Leita í fréttum mbl.is

Vörusvik

Samkvæmt hugmyndum um almennt viðskiptasiðferði og reglum sem um það gilda eiga auglýsingar að greina frá staðreyndum og vera sannar. Mér datt þetta í hug þegar ég horfði á auglýsingu nú áðan frá Sjálfstæðisflokknum. Auglýsingin var bæði röng og villandi í mörgum aðalatriðum.

Í fyrsta lagi var auglýst að stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn þýddi að fólk borgaði lægri skatta. Þetta er rangt. Sjálfstæðisflokkurinn er heimsmethafinn í skattahækkunum frá því að hann tók við stjórn fjármálaráðuneytisins fyrir 15 árum. Opinber útgjöld hafa vaxið úr 32% í 42% en af því hafa aðeins 4% runnið til velferðarmála. Auglýsingin gefur því rangar væntingar og er ósönn.

Í öðru lagi er látið í það skína að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið sig í velferðarmálum. Það er rangt. Við búum við að fjöldi þriðjungur aldraðra býr fyrir neðan fátæktarmörk og margir aldraðir og öryrkjar eiga ekki fyrir mat út mánuðinn. Auglýsingin er röng og ósönn.

Í þriðja lagi þá er talað um efnahagslegan stöðugleika. Fólkið sem er með verðtryggðu lánin veit að þau hækka og hækka. Verðbólgan er meiri hér en í nokkru öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu. Gjaldmiðillinn breytist með þeim hætti að stórfyrirtæki hafa tekið upp erlenda gjaldmiðla sem viðmiðun m.a. stærsta ríkisfyrirtækið, Landsvirkjun sem hefur ákveðið að hafa uppgjör sín í dollurum.

Í almennum viðskiptum mundi sá sem auglýsti með svona röngum og ósönnum hætti verða úthrópaður á markaðnum. Fólk mundi snúa sér til annarra til að fá það sem það leitar að. Þannig á það líka að vera í pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn þarf virkt aðhald. Það aðhald geta kjósendur gefið honum með því að kjósa Frjálslynda flokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir

Sæll Jón .Sammála. Íslenska hagkerfið er líka ónýtt eins og kvótakerfið .Er það ekki merkilegt að þegar gefnar eru út yfirlýsingar um  um verbólgustig skulu skuldavextir skrúfaðir upp úr öllu valdi  og að sjálfsögu lendir það á þeim sem síst skyldi það er að segja á þeim sem eiga vart til hnífs og skeiðar og geta þar af leiðandi ekki staðið við skuldbindingar sínar. En þeir ríku græða að sjálfsögðu á hærri vöxtum og geta eytt og bruðlað sem aldrei fyrr. Það er ekki spurning að hagkerfið þarf á endurskoðun að halda þetta getur ekki verið rétt.

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir, 6.5.2007 kl. 20:58

2 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Jón, hefurðu ekki fylgst með? Sjálfstæðisflokkurinn felldi niður eignaskattinn, hátekjuskattinn, lækkaði tekjuskattinn, lækkaði erfðafjárskattinn. Ef þetta eru ekki skattalækkanir þá veit ég ekki hvað skattalækkanir eru. En sem betur fer finnur almenningur á eigin skinni að skattar hafa lækkað, hvað sem frjálslyndir og aðrir stjórnarandstæðingar segja.

Dögg Pálsdóttir, 6.5.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1090
  • Sl. sólarhring: 1103
  • Sl. viku: 5393
  • Frá upphafi: 2459936

Annað

  • Innlit í dag: 950
  • Innlit sl. viku: 4910
  • Gestir í dag: 911
  • IP-tölur í dag: 892

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband