Leita í fréttum mbl.is

Útfærslan er málið

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur viðurkennt að tillagan sem borgarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum um viðskiptabann á Ísrael var  rugl.  Vegna pólitískrar ruglhyggju í orðavali, sem borgarstjóra er töm segir hann að tillagan hafi ekki verið útfærð nógu vel. 

Tillaga um allsherjar viðskiptabann á þjóðríki er tillaga um allsherjar viðskiptabann hvaða útfærslu skortir? 

Borgarstjóri og Björk Vilhelmsdóttir tillögukona, telja að tillagan sé annars efnis en hún hefði átt að vera. Eða e.t.v. öðru vísi en þau hafi meint það, þótt tillagan væri orðuð og samþykkt af þeim, þá hafi þau í raun meint allt annað, en það sem tillagan fól í sér, vegna skorts á útfærslu, sem hafi orðið til þess, að tillagna hafi í raun ekki verið það sem þau vildu, heldur allt annað og hreinn óskapnaður, vegna skorts á útfræslu. Í grínþáttunum "Yes minister" talaði ráðuneytisstjórinn Humphrey Appelby iðulega með sama hætti þegar hann var kominn upp að vegg og í algjört þrot. Það var grínþáttur. Dagur er raunveruleikagrínþáttur.

Fyrst tillagan er nú þessi mikli óskapnaður og hin versta að mati borgarstjóra er þá ekki best að afturkalla hana með öllu á næsta fundi borgarráðs eins og hann hefur boðið. Nei ekki svo auðvelt segir borgarstjóri. Enn skal skarkað á marhnútamiðum og gera frekari útfærslu á viðskiptabanni á Ísrael. Eða eins og liggur í orðana hljóðan af hálfu borgarstjóra þá er ekkert að tillögunni sjálfri nema útfærslan og með breyttri útfærslu á viðskiptabanni á Ísrael þá ætti þetta að vera allt í lagi.

Er ekki betra Dagur B. Eggertsson að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar og draga þetta til baka alfarið.

Fær ekki borgarstjóri og borgarstjórn góð laun til að rækja verkefni sín vel til hagsbóta fyrir borgarbúa. Ef svona einfalt mál þvælist fyrir vegna skorts á útfærslu hvað er þá um hin stærri og flóknari mál. Stjórnun borgar og lands er ekkert grín heldur alvörumál sem skiptir velferð og hagsmuni borgaranna máli. Það verður að hafa í huga þó að einhverjir hafi látið afvegaleiðast á langri vegferð grínarans Jóns Gnarr í stóli borgarstjóra þá kann ekki góðri lukku að stýra, að bæta um betur af borgarstjóra sem vantar gríntaugina sem Jón Gnarr þó hafði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Þetta er allt hið versta mál og fyrir neðan allar hellur, svo ekki sé meira sagt. Ég er algerlega á móti þessu, enda eru Dagur og kompaní komin út á hreinar villigötur og út fyrir valdsvið sitt þarna. Mér finnst ekki nóg, að hann biðjist afsökunar. Einhvern tíma hefði þess verið krafist, að svona borgarstjóri segði af sér, og hann ætti eiginlega að axla ábyrgð og gera það. Er það ekki það, sem Samfylkingin hefur alltaf verið að kalla eftir hvort eð er? Það gildir kannske um einhverja aðra en þá, virðist vera. Borgarstjóranefnan væri maður að meiri, ef hann axlaði slíka ábyrgð og segði starfi sínu lausu, enda er hann búinn að sýna það og sanna fyrir lifandis löngu, að hann veldur ekki þessu starfi frekar en Gnarrinn, enda má segja, að þar sé hver silkihúfan upp af annarri. Stjórnarflokkarnir þurfa að fara að efla vopn sín og verjur og ná Reykjavík úr höndum þessarra krakka í næstu kosningum, svo að það verði eitthvað vit í stjórnuninni á borginni, hvað sem Árni Páll er að þvæla. Þetta getur ekki gengið svona mikið lengur. Það segir sig sjálft.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 23:51

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, enn ætla þau að  skarka á sínum marhnútamiðum, afglaparnir!

Þau sáu ekki ljósið í þessu máli, lugu sér til Kaupmannahafnar-samstöðu, sem reyndist stórlega orðum aukin, og halda nú, að meira máli skipti, að ÞAU geti bjargað andlitinu, heldur en hitt, að gæta að landsins hag --- og fara að landsins lögum!

Þau virðast ætla að sjá ágætlega um eigin útför frá borgarstjórn.

Jón Valur Jensson, 20.9.2015 kl. 01:53

3 Smámynd: Jón Magnússon

Já Guðbjörg það þarf að vera alvöru stjórnarandstaða í borginni.

Jón Magnússon, 20.9.2015 kl. 08:39

4 Smámynd: Jón Magnússon

Alveg rétt Jón Valur. Þess vegna hefðu þau átt að hætta að skarka á þessum miðum og afturkalla þetta rugl og biðjast afsökunar og ljúka þar með því máli. Stjórnmálamenn verða síðan alltaf að svara fyrir sínar gerðir en það er betra að láta af villum en hafa skóna áfram í forinni að hluta til.

Jón Magnússon, 20.9.2015 kl. 08:40

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Tillagan var ekki rugl heldur voru menn kannski að flýta sér og mikið. Mér finnt það bera vott um heigulshátt að lúffa vegna harðra viðbragða og dragat tillðguna til baka. Ég ætla rétt að vona að þetta verði ekki til að drapa málið heldur verði síðaar samþykkt þessi minnkaða sniðganga sem felur aðeins í sér sniðgöngu á vörum framleiddum í landránsbyggðum Ísraela. Það getur reyndar verið betra að taka smærri skref því það gefur kost á að taka fleiri skref ef þörf þykir. Það gefur oftar fær á að grípa til aukinna refsiaðgerða nlst þegar Ísralar fremja vísvitandi fjölamorð á óbreyttum borgurum. Það er ekki hægt að gera það ef búið er að spila út öllum spilunum.

En Jón. Ef þessi aðgerð er ekki í lagi hvaða aðgerð telur þú þá að sé betur til þess fallinn til að þvinga Ísraela til að hætta fjölamorðum á obreyttum borgurum, ræna landi og stunda þjóðernishreinsanir? Það er komin nokkurra áratuga reynsla á það að diplómatísk samskipti skila engu í því efni. Þeir ganga sífellt lengra og lengtra í  umfangi fjöldamorða sinna meðan ríki heims gera ekkert annað en að mótmæla en gríopa ekki til aðgerða. Þeir eru klárlega að láta á það reyna hversu langt þeir geta gengið á harkalegar aðgerða alþjóðasamfélagsins.

Það er því alveg á tæru að ef ekki er gripið til harðar aðgerða núna í kjölfar fjöldamorða Ísraela seinasta haust að þá er það ekki spurning um hvort Ísraelar muni aftur fremja fjöldamorð á óbreyttum borgurum á Gasa heldur aðeins hvenær þeir gera það og hversu mikið umfangsmeiri þau verða heldur en síðasta haust.

Sigurður M Grétarsson, 20.9.2015 kl. 13:42

6 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður meira að segja borgarstjórinn og tillögusmiðurinn segja það. Ég tel að Bandaríkin séu með lykilinn að samkomulagi og þurfi að nota þann lykil til góðs.

Jón Magnússon, 20.9.2015 kl. 20:57

7 Smámynd: Salmann Tamimi

Er ekki málið að zionistar stjórna því hvað má og hvað má ekki? Eru ekki zionistar sem þvinguðu hotel 1919 að hylja þors hamarin? Er ekki zionistana sem vill banna passiu salmana? Er ekki zionistana sem vildi að islenskur rikísborgari verða framseldur til israel? Og nú reykjvíkur borg má ekki hætta kaupa frá israel sem brýtur á mannréttindi palestinumanna. Ég held að ísland verður að fá leyfi zionista áður en það tekur einhver ákvörðun. 

Salmann Tamimi, 21.9.2015 kl. 03:30

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Borgarstjórinn og tillögusmiðir segja að útfærsla tillögunar hafi ekki verið komin nógu langt og að orðalagið hafi ekki verið nógu skýrt en ekki að tillagan sem slík hafi verið rugl. 

Bandaríkjamenn hafa allta tíð varið Ísrala sama hversu alvarlega stríðsglæpi þeir hafa framið. Miðað við málflutning þeirra tveggja sem líklegast er að erði í Hvíta húsinu á næsta kjörtímabili þá er ljóst að þessi blindi stuðningur Bandaríkjanna eigi bara eftir að aukast. Það er því alveg á tæru að sá lykill er ekki til nota til að koma þarna á friði og þaðan af síður til að halda aftur af stríðsglæpum Ísraela. Þess vegna þrufa aðrar þjóðir og þá sérstakelga aðrar þjóðir á Vesturlöndum að taka málið í sínar hendur og setja þrýsting á Ísraela. Það er alveg á tærif að Ísraelar munu ekki hætta landráni sínu fyrr en þeir eru stoppaðir af.

Sigurður M Grétarsson, 21.9.2015 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband