Leita í fréttum mbl.is

Nýtt fangelsi í Reykjavík.

Nýtt fangelsi á að rísa í Reykjavík segir fangelsismálastjóri. Það er löngu tímabært og einn hópur sem stjórnmálamenn gleyma yfirleitt eru fangar. Fangelsið við Skólavörðustíg hefði átt að leggja niður fyrir löngu og verulegur bagi hefur verið af því að ekkert gæsluvarðhaldsfangelsi skuli vera á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við að hafa gæsluvarðhaldsfangelsi á Litla Hrauni er gríðarlegur á hverju ári. Lögmenn, fangar og lögregluþjónar eru í sífelldum ferðalögum af höfuðborgarsvæðinu austur fyrir fjall vegna þessarar furðulegu ráðstöfunar.

Fangelsin eru full og menn bíða afplánunar. Slíkt er óviðunandi. Mikilvægt er að þeir sem hafa hlotið refsidóm taki út refsingu sína eins fljótt og unnt er.  Mér er sagt að á Litla Hrauni séu yfir 20% fanga af erlendu bergi brotin. Það sýnir með öðru að það verður að bregaðst við óheftum innflutningi fólks. Það er ekki nóg að opna landamærin það verður að gera ráðstafanir hvort heldur það er í fangelsis- eða kennslumálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þarf ennfrekar að stofna lokaða meðferðarstofnun þar sem fíklarnir yrðu settir inn, þeir eiga alls ekki að fara í fangelsi.  Þeir yrðu prógrammaðir til að vilja hætta.  Og fengju allskonar aðstoð við að komast aftur til baka.  Þá myndi minnka mikið um þrengslin í fangelsum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2007 kl. 18:43

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ef erlendur ríkisborgari brýtur af sér hér á landi ætti að vísa honum tafarlaust úr landi, án möguleika að koma hingað aftur allavega í nokkur ár eftir alvarleika brotsins. Það ætti svo bara að vera ákvörðun stjórnvalda í hans eigin landi hvort hann fari í fangelsi og þá hvað lengi.

Það hefur verið talað um að það sé mikið um tengslamyndun á hrauninu og þó það væri ekki nema þess vegna gæti verið gott að losna við þá.

Þóra Guðmundsdóttir, 4.5.2007 kl. 23:36

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er rétt Jón að fangelsismálin eru til verulegs vansa líkt og ýmislegt annað og það atriði að höfuðborg landsins skuli ekki sjálf eiga fangelsi að þörfum er ein tímaskekkjan af mörgum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.5.2007 kl. 01:16

4 Smámynd: Ingvar Magnússon

Fangelsi í Reykjavík? væri ekki nær að stækka Fangelsið á Litlahrauni það væri ódýrast fyrir ríkissjóð.Það tekur 35 mínutur að aka frá Reykjvavík að Litlahrauni.Spörum mörg hundruð miljónir og byggjum frekar upp á Litlahrauni og notum peningana sem sparast í annað.

Ingvar Magnússon, 6.5.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 421
  • Sl. sólarhring: 456
  • Sl. viku: 4242
  • Frá upphafi: 2428042

Annað

  • Innlit í dag: 388
  • Innlit sl. viku: 3924
  • Gestir í dag: 360
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband