Leita í fréttum mbl.is

Hallgrímur sálugi Pétursson og Gyðingahatur.

Hallgrímur sálugi Pétursson orti Passíusálma um pinu og dauða Jesú Krists. Kveðskapur Hallgríms hefur lifað með þjóðinni og  lesin í kirkjum landsins og víðar í aðdraganda Upprisuhátíðar Jesús. Þó margt af því orðfæri sem Hallgrímur sálugi notar sé æði fornt og torskilið mörgum nútímamanninum þá skilja flestir meininguna. Alltént er þetta hluti þess kristilega þjóðlega menningararfs sem við vonandi erum enn stolt af og viljum varðveita.

Nú hafa Gyðingar í andsvari sínu við ruglsamþykkt Dags B. Eggertssonar og meirihluta hans um viðskiptabann á Ísrael fundið það út að Hallgrímur sálugi hafi verið Gyðingahatari og það eigi við um þjóðina alla,  sem hafi kveðskap hans í þvísa hávegum að hann sé jafnvel lesinn upp dag eftir dag í sjálfu Ríkisútvarpinu.

Málflutningur þeirra sem halda þessu fram eru álíka vitlaus og samþykkt meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Hallgrímur sálugi Pétursson notar orðfæri og yrkir í samræmi við tíðarandann á þeim tíma sem sálmarnir eru ortir og það er ekki hægt að flytja þá til í tíma og lesa út úr því að þarna sé hatursumræða, sem hvergi er að finna.

Það er e.t.v. meiri ástæða fyrir Hallgrím Pétursson að koma núna og segja ekki meir ekki meir heldur en við húsameistara ríkisins, þegar Hallgrímskirkja var byggð, samanber samnefnt kvæði Steins Steinars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hallgrímur heldur því fram í sálmunum að gyðingar séu undir bölvun guðs fyrir að hafa drepið Jesú. Það er léttilega hægt að flokka það sem gyðingahatur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.9.2015 kl. 17:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður pistill hjá þér, svo sannarlega. 

Ómar Ragnarsson, 22.9.2015 kl. 09:45

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi umræða hefur komið upp áður, reyndar á hverju ári um það leyti sem passíusálmarnir eru lesnir í útvarpi. Til þessa hefur umræðan þó fyrst og fremst verið hér innanlands, þar sem ákveðnir menn hafa þóst geta lesið einhverskonar gyðingahatur út úr sálmunum og verið ófeimnir að tjá sig um það. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem þessi umræða kemur erlendis frá og má ætla að einhverjir hér á landi hafi matað viðkomandi á sínum efasemdum.

En hvernig má það vera að gyðingahatur geti verið í passíusálmunum? Þeir eru ortir rétt eftir miðja sautjándu öld. Voru ofsóknir á gyðinga eitthvað meiriháttar mál á þeim tíma? Ef svo var, náðu þá þær ofsóknir hingað til lands?

Og svo hitt, hvernig var píslarganga Jesú? Voru það einkum gyðingar sem stóðu að þeirri harmsögu? Voru ekki fylgismenn hans einmitt í flestum tilfellum gyðingar? Sá guð sem við trúum á er sá sami og guð gyðinga. Hins vegar kemur kristin trú með Kristi, þó einkum eftir hans daga. Verður framhald gyðingatrúar, með öðrum áherslum.

Því er ákaflega langsótt að telja passíusálmana einhverskonar gyðingaofsóknir. Hins vegar getur orðalag ruglað menn í rýminu, eins og þú bendir svo vel á í þínum pistli, Jón.

Gunnar Heiðarsson, 22.9.2015 kl. 14:49

4 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir Ómar.

Jón Magnússon, 23.9.2015 kl. 10:25

5 Smámynd: Jón Magnússon

Gott innleg Gunnar þakka þér fyrir.

Jón Magnússon, 23.9.2015 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 808
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband