Leita í fréttum mbl.is

Naut í flagi

 

Illugi Jökulsson segir að umhverfisráðherra sé eins og naut í flagi varðandi umfjöllun Kastljóss um ríkisborgararétt tengdadóttur sinnar. Hver notar það orðfæri sem hann telur hentast.

Spurningin er var umfjöllun Kastljós óeðlileg eða ómakleg? Var hallað réttu máli? Var óeðlilegt að taka þetta mál til umfjöllunar? Svarið við öllum þessum spurningum er nei. Hvað ætlar umhverfisráðherra þá að kæra til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands? Á að kæra það að háttsettur opinber starfsmaður hafi þurft að svara fyrir sig?

Veiting ríkisborgararéttar til tengdadóttur umhverfisráðherra var einstakur. Ekki er hægt að nefna neitt fordæmi. Um sérstaka og sértæka afgreiðslu var að ræða. Af hverju var hún gerð? Vinnunefnd Allsherjarnefndar segist ekki hafa vitað neitt um stúlkuna sem þeir lögðu til að fengi ríkisborgararétt.  Ótrúverðug vinnubrögð það, og ekki í samræmi við áratuga starfsvenjur.

Stúlkan átti ekki að líða fyrir að vera tengdadóttir umhverfisráðherra segja sumir. Í siðmenntuðum löndum  gæta stjórnendur sín á að aðilar þeim tengdir fái ekki sér fyrirgreiðslu vegna þess að alvöru fjölmiðlar eru fljótir að vekja athygli á því. Þannig á það líka að vera. Það má ekki misbeita valdi þeim valdamiklu í hag. Málið snýst um það.

Því er haldið fram að ekki hafi verið vitað um tengsl stúlkunnar við umhverfisráðherra. Getur það verið? Stillum upp spurningunni með öðrum hætti: Mundi tengdadóttir umhverfisráðherra hafa fengið sérmeðferð og afgreiðslu og orðið íslenskur ríkisborgari með þeim hætti sem um var að ræða hefði hún ekki verið tengdadóttir umhverfisráðherra?

Hvað ætlar Jónína Bjartmars að kæra Kastljós fyrir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já nú vofir kosningagrýlan yfir framsóknarflokkum. Nú skín í spillinguna. Þetta með Jónínu er nú bara þannig að er hún hluti af löggjafarvaldinu og hluti af framkvæmdavaldinu í þessu landi. Hún mátti alveg vita að það er betur fylgst með henni vegna þessa. En ábyrgðinni á þessum glundroða er ekki henni að kenna, hún er komin út í það slag að kenna öðrum um. Aðrir séu að ofsækja hana, framsóknaflokkinn og gera meir úr þessu máli en þörf er. Ég segi bara ef hún nær ekki inn á Þing aftur eftir kosningar, þá er það bara hið besta mál. 

Gunnar Tryggvason (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 12:38

2 identicon

En hvað með íþróttamennina sem fá ríkiborgararétt eftir að hafa búið hér í mánuð, bara svo þeir geti keppt í handboltalandsliðinu eða í fimleikum á ólympíuleikunum. Íþróttamenn sem kunna enga íslensku í ofanálag. Af hverju segir enginn neitt við því?

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 12:01

3 identicon

En hvað með íþróttamennina sem fá ríkiborgararétt eftir að hafa búið hér í mánuð, bara svo þeir geti keppt í handboltalandsliðinu eða í fimleikum á ólympíuleikunum. Íþróttamenn sem kunna enga íslensku í ofanálag. Af hverju segir enginn neitt við því?

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 539
  • Sl. sólarhring: 989
  • Sl. viku: 5912
  • Frá upphafi: 2460529

Annað

  • Innlit í dag: 509
  • Innlit sl. viku: 5411
  • Gestir í dag: 492
  • IP-tölur í dag: 481

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband