt og og vöxt á hagsæld undanfarin ár eru með sjálfstæða gjaldmiðla.

Síðan er aftur á móti spurning hvort Íslenska krónan gæti gerst meðlimur að ERM II eins og danska krónan, þar sem krónan fær að sveiflast eftir hagsæld en er haldið innan ákveðinna marka við Evruna.

Kalli (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 13:46

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er góð spurning Kalli en þetta er það sem við erum að hugsa í Frjálslynda flokknum.

Jón Magnússon, 4.5.2007 kl. 13:56

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Flott þetta

Inga Lára Helgadóttir, 4.5.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 816
  • Sl. viku: 5553
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5064
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband