Leita í fréttum mbl.is

Var kveikt í?

Hafi verið kveikt í gám við Valhöll hús Sjálfstæðisflokksins þá er það fordæmanlegt.  Brotnar hafa verið rúður á skrifstofum Frjálslynda flokksins í Aðalstræti og sjálfur varð ég fyrir því að hent var grænni snöru inn í garðinn heima hjá mér. Svona atvik eru slæm og fordæmanleg. Virðing fyrir skoðunum annarra er grundvöllur menningarsamfélags og virks lýðræðis.

Allir stjórnmálaflokkar verða að taka höndum saman um að vinna gegn fordómum og neikvæðri andfélagslegri hegðun gagnvart andstæðingum sínum.


mbl.is Eldur í gámi við Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leiðinlegt að heyra um árásir á ykkar flokk.

Kannski var þetta einhver reiður kvótakóngur helpirraður á rausinu í ykkur um að taka af honum kvótann (og allt staffið hans). Hann hafi verið út að borða á Sjávarkjallaranum (fagna því að hann græddi milljónir með því gera ekki neitt) og verið á röltinu og séð glottið á erkióvinum sínum endurspeglast í gluggum skrifstofu ykkar. Ekkert annað í stöðunni en að brjóta rúður (hugsanlegt líka að hann hafi drukkið svolítið ótæpilega af kampavíni).

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Ár & síð

Ofbeldið tekur við þegar rökin þrýtur.
Matthías

Ár & síð, 7.5.2007 kl. 16:31

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Flottur pistill hjá þér, að tala um þetta svona almennt en ekki sem árás frá einum flokki til annars

Kveðja Inga Lára  

Inga Lára Helgadóttir, 7.5.2007 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 43
  • Sl. sólarhring: 840
  • Sl. viku: 4557
  • Frá upphafi: 2426427

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 4224
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband