Leita í fréttum mbl.is

Sterkur forseti.

Nicolas Sarkozy gefur vonir um kærkomnar breytingar í frönskum stjórnmálum. Sitjandi forseti hefur setið of lengi og er dæmi um hvað þráseta getur verið skaðleg í stjórnmálum. Kyrrstaða og úrræðaleysi einkennir jafnan stjórnmálamenn og stjórnmálaöfl sem sitja of lengi sbr. Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hér.

Nicolas Sarkozy er á móti því að Tyrkir verði aðilar að Evrópusambandinu. Ég er sammála honum. Þeir eiga ekki erindi í Evrópusambandið. Hann leggur áherslu á að ná góðu sambandi við Bandaríkjamenn. Sérstaða Frakka í NATO og gagnvart Bandaríkjunum ætti því brátt að heyra sögunni til. Það er gott að nú skuli vera í forustu í þrem öflugustu ríkjum Evrópu, Bretlandi. Þýskalandi og Frakklandi fólk sem skilur mikilvægi góðra samskipta Evrópu og Bandaríkjanna.


mbl.is Sarkozy lýsir yfir sigri í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Sammála. Þetta eru mjög spennandi niðurstöður. Stór hluti skýringarinnar á sigri Sarkozy er að hann þorir þegar aðrir þegja - hann talaði meðal annars hátt og skýrt í innflytjendamálum. Alveg eins og Frjálslyndi flokkurinn.

Magnús Þór Hafsteinsson, 6.5.2007 kl. 23:45

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sammála.Það er fólki til skammar hvernig það læðupokast með skoðanir sínar á þessum málum.

Ólafur Ragnarsson, 7.5.2007 kl. 00:24

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Já þetta eru án efa tímamót í frönskum stjórnmálum sem og þróun gagnvart Evrópusambandinu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.5.2007 kl. 01:02

4 identicon

Ég hefði viljað sjá konuna.. það hefðu verið tímamót.. Hún virkar líka miklu heiðarlegri á allan hátt.. Hann virkar meira sem pólitískur refur..

Björg F (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 01:42

5 identicon

Meirihluti franskra kjósenda virðast hafa áttað sig á vankunnáttu Royale á í hinum ýmsu málaflokkum, þó aðallega efnahagsmálum. Ég er fyrir mitt leyti sáttur við niðurstöðuna .

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 08:07

6 Smámynd: Ómar Kjartan Yasin

Samt áhugavert hvernig Sarkozy talaði um innflytjendur næstum eingöngu fyrir fyrsta round-ið, líklegast til að fá atkvæði frá öfgamanninum Le Penn. Síðustu tvær vikur er hann ekki búinn að blasta þetta sem eitt af sínum megin málum. Hann er frekar búinn að benda á lausnir við efnahagsvandamálum Frakklands o.þ.h.

Hann vill líka styrkja Evrópusambandið, sem hlýtur að teljast jákvætt. Sarkozy er Evrópusinni og mun án vafa gera mikið fyrir áframhaldandi vöxt sambandsins. Ég er ekki viss um að hann eigi svo mikið sameiginlegt með Frjálslynda flokknum.

Ómar Kjartan Yasin, 7.5.2007 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 316
  • Sl. sólarhring: 643
  • Sl. viku: 4137
  • Frá upphafi: 2427937

Annað

  • Innlit í dag: 292
  • Innlit sl. viku: 3828
  • Gestir í dag: 280
  • IP-tölur í dag: 267

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband