16.9.2015 | 12:52
Gyðingahatur?
Vinstri meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur hefur samþykkt að sniðganga vörur framleiddar í Ísrael svo lengi sem "hernám" Ísraelsmanna á landssvæði Palestínu varir". Miðað við orðalag samþykktarinnar þá er sá skýringarkostur tækur að vinstri menn við stjórn Reykjavíkurborgar vilji ekki hafa viðskiptaleg samskipti við Ísrael fyrr en landamærin frá 1967 hafa orðið til að nýju. Öllum er ljóst að þau landamæri verða aldrei virk aftur þannig að samþykktin tekur þá til viðskiptabanns á Ísrael um aldur og ævi miðað við orðalag tillögunnar.
Annar skýringarkostur á tillögu vinstri meiri hlutans í Reykjavík er þó e.t.v. nærtækari, þar sem þeir tala um hernám Ísraels á Palestínu.
Hvað er Palestína? Paelestína eða Filistaland, er allt það landssvæði sem núverandi Ísrelsríki tekur yfir og gott betur. Ber þá að skilja það svo að vinstri meiri hluti borgarstjórnar Reykjavikur hafi þá stefnu að Ísraelsríki hverfi af landakortinu og Gyðingar verði flæmdir burtu af því svæði sem nú heitir Ísrael. Miðað við orðalag tillögunar þá er nærtækast að skilja samþykkt meirihluta borgarstjórnar með þeim hætti.
Vera kann að meiri hluti borgarstjórnar Reykjavíkur hafi ekki ætlað sér að samþykkja rasíska tillögu sem felur í sér megnt Gyðingahatur. Ég ætla þeim sem skipa meirihlutann það ekki, en orð geta verið dýr og samþykktin felur einmitt það sem að ofan greinir í sér.
Þó mörgum finnist framferði Ísraelsmanna ámælisvert t.d. varðandi Gasasvæðið, landnemabyggir, aðskilnaðarmúrin, hernám Vesturbakkans og ekki skuli hafa verið samið um sjálfstætt ríki Palestínumanna sem ég styð eindregið, þá er ekki hægt að horfa á Ísrael og Gyðinga með annarri mælistiku en aðrar þjóðir. Hvað t.d. með Katar og Saudi-Arabíu sem styðja hryðjuverkasamtök og eiga stóran hluta af stórverslunum Lundúnaborgar og ýmislegt fleira. Hvað með Kína eru þeir betri gagnvart Tíbet?
Vonandi hefur meiri hlutinn samþykkt þessa vitlausu tillögu í athugunarleysi, en þá má fella hana úr gildi á næsta borgarstjórnarfundi. Verði það ekki gert þá er ekki hægt að líta á það með öðrum hætti en þeim að vinstri meiri hlutinn í Reykjavík sé á móti sjálfstæðri tilvist Ísraelsríkis og hafi sérstaka andúð á Gyðingum. Þess vegna er óskandi að einhverjir í þessum meiri hluta sjái að sér og afturkalli þessa vitleysu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 65
- Sl. sólarhring: 854
- Sl. viku: 4579
- Frá upphafi: 2426449
Annað
- Innlit í dag: 58
- Innlit sl. viku: 4246
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 56
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Jón þú ætlast til mikils frá meirihlutanum ef þú heldur að þau komi til með að vera með yfirvegaða hugsun.
Því miður þá verð eg að verða þér fyrir vonbrigðum, þetta fólk í meirihlutanum er með pólitískan sérvitringa hugsunarhátt og spáir ekkert í hvað þetta er vitlaus tillaga.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 16.9.2015 kl. 15:11
Gyðingahatur ? Það finnst mér nú ekki alveg rétt? Þó Írael sé að meirihluta byggt gyðingum þá eru samt cirka 20% múslimar í landinu og voru ekki öfgagyðingar að brenna kirkju til grunna á dögunum. Þá hljóta þá að vera einhverjir kristnir líka. Er þetta ekki bara sambærilegt við rússana sem fengu viðskiptabann vegna þess að þeir réðust inn í Úkraínu ? En þetta eru að sjálfsögðu ekki einu ríkin sem ætti að beina spjótum að. Hvað með Kína t.d.?
Jósef Smári Ásmundsson, 16.9.2015 kl. 21:01
Rétt athugað Jóhann.
Jón Magnússon, 16.9.2015 kl. 23:04
Skoðaðu tillöguna og röksemdirnar Jósef. Þá sérðu að þessu er beint gegn Gyðingum einum.
Jón Magnússon, 16.9.2015 kl. 23:04
Ég hélt að þú sem háksólagengin maður ættir að þekkja munin á því að fordæma glæpaverk Ísraelsstjórnar og gyðingahatri. Það sama á við um viljan til að refsa ísraelum fyrir glæpaverk sín og þvinga þá til að láta af þeirri hegðun, Það á ekkert skylt við gyðingahatur. Þessi aðgerð beinist gegn Ísrael en ekki gyðingum.
Sigurður M Grétarsson, 17.9.2015 kl. 07:29
Ég er sammála þér, nafni, hér býr undir gömul og rótgróin Gyðingaandúð þessa fólks. Það er að misnota borgarstjórn til að koma í gegn enn einni jaðar-áherzlunni, enn einni róttækninni, sem þau draga upp úr Pandóruboxi sínu, sjálfum sér til skammar, og skeyta því engu, að engin lagaheimild er til þessa verknaðar, eins og kollega þinn, Einar Gautur Kristjánsson hrl., benti á með frábærlega skýrum hætti.
Þar fyrir utan er líklega ómögulegt að fylgja viðskiptabanninu eftir.
Mjög vel upplýstur maður, Kristinn Eysteinsson, ritar á Facebók:
"Ég starfa hjá Reykjavíkurborg, en ég veit ekki hvað ég get gert það mikið lengur eftir að Borgin er búin að ganga í lið með gyðingahöturum og lýsa yfir viðskiptabanni á eina lýðræðisríkið í Miðausturlöndum. Sagt er að þetta sé vegna mannréttindabrota sem Ísrael fremur, en það er ekkert ríki í Miðausturlöndum sem hefur betri mannréttindi en einmitt Ísrael.
Einnig er minnst á hernám, en þarna er ekkert hernám til staðar. Menn myndu sjá það ef þeir höfðu fyrir því að fletta upp á því hvað hernám í raun er. Enginn Ísraeli, hvorki hermaður né óbreyttur borgari, hefur búið á Gaza síðan 2005. Það er Hamas, en ekki Ísrael sem stjórnar Gaza. Þar sem engir hermenn eru á staðnum og engin herstjórn, er ekki um hernám að ræða.
Vera Ísraels í hluta af Júdeu og Samaríu (sem vestrænir fjölmiðlar kalla "Vesturbakkann") er í samræmi við Óslóarsamkomulagið, sem s.k. "Palestínumenn" skrifuðu undir. Þar sem Ísrael er þarna með samþykki stjórnvalda, þá er það ekki hernám heldur.
Rökin sem gefin eru fyrir þessu viðskiptabanni standast ekki. Það eina sem er þarna á bak við í raun er Gyðingahatur (nema menn vilji halda fram að stjórnmálamenn hafi ekki hundsvit á því sem þeir eru að gera og hafi bara látið glepjast af áróðri og lygum frá Hamas og öðrum hryðjuverkasamtökum, sem gæti svosem verið).
Ég vil ekki vinna fyrir gyðingahatara, en það gæti vel verið að sú ákvörðun yrði tekin fyrir mig, ef menn ætla að standa við þessa mjög svo vanhugsuðu ákvörðun. Ég vinn hjá tölvudeildinni, og það er ekki hægt að reka hana án ísraelsks tæknis. Verið er að spjaldtölvuvæða grunnskólana, mest með iPad-tölvum, en örgjörvarnir í þeim eru framleiddir í Ísrael. Þjöppunar-algoriþminn sem notaður er í .JPG, .PDF, .GIF, .TIF, .ZIP og fleiri skrár er fundinn upp af Ísraelum. Hluti af Windows-stýrikerfinu, sem er á næstum því öllum tölvum Borgarinnar, er þróðaður í Ísrael. USB-lykillinn var fundinn upp í Ísrael. Þannig væri lengi hægt að telja. Ef menn ætla að gera alvöru úr þessu, þá verða þeir að leggja tölvudeildina niður, henda öllum tölvum og fara aftur að nota eingöngu blað og blýant." --Tilvitnun lýkur.
Og það þarf, Jón, að knýja fram svör þessara vinstri manna í borgarstjórn, hvað þau eigi nákvæmlega við með því að "sniðganga vörur framleiddar í Ísrael" svo lengi sem "hernám" Ísraelsmanna á landsvæði Palestínu varir". Hvað meina þau með "hernámi"? og hvaða svæða? (Nánar seinna!)
Margt gott er ritað á málin á Facebók, hér er eitt:
Daníel Þorsteinsson ritar: "Þessi ákvörðun borgastjórnarinnar hefur náð til fólks erlendis og ég hef séð fólk, sem er annt um Ísrael, tala um að boycott-a Ísland, þ.e. það ætlar ekki að ferðast hingað til lands. Ef það gerist og með einhverjum þunga, þá munu menn hér á landi væntanlega reka upp ramakvein og ekkert skilja í ósvífninni. Heimskan í þessu borgarstjórnarliði ríður ekki við einteyming ..."
Jón Valur Jensson, 17.9.2015 kl. 12:47
Hefur háskólamenntun eitthvað með þetta að gera Sigurður. Mín rök koma fram í því sem ég hef skrifað þú getur haft þína skoðun og rök mín liggja fyrir og þín sjónarmið breyta engu um afstöðu mína þarna er því miður hreint Gyðingahatur á ferðinni.
Jón Magnússon, 17.9.2015 kl. 13:01
Takk fyrir þessa góða úttekt Jón Valur.
Jón Magnússon, 17.9.2015 kl. 13:01
Þessi fullyrðing þín um gyðingahatur þegar verið er að beita grimmilegt hernámsveldi þrýstingi til að láta af framferði sínu er í takti við það sem stuðningsmenn Ísraela eru alls staðar að gera. Þeir gera mikið af því að ásaka menn ranglega um gyðingahatur eins og þú gerir hér.
þetta er ekkert annað en aumt skítkast og persónuníð sett fram með það að markmiði að gera gagnrýnendur ísraelsríkis ótrúverðuga. Þetta er herbragð rökþrota manna.
Enég hélt bara að þeir sem hafi lokið háskólanámi hafi næga þjálfun í rökhugsun til að sjá munin á því að geita stríðsglæpamenn þrýstingi og refsiaðerðum og því að hata alla sem eru sömu trúar og stríðsglæpamennirnir.
Reyndar eru engin rök fyrir því í greininni hvernig þetta getur talist gyðingahatur. Eru þeir sem styðja viðskiptabanna á Rússa vegna framferðis þeirra í Úkraínu einhverjir sérstakir hatursmenn fmeðlina í rússneesku réttrúnaðarkirkjunni?
Það er svo fráleitt að tala um aðgerðir borgarstjórnar Reykjavíkur sem gyðingahatur að það segir ansi mikið um þá sem láta sér slíkt um munn fara.
Sigurður M Grétarsson, 17.9.2015 kl. 14:21
Kristjón Benediktsson ritar áhugaverðan texta á Facebók:
"Félagi minn einn, mikill stuðningsmaður Pírata og einlægur Mac-notandi, verður nú að hætta að nota tölvur.
-Jú mikið af framleiðsluvörum frá Ísrael eru í tölvunni hans.
Hann er á leið útí búð til að kaupa sér góðan penna og skrifblokk. Síðan ætlar hann í pósthúsið til að kaupa sér frímerki.
-,,Ég stend með mínum mönnum í gegnum þykkt og þunnt. Dagur B. Eggertsson er minn maður. Við píratar styðjum hann" ...segir hann mæðulega þá er hann hendir tölvunni í ruslið!"
Jón Valur Jensson, 17.9.2015 kl. 14:28
hvort er ísræl trú eða ríki ? . . varla er bæði . . . ef einhver mótmælir stríðsglæpum ríkisins ísræl er hann þá að hata einhverja trú ? . .
Axel Pétur Axelsson, 17.9.2015 kl. 20:28
Sigurður Nasistarnir byrjuðu a viðskiptabanni a Gyðinga. Það sama er borgarstjorn Reykjavikur að gera.
Jón Magnússon, 17.9.2015 kl. 23:25
Goð abending Jon Valur.
Jón Magnússon, 17.9.2015 kl. 23:26
Israel er riki. Gyðingdomur er tru
Jón Magnússon, 17.9.2015 kl. 23:26
Jón. Þetta er auma athugasemdin hjá þér kl. 23:25.
Í fyrsta lagi er borgastjórn Reykjavíkur ekki að setja viðskipabann á gyðinga heldur Ísrael. Eins og þú sjálfur bendir á í athugasemd kl. 23:26 þá er þetta ekki sami hluturinn.
Í öðru lagi þá er munur á því þegar ríkisvald setur viðskiptabann á ákveðin minnihlutahóp í sínu landi og því þegar verið er að beita refsiaðgerðum gegn ríki sem þverbrítur alþjóðalög og hefur gert í áratugi til að freista þess að þrýsta á viðkomandi ríki að fara að lögum. Það er eðlismunur þarna á.
Það er því svo fráleitt að bendla þessar aðgerðir borgarinnar við gyðinahatur að það gjalfellur allt sem þeir segja sem láta slíkt dómsdagsbull út úr sér. Og að líkja þessum aðgerðum borgarinnar við ofsóknir Nasista gegn Gyðingum er ekkert annað en lítilsvirðing við fórnarlömb Nasista. Svo fáránleg er sú samlíking.
Ég bara spyr. Hefur þú betri hugmyndir um það hvernig hægt er að þvinga Ísraela til að fara að alþjóðalögum. Það er komin nokkurra áratuga reynsla á það að diplómatísk samskipti gagnast ekkert í því efni. Ísraelar munu halda áfram sínu landráni og kyþáttahreinsunum þangað til þeir verða stoppaðir af með valdi eða ná að klára að sölsa undir sig allt land Palestínumanna nema kannski smá horn til að setja þá þeirra á sem þeri eru ekki búnir að slátra.
Sigurður M Grétarsson, 18.9.2015 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.