Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið og aðild Íslands.

Friðarhugsjónin sem skóp Evrópusambandið var viturleg. Frakkinn Schumann og Þjóðverjinn Adenauer veltu því fyrir sér hvað þeir gætu gert til þess að koma í veg fyrir að æskulýð Evrópu væri att út í að drepa hverjir aðra með nokkra áratuga millibili. Þeir töldu að með því að viðskiptasamband þjóðanna yrði sem nánast þá væri það leið sem ætti að duga. Evrópusambandið þróaðist í framhaldi af því.

Evrópusambandið varð friðarbandalag aðildarþjóða og til þess að auðvelda viðskipti og önnur samskipti milli þeirra í því skyni að auka velmegun almennings. Þetta tókst. Síðan fóru menn lengra og með Mastricht sáttmálanum varð Evrópusambandið pólitískara en áður hafði verið og aðildarríkin fordjörfuðu meira af fullveldi sínu. Samt sem áður hafa margir talið nauðsynlegt að athuga hvort Ísland gæti gerst aðili að Evrópusambandinu og ég hef verið í þeim hópi.

Frjáls för einstaklinga innan Evrópusambandsins hefur verið erfið fyrir okkur og nauðsynlegt er að setja víðtækari tálmanir við því hvað smáþjóðir eins og okkur varðar en það er annað mál.

Nú er svo komið að talsmenn Evrópusambandsins telja sig hafa svo mikið vald að þeir geti beitt aðildarþjóðir refsiaðgerðum ef þær lúta ekki vilja þeirra þrátt fyrir að þær þjóðir hafi enga aðkomu að málinu eða það sé þeim að kenna. Þá hefur þýski kanslarinn tekið sér yfirvald alla vega í orði í bandalaginu og einhliða ýtt samþykktum varðandi Schengen til hliðar og atyrt þá sem héldu uppi landamæraeftirliti þó hún hafi nú tekið það upp sjálf. 

Hvort sem mér eða öðrum líkar betur eða verr þá er nú augljóst að við getum ekki framselt fullveldi þjóðarinnar svo sem Evrópusambandið og kanslari Þýskalands krefst. Öllum þjóðhollum íslendingum sem er annt um frelsi og fullveldi þjóðarinnar ætti því að vera ljóst að aðildarviðræður við Evrópusambandið þjóna ekki lengur tilgangi. Evrópusambandið er því miður ekki valkostur fyrir okkur. Þá liggur líka fyrir að taka þarf EES samninginn til endurskoðunar og gera grein fyrir að Evrópusambandið hefur ekki skipunarvald yfir Íslandi að geðþótta. Þá liggur nú líka fyrir að við eigum að segja okkur úr Shcengen samstarfinu og taka upp virkt landamæraeftirlit strax í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Batnandi mönnum best að lifa. Evrópusambandið er löngu komin út fyrir þau markmið sem virtust vera leiðarljós þeirra í upphafi. Raunar eru þeir ávalt fleiri sem efast um að markmiðið hafi verið nokkur önnur í upphafi en nú stefnir í. Þannig er sterkar vísbendingar um ásetnng um innleiðingu íslam til Evrópu. Væri þarft að skoða það nánar.

Valdimar H Jóhannesson, 17.9.2015 kl. 13:15

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott innlegg Jón.Segjum okkur strax úr Schengen og sektum flugfélög og farþegaferjur ef þau koma með skilríkislausa farþega, það eitt kann Kaninn að gera. Flugleiðir/Icelandair borga stórar fúlgur ef þeir flytja skilríkislausan farþega til USA. 

Valdimar Samúelsson, 17.9.2015 kl. 20:39

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Tek undir hvert orð í þessum pistli.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.9.2015 kl. 23:08

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ludvig Erhard faðir efnahagsundursins i Þyskalandi eftir strið var með þa leið sem eg held að hafi verið best. En svona er þetta.

Jón Magnússon, 17.9.2015 kl. 23:28

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka ykkur fyrir innlegið Valdimar og Halldor.

Jón Magnússon, 17.9.2015 kl. 23:28

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hugmyndin var góð; að Evrópa gæti staðið meira og betur saman gagnvart t.d.rússum og kína hernaðarlega séð.

Stór kostur að ríki geti komið sér saman um einhverjar grunnreglur tengt viðskiptasamböndum eins og að vera með sameiginlegt myntkerfi frekar en að allar þessar þjóðir séu hver með sína mynt; hver í sínu horni.

ESB ætti að halda sig við sameiginlegt myntkerfi í framtíðinni en leyfa ríkjunum að ráða sínum landamærum og fólks-innflutningi sjálft.

Jón Þórhallsson, 18.9.2015 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband